Uppbygging vegna olíuleitar gæti hafist fljótlega Karen Kjartansdóttir skrifar 11. júlí 2013 19:14 Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira