Fækkun ríkisstarfsmanna til skoðunar hjá hagræðingarhópi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2013 18:30 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira