Uppbygging vegna olíuleitar gæti hafist fljótlega Karen Kjartansdóttir skrifar 11. júlí 2013 19:14 Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands." Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands."
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira