Sótt að viðkvæmum vatnsbólum Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2013 00:01 Í Þríhnúkagíg. Gígurinn er mikilfenglegur og áætlanir gera ráð fyrir að aðdráttarafl hans sé mikið fyrir ferðamenn. fréttablaðið/vilhelm Tómt mál er að tala um uppbyggingu ferðaþjónustu á Bláfjallasvæðinu áður en endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu er lokið. Vegir á svæðinu standast ekki öryggiskröfur og þarf að bæta strax. Mikil fjölgun ferðamanna á áætlun. Vegna vatnsverndarsjónarmiða er eindregið lagst gegn því að hafin verði frekari uppbygging ferðaþjónustu á Bláfjallasvæðinu áður en mótuð hefur verið heildstæð samgöngustefna fyrir svæðið. Ljóst er að vegir í Bláfjöllum eru fjarri því að uppfylla kröfur um vegöryggi, en svæðið er viðkvæmt með tilliti til grunnvatnsmengunar. Litið er til fyrirhugaðrar uppbyggingar við Þríhnúkagíg, þar sem áætlanir til næstu ára gera ráð fyrir mörg hundruð þúsund ferðamönnum á ári, auk þess sem hugmyndir eru að auka enn starfsemi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.Sótt að vatnsverndarsvæði Þetta kemur fram í gögnum framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu (FVH); ársskýrslu 2012 og fundargerðum stjórnarinnar. Eins í gögnum frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, segir að hafin sé heildarendurskoðun vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Núgildandi vatnsvernd er fimmtán ára gömul. „Það er sótt að vatnsverndarsvæðinu og því höfum við kallað eftir því að gerðar séu rannsóknir sem styðja myndu endurskoðunina og á því hvort sé hægt að breyta áherslum eða halda vatnsverndinni óbreyttri frá því sem nú er." Heilbrigðisnefndir hafa litið svo á að skipulag frá 1999 og heilbrigðissamþykktir frá 1997 dugi ekki einar og sér til að tryggja nægilega vatnsverndarhagsmuni höfuðborgarsvæðisins. Útilokað er að fallast á uppbyggingu fyrr en verkefninu er lokið, áætlað er að það verði á fyrri hluta næsta árs gangi áætlanir eftir. Hún tekur ekki síst til skíðasvæðisins í Bláfjöllum og Þríhnúkagígs og hugmyndum um ferðaþjónustu. „Að bæta Bláfjallaveginn er mál dagsins í dag, óháð allri frekari uppbyggingu," segir Guðmundur, sem jafnframt er formaður FVH. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gengið lengra og sagt í sínum umsögnum að skoða eigi visthæfari samgöngumáta upp í Bláfjöll en tíðkast; að hver og einn fari á einkabíl þangað til að njóta útivistar á svæðinu. Vegurinn upp í Bláfjöll, sama hversu góður hann er, er alltaf áhættuþáttur vegna legu og veðurfars á svæðinu, að mati heilbrigðiseftirlitsins.Þörf er á samgönguáætlun Á 95. fundi FVH 17. ágúst síðastliðinn var bókað í samhengi við úttektir um mengunarhættu vegna hugsanlegra óhappa á veginum til Bláfjalla: „Vegna viðkvæmni svæðisins og annarrar starfsemi sem þar er og sem er í skoðun að auka verður að mati framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins að fara fram heildstætt mat á umhverfisáhrifum, stjórnsýslu á svæðinu, aukinni ferðaþjónustu og rekstri skíðasvæðis, samgöngumannvirkja og almennrar útivistar áður en hægt verður að fallast á frekari uppbyggingu innan svæðisins. Að slíku mati er nauðsynlegt að umráðaaðilar svæðisins komi." Þá segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega samgönguáætlun fyrir Bláfjallasvæðið í þessu ljósi vegna grunnvatnshagsmuna.Viðkvæm vatnsból Guðmundur segir jafnframt að hugmyndir um uppbyggingu í Bláfjöllum snúist fyrst og síðast um ferðamenn. „En við segjum að það verði að horfa á svæðið sem heild. Ef þetta gengur eftir er vilji til að taka á móti ferðamönnum allt árið um kring, og þá allt að 500 þúsund manns. Fyrir er skíðasvæðið þar sem menn fara um skipulagslítið. Ef menn vilja hafa þessa starfsemi verður að bæta veginn. Hvað öryggi varðar er hann ekki boðlegur fyrir þá umferð sem þar er núna, hvað þá ef við bætist hálf milljón ferðamenn. Ef það verður olíumengunarslys, og það þarf ekki að vera stórvægilegt, eru vatnsbólin farin á stundinni."Vatn á flöskum Guðmundur segir að sé vilji til að byggja upp starfsemi af þessari stærðargráðu, auka rekstur og um leið viðhalda vatnsvernd, þurfi að vera til staðar „plan B" ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef illa fer þarf jafnvel að sækja ferskvatn annað, og jafnvel upp í Þingvallasveit. „Já, eða kaupa það á flöskum," segir Guðmundur og varar sterklega við þeim sofandahætti sem einkennir umræðu um vatnsverndarmál, eða að málið sé talið léttvægt. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að vatnstakan sé þó einungis neyðarplan ef eitthvað gerist inni á vatnsverndarsvæðinu. „Þá væri heitavatnslögnin frá Nesjavöllum notuð til að hleypa á köldu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Þetta er einungis skammtímalausn þar sem þá yrði ekki heitu vatni veitt til svæðisins á meðan. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa í dag er þannig upp byggt að ekki eru öll eggin í sömu körfunni og hægt er að taka neysluvatn frá fleiri en einu vatnstökusvæði. Hins vegar er verið að þrengja sífellt meira að þessum öryggisventli." Í umhverfismatinu vegna Þríhnúkaframkvæmdarinnar eru allar þessar áhyggjur tíundaðar. Mat framkvæmdaaðila er þó að mengunarhætta sé ekki veruleg. Þó sé það háð því að ráðist verði í umbætur á vegum og fyllstu varúðar gætt á framkvæmdatímanum.Úrbætur ekki ráðgerðar Í umsögn Skipulagsstofnunar á umhverfismatinu er tekið undir það sjónarmið að hættan sé lítil á mengunarslysi; þó sé erfitt að greina þá áhættu sem framkvæmdin hefi í för með sér með vissu. Stofnunin tekur undir mikilvægi heildarúttektar á vatnsverndarsvæðinu. Hún þurfi meðal annars að felast í greiningu á allri starfsemi á vatnsverndarsvæðinu og mati á hvað sé ásættanlegt að fari þar fram með tilliti til grunnvatns og vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Eins og áður segir stendur endurskoðunin yfir og telur Skipulagsstofnun að niðurstöðu hennar eigi að nýta við gerð skipulagsáætlana á svæðinu, sem síðar yrðu grunnur leyfisveitinga til framkvæmda innan vatnsverndarsvæðisins. Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að engar áætlanir eru uppi á borðum um að byggja Bláfjallaveg upp. Því ríkir óvissa um hvenær og hvernig verður ráðist í úrbætur á aðkomuleiðum að Bláfjöllum og Þríhnúkagíg.Skýringarmynd af Vatnsbólunum má sjá í Fréttablaðinu, smellið hér. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tómt mál er að tala um uppbyggingu ferðaþjónustu á Bláfjallasvæðinu áður en endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu er lokið. Vegir á svæðinu standast ekki öryggiskröfur og þarf að bæta strax. Mikil fjölgun ferðamanna á áætlun. Vegna vatnsverndarsjónarmiða er eindregið lagst gegn því að hafin verði frekari uppbygging ferðaþjónustu á Bláfjallasvæðinu áður en mótuð hefur verið heildstæð samgöngustefna fyrir svæðið. Ljóst er að vegir í Bláfjöllum eru fjarri því að uppfylla kröfur um vegöryggi, en svæðið er viðkvæmt með tilliti til grunnvatnsmengunar. Litið er til fyrirhugaðrar uppbyggingar við Þríhnúkagíg, þar sem áætlanir til næstu ára gera ráð fyrir mörg hundruð þúsund ferðamönnum á ári, auk þess sem hugmyndir eru að auka enn starfsemi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.Sótt að vatnsverndarsvæði Þetta kemur fram í gögnum framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu (FVH); ársskýrslu 2012 og fundargerðum stjórnarinnar. Eins í gögnum frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, segir að hafin sé heildarendurskoðun vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Núgildandi vatnsvernd er fimmtán ára gömul. „Það er sótt að vatnsverndarsvæðinu og því höfum við kallað eftir því að gerðar séu rannsóknir sem styðja myndu endurskoðunina og á því hvort sé hægt að breyta áherslum eða halda vatnsverndinni óbreyttri frá því sem nú er." Heilbrigðisnefndir hafa litið svo á að skipulag frá 1999 og heilbrigðissamþykktir frá 1997 dugi ekki einar og sér til að tryggja nægilega vatnsverndarhagsmuni höfuðborgarsvæðisins. Útilokað er að fallast á uppbyggingu fyrr en verkefninu er lokið, áætlað er að það verði á fyrri hluta næsta árs gangi áætlanir eftir. Hún tekur ekki síst til skíðasvæðisins í Bláfjöllum og Þríhnúkagígs og hugmyndum um ferðaþjónustu. „Að bæta Bláfjallaveginn er mál dagsins í dag, óháð allri frekari uppbyggingu," segir Guðmundur, sem jafnframt er formaður FVH. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gengið lengra og sagt í sínum umsögnum að skoða eigi visthæfari samgöngumáta upp í Bláfjöll en tíðkast; að hver og einn fari á einkabíl þangað til að njóta útivistar á svæðinu. Vegurinn upp í Bláfjöll, sama hversu góður hann er, er alltaf áhættuþáttur vegna legu og veðurfars á svæðinu, að mati heilbrigðiseftirlitsins.Þörf er á samgönguáætlun Á 95. fundi FVH 17. ágúst síðastliðinn var bókað í samhengi við úttektir um mengunarhættu vegna hugsanlegra óhappa á veginum til Bláfjalla: „Vegna viðkvæmni svæðisins og annarrar starfsemi sem þar er og sem er í skoðun að auka verður að mati framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins að fara fram heildstætt mat á umhverfisáhrifum, stjórnsýslu á svæðinu, aukinni ferðaþjónustu og rekstri skíðasvæðis, samgöngumannvirkja og almennrar útivistar áður en hægt verður að fallast á frekari uppbyggingu innan svæðisins. Að slíku mati er nauðsynlegt að umráðaaðilar svæðisins komi." Þá segir að nauðsynlegt sé að gera sérstaklega samgönguáætlun fyrir Bláfjallasvæðið í þessu ljósi vegna grunnvatnshagsmuna.Viðkvæm vatnsból Guðmundur segir jafnframt að hugmyndir um uppbyggingu í Bláfjöllum snúist fyrst og síðast um ferðamenn. „En við segjum að það verði að horfa á svæðið sem heild. Ef þetta gengur eftir er vilji til að taka á móti ferðamönnum allt árið um kring, og þá allt að 500 þúsund manns. Fyrir er skíðasvæðið þar sem menn fara um skipulagslítið. Ef menn vilja hafa þessa starfsemi verður að bæta veginn. Hvað öryggi varðar er hann ekki boðlegur fyrir þá umferð sem þar er núna, hvað þá ef við bætist hálf milljón ferðamenn. Ef það verður olíumengunarslys, og það þarf ekki að vera stórvægilegt, eru vatnsbólin farin á stundinni."Vatn á flöskum Guðmundur segir að sé vilji til að byggja upp starfsemi af þessari stærðargráðu, auka rekstur og um leið viðhalda vatnsvernd, þurfi að vera til staðar „plan B" ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef illa fer þarf jafnvel að sækja ferskvatn annað, og jafnvel upp í Þingvallasveit. „Já, eða kaupa það á flöskum," segir Guðmundur og varar sterklega við þeim sofandahætti sem einkennir umræðu um vatnsverndarmál, eða að málið sé talið léttvægt. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að vatnstakan sé þó einungis neyðarplan ef eitthvað gerist inni á vatnsverndarsvæðinu. „Þá væri heitavatnslögnin frá Nesjavöllum notuð til að hleypa á köldu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Þetta er einungis skammtímalausn þar sem þá yrði ekki heitu vatni veitt til svæðisins á meðan. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa í dag er þannig upp byggt að ekki eru öll eggin í sömu körfunni og hægt er að taka neysluvatn frá fleiri en einu vatnstökusvæði. Hins vegar er verið að þrengja sífellt meira að þessum öryggisventli." Í umhverfismatinu vegna Þríhnúkaframkvæmdarinnar eru allar þessar áhyggjur tíundaðar. Mat framkvæmdaaðila er þó að mengunarhætta sé ekki veruleg. Þó sé það háð því að ráðist verði í umbætur á vegum og fyllstu varúðar gætt á framkvæmdatímanum.Úrbætur ekki ráðgerðar Í umsögn Skipulagsstofnunar á umhverfismatinu er tekið undir það sjónarmið að hættan sé lítil á mengunarslysi; þó sé erfitt að greina þá áhættu sem framkvæmdin hefi í för með sér með vissu. Stofnunin tekur undir mikilvægi heildarúttektar á vatnsverndarsvæðinu. Hún þurfi meðal annars að felast í greiningu á allri starfsemi á vatnsverndarsvæðinu og mati á hvað sé ásættanlegt að fari þar fram með tilliti til grunnvatns og vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Eins og áður segir stendur endurskoðunin yfir og telur Skipulagsstofnun að niðurstöðu hennar eigi að nýta við gerð skipulagsáætlana á svæðinu, sem síðar yrðu grunnur leyfisveitinga til framkvæmda innan vatnsverndarsvæðisins. Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að engar áætlanir eru uppi á borðum um að byggja Bláfjallaveg upp. Því ríkir óvissa um hvenær og hvernig verður ráðist í úrbætur á aðkomuleiðum að Bláfjöllum og Þríhnúkagíg.Skýringarmynd af Vatnsbólunum má sjá í Fréttablaðinu, smellið hér.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira