Fleiri fréttir

Mistókst að móta stefnu um raflínur

Nefnd sem móta átti stefnu um lagningu raflína í jörð tókst ekki að ná samstöðu um stefnumótun í málaflokknum. Landsnet stefnir að því að leggjast í mikla uppbyggingu á flutningskerfi raforku á næstu árum en ekki hefur fengist botn í deilur um jarðstrengi

Hvíta húsið fékk flesta Lúðra

Auglýsingastofan Hvíta húsið fékk flest verðlaun á hinni árlegu afhendingu Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn

Fátækt er ekki aumingjaskapur

Fátækt er ekki aumingjaskapur, segir fulltrúi hóps sem í dag kynnti tillögur til að vinna gegn fátækt. Ein leiðin er að foreldrar undir tekjuviðmiðum fái barnabætur með ungmennum til tvítugs, að því gefnu að þau stundi nám.

Steranotkun í undirheimum hefur áhrif á störf lögreglu

Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir ljóst að steranotkun hafi breytt framferði manna í undirheimum. Nú síðast í dag var mikið magn stera handlagt af Tollgæslunni. Þar reyndi maður tæplega sjötugan karlmann sem reyndi að komast hátt í 70 þúsund skömmtum af sterum inn í landið.

Hlutfall olíu talið 80% á Jan Mayen-svæðinu

Olíustofnun Noregs telur að 80 prósent kolvetnisauðlinda við Jan Mayen séu olía og aðeins 20 prósent gas, öfugt við það sem talið hefur verið til þessa. Stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir þetta mjög góðar fréttir og þá telur hann íslenska hluta svæðisins ívið betri en þann norska. Tveim mánuðum eftir að íslensk stjórnvöld úthlutuðu fyrstu sérleyfunum á Jan Mayen-hryggnum birtir Olíustofnun Noregs fyrsta opinbera matið á auðlindum svæðisins, þess efnis að Noregsmegin megi gera ráð fyrir að finnst allt frá engri olíu og upp í fjóra milljarða tunna.

Flestir treysta Sigmundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er sá stjórnmálaleiðtogi sem menn treysta best til að leiða næstu ríkisstjórn.

Banaslys í Skagafirði

Einn lést þegar bíll ók út af veginum við Norðurárdal í Skagafirði á þriðja tímanum í dag. Þrír til viðbótar voru í bílnum en ekki er vitað um meiðsl þeirra, einn af þeim er þó alvarlega slasaður.

Davíð Þór vill embætti prests í Hafnarfirði

Ellefu sóttu um embætti prests í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Frestur til að sækja um rann út þann 18. febrúar s.l. Embættið veitist frá 1. apríl 2013. Meðal þeirra sem sóttu um var guðfræðingurinn, grínistinn og rithöfundurinn Davíð Þór Jónsson. Þá vekur einnig athygli að sjö konur sækja um starfið á móti fjórum karlmönnum.

Bjóða þingmönnum upp á bjór

Í tilefni þess að 24 ár eru liðin frá því að sala bjórs var gerð heimil á Íslandi býður Stúdentakjallarinn öllum þeim þingmönnum sem sæti áttu á Alþingi 1. mars 1989 upp á einn ískaldan.

Ætla að hefja strandsiglingar að nýju

Ögmundur Jónasson innanríkisráherra lagði í dag tillögu fyrir ríkisstjórn um að hefja útboð fyrir strandsiglingar og fól ríkisstjórnin innanríkisráðherra og fjármálaráherra framkvæmd útboðsins þannig að strandsiglingar gætu hafist síðar á þessu ári.

Steramaður stöðvaður í Leifsstöð

Tollgæslan stöðvaði tæplega sjötugan karlmann nýverið í Leifsstöð við komu hans til landsins vegna gruns um að hann væri með ólögleg lyf meðferðis. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því maðurinn var með um 70 þúsund skammta af sterum og fleiri ólöglegum lyfjum í farangri sínum. Um var að ræða töflur, ambúlur, lyfjatúbur, svo og sprautunálar.

