Innlent

Mikill viðbúnaður vegna neyðarblysa sem reyndust vera flugeldar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að tilkynnt var um að tveimur neyðarblysum hefði verið skotið upp í grennd við Sandgerði. Fljótlega kom í ljós að blysin reyndust vera flugeldar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að tilkynnt var um að tveimur neyðarblysum hefði verið skotið upp í grennd við Sandgerði. Fljótlega kom í ljós að blysin reyndust vera flugeldar.
Mikill viðbúnaður fór í gang þegar Landhelgisgæslunni barst tilkynning um að tveimur neyðarblysum hefði verið skotið upp í grennd við Sandgerði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og fór hún á svæðið til að kanna málið.

Fljótlega kom í ljós að ekki var um alvarlegt ástand að ræða, en menn Landhelgisgæslunnar í þyrlunni komu auga á nokkra einstaklinga skjóta síðara blysinu upp á jörðu niðri.

Engin hætta var á ferðum, en Lögreglan á Suðurnesjum sagði í samtali við Vísi að það sem menn héldu í fyrstu að væri neyðarblys hafi í raun verið flugeldar. Líklega hafi verið um strákapör að ræða.

Aðeins er leyfilegt að skjóta upp flugeldum um áramót og á þrettándanum, nema með sérstöku leyfi frá lögreglu. Mennirnir gætu því átt sekt yfir höfði sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×