Fríríki inn í miðri borg? Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2013 20:08 Formaður borgarráðs Reykjavíkur undrast frumvarp forseta Alþingis þar sem lagt er til að ráðherra fái skipulagsvald á stóru svæði í miðborginni. Hann efast um að frumvarpið standist stjórnarskrá. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, lagði í gær fram frumvarp þar sem lagt er til að ráðherra fái yfirstjórn skipulags og mannvirkjamála á svæði í kringum austurvöll í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofa hefur samstarf borgaryfirvalda og Alþingis um skipulagsmál á svæðinu verið afar stirt undanfarin misseri. „Mér finnst það hafa komið svo vel fram á þessum fjórum árum, sem ég hef verið forseti þingsins, hvað það er mikilvægt að Alþingi komi að skipulagsmálum á þessu svæði, þar sem við erum með starfsstöðvar um allt þetta svæði Fólk þarf að fara þarna á milli og líka í ljósi þess að þingið hefur sérstöðu," segir Ásta Ragnheiður. Þetta svæði nær frá Vonarstræti til Austurstrætis og frá Aðalstræti að Lækjargötu. Á svæðinu eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir, Hótel Borg og Landsímahúsið svo fátt eitt sé nefnt. Við Ingólfstorg er veitingastaðurinn Ali baba til húsa. Verði frumvarp forseta Alþingis samþykkt munu eigendur þessa húsnæðis framvegis þurfa að leita til ráðherra ef þeir ætla að gera breytingar á fasteigninni. Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að með frumvarpinu sé verið að taka skipulagsvaldið frá borgaryfirvöldum. „Við erum kannski fyrst og fremst undrandi á þessu. Sveitarfélög hafa auðvitað sjálfstjórn og sjálfstjórnarréttur er stjórnarskrárvarinn, þannig að við teljum að ýmsu að hyggja áður en Alþingi fer að samþykkja frumvarp af þessu tagi," segir Dagur B. Eggertsson. Undir þetta tekur borgarfulltrúi sjálfstæðisflokks. „Það er alveg skýrt að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga gildir um skipulagsmál innan þeirra landamarka, og allir sem hafa unnið í sveitarstjórnarmálum virða það," segir Gísli Marteinn Baldursson. Hann segir sjálfsagt að borgin vinni með Alþingi þegar kemur að skipulagsmálum á svæðinu. Þetta sé hins vegar ekki rétta leiðin. „Forseti Alþingis er að reyna að fá það mikil völd yfir öllum málum á þessu svæði, að það er nánast eins og hún hafi þann draum að þetta verði einhverskonar fríríki, eða mætti segja í gríni að hún sé að stofna Vatíkan Íslands þarna í miðri Reykjavík." Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Formaður borgarráðs Reykjavíkur undrast frumvarp forseta Alþingis þar sem lagt er til að ráðherra fái skipulagsvald á stóru svæði í miðborginni. Hann efast um að frumvarpið standist stjórnarskrá. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, lagði í gær fram frumvarp þar sem lagt er til að ráðherra fái yfirstjórn skipulags og mannvirkjamála á svæði í kringum austurvöll í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofa hefur samstarf borgaryfirvalda og Alþingis um skipulagsmál á svæðinu verið afar stirt undanfarin misseri. „Mér finnst það hafa komið svo vel fram á þessum fjórum árum, sem ég hef verið forseti þingsins, hvað það er mikilvægt að Alþingi komi að skipulagsmálum á þessu svæði, þar sem við erum með starfsstöðvar um allt þetta svæði Fólk þarf að fara þarna á milli og líka í ljósi þess að þingið hefur sérstöðu," segir Ásta Ragnheiður. Þetta svæði nær frá Vonarstræti til Austurstrætis og frá Aðalstræti að Lækjargötu. Á svæðinu eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir, Hótel Borg og Landsímahúsið svo fátt eitt sé nefnt. Við Ingólfstorg er veitingastaðurinn Ali baba til húsa. Verði frumvarp forseta Alþingis samþykkt munu eigendur þessa húsnæðis framvegis þurfa að leita til ráðherra ef þeir ætla að gera breytingar á fasteigninni. Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að með frumvarpinu sé verið að taka skipulagsvaldið frá borgaryfirvöldum. „Við erum kannski fyrst og fremst undrandi á þessu. Sveitarfélög hafa auðvitað sjálfstjórn og sjálfstjórnarréttur er stjórnarskrárvarinn, þannig að við teljum að ýmsu að hyggja áður en Alþingi fer að samþykkja frumvarp af þessu tagi," segir Dagur B. Eggertsson. Undir þetta tekur borgarfulltrúi sjálfstæðisflokks. „Það er alveg skýrt að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga gildir um skipulagsmál innan þeirra landamarka, og allir sem hafa unnið í sveitarstjórnarmálum virða það," segir Gísli Marteinn Baldursson. Hann segir sjálfsagt að borgin vinni með Alþingi þegar kemur að skipulagsmálum á svæðinu. Þetta sé hins vegar ekki rétta leiðin. „Forseti Alþingis er að reyna að fá það mikil völd yfir öllum málum á þessu svæði, að það er nánast eins og hún hafi þann draum að þetta verði einhverskonar fríríki, eða mætti segja í gríni að hún sé að stofna Vatíkan Íslands þarna í miðri Reykjavík."
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira