Innlent

Þorsteinn gagnrýnir framgöngu Davíðs á landsfundi

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sætt andróðri í eigin röðum, um flest að ósekju. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Í greininni leitast Þorsteinn við að útskýra hvers vegna fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sigið í sömu andrá og fylgi Framsóknarflokksins hefur bólgnað með þvílíkum látum að helst minnir á Grímsvatnarhlaup, svo vitnað sé beint í orð Þorsteins.

Telur hann að afgreiðsla á endurreisnarskýrslunni á landsfundi flokksins árið 2009 hafi verið slæm. Ekki hafi verið rétt að afgreiða skýrsluna með hlátrasköllum líkt og gerðist þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins fjallaði um hana í ræðustól. Vandamál flokksins liggi í ákvörðunum sem þessum en ekki hjá núverandi formanni Bjarna Benediktssyni.

Grein Þorsteins í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×