Fleiri fréttir

Hlaupa til styrktar MS-félaginu

Ofurhlaupararnir Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og vinkonur hennar, þær Christine Bucholz og María Jóhannesdóttir, hlaupa nú norður Kjöl og suður Sprengisand til styrktar MS félaginu.

Óþörf afskipti af friðhelgi

Persónuvernd gagnrýnir breytingar á lögum um Hagstofu Íslands þar sem fyrirhuguð er víðtæk vinnsla persónuupplýsinga.

Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir

Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar.

Sokkin trilla reyndist bauja

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu í gær þar sem borist hafði tilkynning um að trilla maraði í hálfu kafi.

Bíll valt og hafnaði í Skjálfandafljóti

Ökumaður á þrítugsaldri missti stjórn á bíl sínum í Bárðardal austan við Skjálfandabrú í kvöld. Bílinn valt út af veginum, sem er malarvegur, og hafnaði í Skjálfandafljóti. Í bílnum voru karl og kona á þrítugsaldri. Mikil mildi þykir að ekki fór verr, en lögreglan á Húsavík sagði í samtali við Vísi að fólkið hefði komist hjálparlaust út úr bílnum og upp á land. Þau eru ómeidd en voru flutt með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Búið er að draga bílinn upp úr ánni. Bílinn gjöreyðilagðist og að sögn lögreglukonu á staðnum er málið kraftaverki líkast "Mikil mildi er ekki nógu sterk lýsing, það er bara algjört kraftaverk að ekki fór verr.“

Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi

Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill.

Björgun branduglu varð bjarnargreiði

Krakkar í Vinnuskólanum rákust á brandugluunga sem virtist hafa týnt foreldrum sínum á Hólmsheiði í vikunni. Þau afhentu Húsdýragarðinum ungann. Dýrahirðir segir það oftast ekki æskilegt að taka unga frá foreldrum sínum í náttúrunni.

Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt

Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma.

Forsætisráðherra ýtti á sprengjuhnappinn

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust formlega í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sprengdi fyrir göngunum Hann segir göngin muni hafa ýmis jákvæð áhrif í för með sér.

Þrjár króatískar fjölskyldur fara heim

Yfirvöld í Króatíu hafa samþykkt að taka við þeim þremur króatísku fjölskyldum sem urðu eftir hér á landi þegar flogið var með landa þeirra heim til Króatíu í lok maí. Upphaflega vildu yfirvöld í Króatíu ekki taka við þeim vegna þess að um blönduð hjónabönd var að ræða.

Gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu á framsalsbeiðni vegna Snowden

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Edward Snowden á Íslandi, hefur krafist þess að innanríkisráðuneytið birti framsals- og handtökubeiðni bandarískra stjórnvalda vegna Snowden. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að vísa beiðni um framsal strax frá þar sem Snowden sé ekki hér á landi.

Grýtti lögreglustöðina á Selfossi

Lögreglan á Selfossi hafði um sexleytið í morgun afskipti af ökumanni sem var á akstri eftir Biskupstungnabraut við Þingvallaveg.

Að minnsta kosti átta látnir

Að minnsta kosti átta manns létust þegar lest fór út af sporinu í Bretigny-sur-Orge hverfinu suður af París um fjögurleytið í dag.

Alvarlegt ástand í Rússlandi kallar á alvarleg viðbrögð

"Mér finnst gott að borgarstjórinn hefji þessa umræðu um samskipti borganna, því Rússland er á hættulegri leið með því að brjóta á mannréttindum borgara sinna,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna ´78 um tillögu Jóns Gnarr um að leitast við að endurskoða eða slíta samstarfssamningi milli Reykjavíkur og Moskvu, höfuðborgar Rússlands.

Fylgi við ríkisstjórnina eykst

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst úr 51,1 prósentustigi í 54,8 prósentustig. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig rúmum 3 prósentustigum og Píratar 1,5 prósentustigum. Aðrir flokkar dragast saman.

Enn leitað að Stefáni Loga

Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás.

Vöruhönnuður hlaut iPad að gjöf

Guðný Pálsdóttir, vinningshafi Facebook-leiks Fréttablaðsins, er ein af þeim rúmlega tíu þúsund manns sem líkar við Facebook-síðu Fréttablaðsins

Allir á móti þriggja daga helgi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til í maí síðastliðnum að reynt yrði að ná samkomulagi við stéttarfélög um að færa til staka frídaga starfsmanna Reykjavíkurborgar í miðri viku þannig úr yrði löng þriggja daga fríhelgi.

Syngja áður en þau taka til í hverfinu

Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu.

Endar varla með öðru en frekari lántökum

Í erindisbréfi hagræðingarhópsins er honum meðal annars falið að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna. Forsætisráðherra segir þar litið til lengri tíma. Oddný G. Harðardóttir segist ekki sjá að þetta geti endað öðru vísi en með frekari lántökum.

Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu

Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins.

Efa vald borgarráðs í OR-máli

Borgarráð staðfesti í gær ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að selja skuldabréf Magma í eigu fyrirtækisins. Fulltrúar minnihlutans hafa leitað álits innanríkisráðuneytisins hvort heimild til þess sé til staðar.

Sofnaði undir stýri

Ökumaður, sem var á leið til vinnu um klukkan fjögur í nótt, sofnaði undir stýri á Reykjanesbraut.

Mál Egils gegn konunum fellt niður

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál þriggja ungra kvenna sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir. Ein kvennanna sakaði Egil um að hafa nauðgað sér og tvær vinkonur hennar báru vitni gegn honum.

Krafa um uppgjör við KÍ

Deila stjórnar Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Kennarasamband Íslands, KÍ, um umsýslu sjóðsins sem staðið hefur á þriðja ár er enn í hnút.

Segir norsku-aðferðina henta vel

Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins.

Uppbygging vegna olíuleitar gæti hafist fljótlega

Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist.

Fækkun ríkisstarfsmanna til skoðunar hjá hagræðingarhópi

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði.

Sjá næstu 50 fréttir