Fleiri fréttir

Stúlkan heppin að brugðist var rétt við

Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítala Íslands, segir að á síðustu árum hafi komið ný og öflugri lyf í baráttunni gegn HIV-veirunni sem geri fólki kleift að lifa eðlilegu lífi. Lyfjameðferðir gangi töluvert betur nú en fyrir um það bil tíu til fimmtán árum.

"Bara þetta venjulega íslenska leiðindaveður“

"Þetta er bara þetta venjulega íslenska leiðindaveður,“ segir Einar Þór Strand, formaður Björgunarsveitarinnar Berserkir á Stykkishólmi. "Það var bara kominn tími á þetta.“

Berfættur og ölvaður skemmdarvargur handtekinn

Karlmaður var handtekinn á Ísafirði um helgina eftir að hafa valdið skemmdum á bifreiðum sem lagt hafði verið við sjúkrahúsið í bænum. Lögreglan fann manninn, sem er ungur að árum, á hlaupum í bænum, berfættur og ölvaður.

Sprengjuhótunin var gabb

Skrifleg sprengjuhótun sem barst í byggingu Árósarháskóla við Tåsingegade var gabb. Það er niðurstaða lögreglunnar á Austur-Jótlandi eftir að hafa leitað í byggingunum. Hótunin barst klukkan 7:41 að staðartíma. Á vef háskólans segir að nemendur geti nú snúið aftur til starfa.

"Við höfum ekki lent í þessu áður"

"Við höfum ekki lent í þessu áður,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um 170 lítra af landa sem fundust grafnir í jörðu í Hrunamannahreppi á dögunum.

Ekki hægt að klára stjórnarskrármálið

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur að einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Árni lýsti þessu yfir á föstudag en hann vill reyna skapa sátt um að klára einstaka hluta fyrir kosningar.

Álagið á kennara eykst

Nýjar tölur Hagstofunnar sem sýna að kennurum, leiðbeinendum og öðru starfsfólki grunnskóla fer fækkandi kemur Ólafi Loftssyni, formanni Félags grunnskólakennara ekki á óvart.

Gróf landann ofan í jörðu

Lögreglan á Selfossi fékk ábendingu um að talsvert magn af landa hefði fundist grafinn í jörðu á bæ í Hrunamannahreppi. Holan var um tveir metrar á lengd og einn metri á breidd klædd að innan með krossviði og tyrft yfir.

Umferð ekki meiri síðan metárið 2008

Akstur á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið jafn mikill tvo fyrstu mánuðina síðan metárið 2008. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst mikið í febrúar rétt einsog reyndin var með Hringveginn. Aukningin í þremur mælisviðum Vegagerðarinnar nemur 3,3 prósentum í febrúar. Aukning varð enn meiri í janúar.

Leita að vitnum að árekstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Nýbýlavegar, Þverbrekku og Ástúns í Kópavogi klukkan 10.02 miðvikudagsmorguninn 27. febrúar. Þar rákust saman dökkgrár Hyundai Getz og svartur Ford Focus, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa.

Kennarar með réttindi aldrei fleiri

Aldrei áður í mælingum Hagstofunnar hefur hlutfall kennara með kennsluréttindi mælst hærra í grunnskólum landsins. Á árunum 1998-2008 var hlutfall réttindakennara á bilinu 80-87%. Haustið 2011 voru 95,5% kennara með kennsluréttindi og síðasta haust voru 95,9% kennara með kennsluréttindi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru síðasta haust 198 manns við kennslu án kennsluréttinda og er það mikil breyting frá haustinu 2002 þegar 931 einstaklingur án réttinda vann við kennslu í grunnskólum landsins.

Óvært víða á landinu vegna óveðurs

Slæmt ferðaveður og færð er víðast hvar á Vestfjörðum. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettshálsi. Þæfingur og stórhríð er svo á Mikladal og Hálfdán en þungfært er á Kleifaheiði og Gemlufallsheiði.

Gengi breska pundsins í frjálsu falli

Breska pundið hefur verið í frjálsu falli á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum frá því um áramótin. Gengi pundsins hefur fallið um 10% gangvart krónunni á þessum tíma.

Borgarstjóri Árósa kveðst taka Gnarr til fyrirmyndar

Borgarstjórinn í Árósum er hrifinn af flutningi skrifstofu Jóns Gnarr upp í Breiðholt og íhugar að fara svipaða leið. Hann segir margt líkt með borgunum varðandi sameiningar í skólamálum. Þær hafi gefist vel í Árósum.

Segjast landlausir eftir "kjánalega“ ályktun

"Maður heyrir á mörgum að þeim finnst þeir vera landlausir eftir þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, sem kveður Evrópusinna innan Sjálfstæðisflokksins afar ósátta við ályktanir landsfundar flokksins um að hætta eigi viðræðum um að aðild að Evrópusambandinu. Benedikt gagnrýnir að í ályktun landsfundarinnar hafi fyrra orðalag um gera eigi hlé á aðildarviræðum verið breytt í að stöðva eigi viðræðurnar.

Lyfið er ekki lengur til hér á landi

Rannsókn í Englandi hefur leitt í ljós marktækt samband á milli bólusetningar gegn svínainflúensu með bóluefninu Pandemrix og drómasýki [taugasjúkdómur sem veldur svefntruflunum] hjá börnum og unglingum.

Fyrsta veislan eftir hrunið

Alþingi hélt þingmannaveislu á Hótel Sögu á laugardardagskvöld. Þangað var boðið þingmönnum og varaþingmönnum og mökum auk forseta Íslands og nokkurra embættismanna.

Met í frystingu í Neskaupstað

Fryst hafa verið 15 þúsund tonn af loðnu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað það sem af er vertíð. Um er að ræða frystingarmet en mest hafa áður verið fryst tæplega 14 þúsund tonn á loðnuvertíðinni 2005.

Telur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt

Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum.

Fleiri vilja klára stjórnarskrármál

Fjörutíu og fimm prósent landsmanna telja mikilvægt að stjórnarskrármálið verði klárað fyrir kosningar en þrjátíu og níu prósentum þykir málið ekki brýnt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem framkvæmd var í lok síðustu viku. Spurt var hversu mikilvægt það sé að Alþingi ljúki málinu fyrir komandi kosningar.

„Þetta er skemmtun fyrir börnin okkar“

Móðir tíu ára handknattleiksstúlku skrifaði í gær pistil um slæma hegðun foreldra á leik á dögunum, en meðal annars voru mótherjar stúlkunnar hvattir til að taka af henni gleraugun.

Áfengi mesti einstaki skaðvaldurinn

Tæp 80 prósent eitrana sem komu inn á borð Bráðamótttöku Landspítalans fyrstu tvö mánuði síðasta árs voru vegna misnotkunar eða sjálfsvígstilrauna.

Hnífjafnt í áfengiskönnun

Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok síðustu viku var spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að heimild verði veitt til að selja áfengi í matvöruverslunum.

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Bíll valt við Bláfjallaafleggjara og öðrum var ekið út af við Hlégarð. Þá var tilkynnt um tvær líkamsárásir í borginni.

Tveimur bjargað af þaki bifreiðar

Þyrlu landhelgisgæslunnar barst útkall um tíuleytið í gærkvöldi vegna bifreiðar sem festist í Sandavatni suður af Langjökli.

Auglýsti eftir nýra á Facebook

Fjórar bláókunnugar manneskjur hafa boðist til að gefa konu nýra eftir að hún auglýsti eftir því á Facebook. Hún hefur verið bundin við blóðskilunarvél í þrjú ár og þráir ekkert heitara en frelsið.

Vill klára málið eftir kosningar

Árni Páll Árnason leggur til að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið.

Toyota greiði 93 milljónir

Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag gegn Toyota, á þann veg, að félaginu hafi verið óheimilt að draga vexti af lánum frá rekstrartekjum við útreikning hagnaðar, og draga með því fjárhæðir frá skatti. Niðurstaðan, Toyota greiði 93 milljónir í ríkissjóð.

Gullæð skáldsins fundin

Í rúma öld hafa Íslendingar reglulega gert út vísindamenn til að grafast fyrir um það hvort gull sé hér að finna í vinnanlegu magni. Lengi var talið að svo væri ekki en saga gullleitar á Íslandi er þó bæði litríkari og með meiri ólíkindum en margan grunar

Gefumst ekkert upp fyrir þessu

Fnykur af rotnandi síld og hreistur á gluggum hefur gert bændunum Bjarna Sigurbjörnssyni og Guðrúnu Lilju Arnórsdóttur á Eiði í Kolgrafafirði lífið leitt undanfarnar vikur. Fréttablaðsfólk er þess albúið að grípa fyrir vitin þegar það stígur úr bílnum á h

Víða opið á skíðasvæðum

Á meðan skíðasvæðin fyrir sunnan eru lokuð vegna hláku er fínasta skíðafæri annars staðar á landinu.

Sjá næstu 50 fréttir