Syngja áður en þau taka til í hverfinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. júlí 2013 09:30 Jóhann Helgason, Guðrún Ísleifsdóttir, Jakob Þórhallsson og Ragnar Benediktsson eru hér að tína rusl. Jóhann segir þau ekki hætta fyrr en Grafarvogur er orðinn hreinasta hverfið í borginni. Fréttablaðið/Pjetur Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu. Vegfarendur í Grafarvogi ráku eflaust upp stór augu í gær þegar þeir sáu eldri borgara í rigningunni á víð og dreif um hverfið með tangir eða hanska að tína rusl. Þetta voru hinir svokölluðu Korpúlfar, sem er félag eldri borgara í Grafarvogi, en sá félagsskapur virðist ekki kunna að sitja auðum höndum. Þeir ýttu tiltektarverkefni sínu úr vör í gær og að sögn Birnu Róbertsdóttur, sem starfar í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og er tengiliður félagsins við Reykjavíkurborg, lágu félagsmenn ekki á liði sínu því fjörutíu félagar mættu í tiltektina. Einn þeirra var Jóhann Helgason, sem á ekki erfitt með að fara út í rigninguna í morgunsárið að tína rusl. „Nei, þetta var leikur einn. Við byrjuðum á því að hittast í Gufunesbæ og þar fengum við nýsteiktar kleinur,“ segir hann. „Við erum með kór svo okkur varð ekki skotaskuld úr því að taka lagið og svo brettum við upp ermar og tókum til hendinni.“ Jóhann er frá Húsavík og var iðinn við að spila á sveitaböllum á sínum yngri árum. „Svo lét ég þetta eiginlega alveg eiga sig þar til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir þremur árum,“ segir hann. Nú stjórnar hann kórnum og leikur sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór tilefni til því söngástríðan er mikil meðal úlfanna. Korpúlfurinn Nikulás Friðrik Magnússon fer fyrir verkefninu sem kallað er Fegrum Grafarvog en það fékk styrk frá Reykjavíkurborg. Nikulás Friðrik fór einnig með sorpið til Sorpu og lét vigta það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast ágætis morgunverk. Ekki þarf að því að spyrja að eftir rusltínsluna var slegið upp grillveislu og Jóhann tók svo upp nikkuna á nýjan leik meðan kórinn söng. Jóhann hefur einnig fengið hirðskáld félagsins, Guðmund Guðmundsson, til að setja saman kvæði við Korpúlfasöng sem nú er leikinn á hverjum fundi. Jóhann segir að alla daga vikunar sé eitthvað við að vera hjá Korpúlfum og henni Birnu í Miðgarði og oftast kemur tónlistin þar eitthvað við sögu. „Í okkar félagsskap eru margir rétt undir níræðu en rétt eins og unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er viss um að þetta starf á sinn þátt í því að þessari heilsu og lífsþorsta sé fyrir að fara.“ Það er því engin hætta á því að Korpúlfar verði verkefnalausir þegar Grafarvogur verður orðinn skínandi hreinn. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu. Vegfarendur í Grafarvogi ráku eflaust upp stór augu í gær þegar þeir sáu eldri borgara í rigningunni á víð og dreif um hverfið með tangir eða hanska að tína rusl. Þetta voru hinir svokölluðu Korpúlfar, sem er félag eldri borgara í Grafarvogi, en sá félagsskapur virðist ekki kunna að sitja auðum höndum. Þeir ýttu tiltektarverkefni sínu úr vör í gær og að sögn Birnu Róbertsdóttur, sem starfar í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og er tengiliður félagsins við Reykjavíkurborg, lágu félagsmenn ekki á liði sínu því fjörutíu félagar mættu í tiltektina. Einn þeirra var Jóhann Helgason, sem á ekki erfitt með að fara út í rigninguna í morgunsárið að tína rusl. „Nei, þetta var leikur einn. Við byrjuðum á því að hittast í Gufunesbæ og þar fengum við nýsteiktar kleinur,“ segir hann. „Við erum með kór svo okkur varð ekki skotaskuld úr því að taka lagið og svo brettum við upp ermar og tókum til hendinni.“ Jóhann er frá Húsavík og var iðinn við að spila á sveitaböllum á sínum yngri árum. „Svo lét ég þetta eiginlega alveg eiga sig þar til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir þremur árum,“ segir hann. Nú stjórnar hann kórnum og leikur sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór tilefni til því söngástríðan er mikil meðal úlfanna. Korpúlfurinn Nikulás Friðrik Magnússon fer fyrir verkefninu sem kallað er Fegrum Grafarvog en það fékk styrk frá Reykjavíkurborg. Nikulás Friðrik fór einnig með sorpið til Sorpu og lét vigta það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast ágætis morgunverk. Ekki þarf að því að spyrja að eftir rusltínsluna var slegið upp grillveislu og Jóhann tók svo upp nikkuna á nýjan leik meðan kórinn söng. Jóhann hefur einnig fengið hirðskáld félagsins, Guðmund Guðmundsson, til að setja saman kvæði við Korpúlfasöng sem nú er leikinn á hverjum fundi. Jóhann segir að alla daga vikunar sé eitthvað við að vera hjá Korpúlfum og henni Birnu í Miðgarði og oftast kemur tónlistin þar eitthvað við sögu. „Í okkar félagsskap eru margir rétt undir níræðu en rétt eins og unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er viss um að þetta starf á sinn þátt í því að þessari heilsu og lífsþorsta sé fyrir að fara.“ Það er því engin hætta á því að Korpúlfar verði verkefnalausir þegar Grafarvogur verður orðinn skínandi hreinn.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira