Sungu í þágu Kulusuk 23. mars 2013 18:27 Það var nánast setið í hverju sæti í Eldborgarsal Hörpu í dag þegar bæði íslenskir og grænlenskir listamenn stigu þar á svið í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi sem misstu tónlistarhús þorpsins í eldsvoða fyrir hálfum mánuði. Það geisaði mikið fárviðri þegar eldurinn kviknaði, af því að talið er við að skorsteinninn hafi brotnað, og komst slökkviliðið ekki á staðinn vegna veðursins og brann allt til grunna.Mynd/Lars-Peter SterlingKALAK vinafélag Íslands og Grænlands efndi fljótlega eftir brunann í Kulusuk til söfnunar til að gera Grænlendingum kleyft að reisa nýtt tónlistarhús í þorpinu. Í dag var svo blásið til stórtónleika í tónlistarhúsi okkar Íslendinga til að vekja athygli á málstaðinum og var mætingin vægast sagt góð. „Maður er náttúrulega bara snortinn og þetta sýnir það sem Íslendingar eru hve frægastir fyrir: það er samstaðan og samhugurinn þegar svona harmleik ber að," segir Elmar Johnson markaðsstjóri Guide to Iceland, velunnara Grænlands. Söngkonan Þórunn Antoníu Magnúsdóttir var ein þeirra sem steig á stokk í dag. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að börn og fullorðnir, sérstaklega börn hafi einhvern stað til að fara á, til að leika sér, skapa og gera músík. Komast frá erfiðum fjölskylduaðstæðum eða hverju sem er í gangi og hafi griðarstað til að gera eitthvað skemmtilegt og tónlistarhús er kárlega sá staður," segir Þórunn Antonía.Mynd/Lars-Peter SterlingUm tuttugu íslenskir tónlistarmenn og hljómsveitir stigu á svið í Eldborgarsalnum þennan daginn ásamt þremur heiðursgestum, tónlistarmönnum frá Kulusuk. Frítt var inn á tónleikana en gestir gátu stutt söfnunina með frjálsum framlögum. „Ég kíkti fram á gang áðan. Þar liggja söfnunarbaukar og posar og mér sýndist bara vera rífandi gangur í söfnuninni. Það hefur verið opnaður söfnunarreikningur og söfnunarnúmer sem verður safnað í gegnum á næstu dögum. Við vonum bara að fólk sjái sér fært að láta, þó að það væri ekki nema nokkrar krónur, af hendi rakna," segir Elmar. Hægt er að styrkja málstaðinn með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 901-5001 til að gefa 1.000 kr 901-5002 til að gefa 2.000 kr 901-5003 til að gefa 3.000 kr Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Það var nánast setið í hverju sæti í Eldborgarsal Hörpu í dag þegar bæði íslenskir og grænlenskir listamenn stigu þar á svið í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi sem misstu tónlistarhús þorpsins í eldsvoða fyrir hálfum mánuði. Það geisaði mikið fárviðri þegar eldurinn kviknaði, af því að talið er við að skorsteinninn hafi brotnað, og komst slökkviliðið ekki á staðinn vegna veðursins og brann allt til grunna.Mynd/Lars-Peter SterlingKALAK vinafélag Íslands og Grænlands efndi fljótlega eftir brunann í Kulusuk til söfnunar til að gera Grænlendingum kleyft að reisa nýtt tónlistarhús í þorpinu. Í dag var svo blásið til stórtónleika í tónlistarhúsi okkar Íslendinga til að vekja athygli á málstaðinum og var mætingin vægast sagt góð. „Maður er náttúrulega bara snortinn og þetta sýnir það sem Íslendingar eru hve frægastir fyrir: það er samstaðan og samhugurinn þegar svona harmleik ber að," segir Elmar Johnson markaðsstjóri Guide to Iceland, velunnara Grænlands. Söngkonan Þórunn Antoníu Magnúsdóttir var ein þeirra sem steig á stokk í dag. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að börn og fullorðnir, sérstaklega börn hafi einhvern stað til að fara á, til að leika sér, skapa og gera músík. Komast frá erfiðum fjölskylduaðstæðum eða hverju sem er í gangi og hafi griðarstað til að gera eitthvað skemmtilegt og tónlistarhús er kárlega sá staður," segir Þórunn Antonía.Mynd/Lars-Peter SterlingUm tuttugu íslenskir tónlistarmenn og hljómsveitir stigu á svið í Eldborgarsalnum þennan daginn ásamt þremur heiðursgestum, tónlistarmönnum frá Kulusuk. Frítt var inn á tónleikana en gestir gátu stutt söfnunina með frjálsum framlögum. „Ég kíkti fram á gang áðan. Þar liggja söfnunarbaukar og posar og mér sýndist bara vera rífandi gangur í söfnuninni. Það hefur verið opnaður söfnunarreikningur og söfnunarnúmer sem verður safnað í gegnum á næstu dögum. Við vonum bara að fólk sjái sér fært að láta, þó að það væri ekki nema nokkrar krónur, af hendi rakna," segir Elmar. Hægt er að styrkja málstaðinn með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 901-5001 til að gefa 1.000 kr 901-5002 til að gefa 2.000 kr 901-5003 til að gefa 3.000 kr
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira