Innlent

Unglingar allt í einu orðnir heimskir og menntakerfið lélegt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Mér finnst dálítið spes að fólk sé að æsa sig yfir þessari rannsókn og það eigi að fara í einhverja stefnumótun á skólakerfinu byggða á þessum rannsóknum,“ segir Ásgeir.
"Mér finnst dálítið spes að fólk sé að æsa sig yfir þessari rannsókn og það eigi að fara í einhverja stefnumótun á skólakerfinu byggða á þessum rannsóknum,“ segir Ásgeir.
 „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvaða ábyrgð hvíldi á manni þegar ég tók þessa PISA könnun,“ segir Ásgeir Guðmundsson sem þreytti prófið árið 2002. Ásgeir var þá 15 ára nemandi í Hagaskóla.

Hann segir að það hafi verið tekið mjög skýrt fram að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera og prófin væru nafnlaus og hefðu engin áhrif á framtíð prófataka.

„Mér finnst dálítið spes að fólk sé að æsa sig yfir þessari rannsókn og það eigi að fara í einhverja stefnumótun á skólakerfinu byggða á þessum rannsóknum,“ segir Ásgeir.

„Ég veit ekki hvernig framkvæmdin á þessu er núna og mér finnst vanta upplýsingar um hvernig rannsóknin er framkvæmd. Ef það á að byggja á þessu þarf það að liggja fyrir,“ segir hann.

Ásgeir og félagar hans hafa verið að ræða það sín á milli upplifun sína á þessari rannsókn. Þeir hafi rifjað upp að þeir merktu bara við A í öllum spurningunum og vildu bara komast út. Þeir hafi ekkert áttað sig á ábyrgðinni.

„Allt í einu eru unglingar bara orðnir rosalega heimskir og menntakerfið orðið rosa lélegt. Auðvitað eigum við að velta því fyrir okkur hvernig skólakerfið er og hvort að unglingar geti lesið sér til gagns. En ef mínar niðurstöður úr prófinu væru skoðaðar kæmi örugglega í ljós að ég hefði varla verið læs á þessum tíma en þó var ég með fínar einkunnir alla jafna,“ segir Ásgeir.


Tengdar fréttir

Svona eru PISA spurningarnar

Frammistaða íslenskra ungmenna í PISA rannsókninni sem gerð var vorið 2012 er mögum áhyggjuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×