Innlent

Ekki tilbúin að gera miklar málamiðlanir

Björt framtíð er ekki tilbúin að gera miklar málamiðlanir varðandi það að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í viðtali við Heiðu Kristínu Helgadóttur, stjórnarformann flokksins, í Fréttablaðinu í dag.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að flokkurinn vilji að stjórnmálamenn og -flokkar tali hver við aðra af virðingu, flokkurinn sé ekki til í miklar málamiðlanir í hvernig auðlindum Íslands sé ráðstafað auk fyrrnefnds viðhorfs til aðildarviðræðna við ESB.

„Það hvernig stjórnmálamenn og -flokkar ræða hverjir við aðra ræður miklu um það hvort við erum fús til samstarfs. Við viljum að fólk tali saman af virðingu," segir Heiða Kristín.

Í Fréttablaðinu í morgun féll orðið „ekki" út þ.a. svo virtist sem Björt Framtíð væri tilbúin að gera miklar málamiðlanir varðandi ESB. Svo er ekki og er flokkurinn beðinn velvirðingar á mistökunum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Að hefja sig upp yfir vanvirðingu

Björt framtíð er einn þeirra nýju flokka sem bjóða fram í vor. Fréttablaðið hitti Heiðu Kristínu Helgadóttur, stjórnarformann flokksins, og fór yfir helstu málin, sem snúast helst um að breyta stjórnmálamenningunni og auka virðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×