Innlent

Myrkur í Reykjavík

Mynd/Reykjavíkurborg
Borgarbúar veltu eflaust margir fyrir sér hvers vegna slökkt var á öllum ljósastaurum í Reykjavík um níuleytið í gærkvöldi. Ástæðan var þátttaka Reykjavíkurborgar í Jarðarstundinni (e. Earth hour), alþjóðlegs gjörnings, þar sem forðast er að kveikja rafmagnsljós í eina klukkustund.

Af því tilefni var meðal annars slegið upp kertaljósatónleikum á Ingólfstorgi klukkan 20.30 þegar stundin hófst. Þar söng Ólöf Arnalds fyrir gesti og gangandi en Ólöf er tengiliður Íslendinga við verkefnið alþjóðlega.

Um 150 lönd í heiminum tóku þátt í Jarðarstundinni sem er árlegur viðburður þar sem fólk er hvatt til að hugleiða hvað það geti lagt af mörkum með tilliti til umhverfismála.

Guðrún Bergmann útskýrði tilgang Jarðarstundar fyrir borgarbúum.Mynd/Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×