Innlent

Hundaskítur til trafala í Borgarnesi

Hundaeigandi í Borgarnesi er orðinn langþreyttur á sóðaskap annarra hundaeigenda í bænum. Þeir þurfi að tína upp skít hunda sinna.

Eigandinn ritar lesendabréf í dagblað Skessuhorns um helgina og er vægast sagt ósáttur.

„Það er bara ekkert gaman lengur að ganga um þennan bæ. Þetta fer að verða stígavélafæri," segir hundaeigandinn. Svo virðist sem skítsöfnunin sé sérstaklega mikil í nágrenni bókasafns bæjarsins.

„Leiðin sem liggur framhjá bókasafninu er greinilega vinsæll áningarstaður. Uppáhaldsstaðurinn okkar er þó Englendingavíkin en þar er mikill hundaskítur og víða," segir lesandinn. Hann skorar á hundaeigendur að grípa með sér poka og hirða skítinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×