Innlent

Fylgi við ríkisstjórnina eykst

Jóhannes Stefánsson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig rúmum 3% og Píratar 1,5%. Fylgi Framsóknar dregst töluvert saman og fylgi Samfylkingar, Vinstri-Grænna og Bjartrar Framtíðar dregst einnig saman. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst nokkuð og mældist nú 29,7%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins dalaði og mældist nú 16,7%, borið saman við 19,3% í síðustu mælingu. Samfylkingin mældist nú með 13,5% fylgi, borið saman við 14,4% í síðustu mælingu og Vinstri græn mældust nú með 13,1% fylgi, borið saman við 13,3% í síðustu mælingu.Björt framtíð mældist nú með 12,3% fylgi borið saman við 12,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 8,4% fylgi, borið saman við 6,9% í síðustu mælingu. 

Hægri grænir mældust nú með 1,9% fylgi, Lýðræðisvaktin með 1,5% fylgi, Dögun með 1,0% fylgi, Flokkur heimilanna með 0,6% fylgi, Sturla Jónsson með 0,5% fylgi, Landsbyggðarflokkurinn með 0,3%, Regnboginn með 0,2% fylgi, Alþýðufylkingin með 0,1% fylgi og Húmanistaflokkurinn með 0,1% fylgi.

Þá eykst stuðningur við ríkisstjórnina úr 51,1% í 54,8%.

972 einstaklingar úr slembiúrtaki úr Þjóðskrá svöruðu könnuninni á tímabilinu 9. - 11. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×