Innlent

"Einstaklingum ber skylda til að brjóta gegn landslögum til þess að hindra glæpi gegn mannkyninu og heimsfriði"

Heimir Már Pétursson skrifar
Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir á Facebook síðu sinni í dag að yfirlýsing Edwards Snowdens á fundi með fulltrúum alþjóðlegra mannréttindasamtaka á Moskvuflugvelli í dag sé holl lesning.

Þar segir Snowden að umfangsmiklar persónunjósnir bandarískra stofnana brjóti í bága við stjórnarskrá landsins, grein 12 í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og fjölda annara aljóðasamninga. Þó Bandarikjastjórn telji njósnirnar löglegar á grundvelli úrskurða leynidómstóla, sem enginn fái að sjá, breyti það ekki ólögmæti aðgerðanna; „Hið siðlausa verði ekki siðlegt á grunni leynilegra lagaúrskurða".

Snowden segist aðhylltast þá meginreglu sem lýst var við Nuremberg réttarhöldin yfir nasistum árið 1945; „Einstaklingum ber skylda til að brjóta gegn landslögum til þess að hindra glæpi gegn mannkyninu og heimsfriði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×