Illugi óánægður með fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins

"Ég er auðvitað ekkert ánægður með það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli lækka í fylgi,“ segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ný könnun sem birtist í morgun bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé einungis með 29% fylgi. Framsóknarflokkurinn sé með 26,1% fylgi en aðrir flokkar með minna.

Sígarettuþjófur í átta mánaða fangelsi

Karlmaður var dæmdir í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að brjótast inn í söluskála í Reykjanesbæ í september og stela þaðan 12 sígarettupökkum. Maðurinn hefur fimmtán sinnum verið gerð refsing fyrir brot á hegningarlögum síðan árið 1999.

Bleiklitaðir slökkviliðsmenn fögnuðu Mottumars

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna standa í dag fyrir formlegu upphafi Mottumars-átaksins í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn um allt land ætla að klæðast bleikum bolum í starfi á meðan átakið stendur yfir til að vekja athygli á málstaðnum.

Tíu mánaða fangelsi fyrir að hóta lögreglumönnum

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir það að hafa hótað tveimur lögreglumönnum í ágúst síðastliðnum með því að segjast ætla að blóðga sig og smita þá með lifrarbólgu ef lögreglumennirnir reyndu að nálgast hann.

Sigmundur Davíð: Raunhæfur möguleiki á að hafa veruleg áhrif

"Ég vona að þetta sé tilkomið vegna þess að fólk hefur trú á við náum árangri og getum gert hlutina vel,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, en flokkurinn er mælast með 26,1 prósent í könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag.

Féll niður þrjá metra

Vinnuslys varð í fiskvinnslufyrirtækinu Stofnfiski í Vogum, þegar starfsmaður var að skipta um útloftsbarka í um þriggja metra hæð. Maðurinn stóð í stiga sem rann skyndilega undan honum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á stálröri. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á slysstað. Í ljós kom, þegar maðurinn hafði verið fluttur til aðhlynningar og skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að hann var með brotin rifbein auk þess sem annað lunga hans hafði lagst saman.

Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi

"Það er greinilega allt á fleygiferð,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag.

Bjórinn leyfður fyrir 24 árum síðan - Menn héldu að fólk yrði óvinnufært

"Það var mjög hart tekist á um þetta og eins og sést á ummælunum þá voru mörg stór orð notuð. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann og fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju en staðreyndin er hinsvegar sú að drykkjumenningin hefur batnað ef eitthvað er," segir Davíð Þorláksson, formaður sambands ungra sjálfstæðismanna.

Vilja innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum hér

Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda.

Staða efstu landa lítið breyst

Ísland heldur fjórða sæti með 8,17 í upplýsingatæknieinkunn hjá Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU-International Telecommunication Union), einni af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Í nýbirtri skýrslu kemur fram að staða fimm efstu þjóða sé óbreytt á milli ára. Í efsta sæti er Suður-Kórea með 8,56 í einkunn.

Kerry vill ráðgjöf Íslendinga

Össur Skarphéðinsson ræddi við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í fyrrakvöld.

Stjórnarskrárfrumvarpið afgreitt úr nefnd

Stjórnskipunar- og efnahagsnefnd Alþingis afgreiddi nefndarálit meirihlutans um nýtt stjórnarskrárfrumvarp í gærkvöldi, eftir að margar orðalagsbreytingar voru gerðar á því. Það er því tilbúið til þess að komast á dagskrá þingsins.

Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu

Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum.

Flestir gestir í flugi útlendingar

Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar meira en tvöfalt fleiri í fyrra en þeir voru árið 2007. Farþegar ferjunnar voru 6.535 í fyrra en 3.088 árið 2007. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Búið að auglýsa eftir verktökum

Evrópusambandið (ESB) hefur óskað eftir því að Þróunarsamvinnustofnun Íslands leiði jarðhitaleit í Afríku á landamærum Búrúndí, Rúanda og Austur-Kongó. Er þetta gert í kjölfar ákvörðunar ESB um að fjármagna jarðhitaleitina.

Bíða eftir útburði úr hitalausum íbúðum

Íbúar í Vesturvör 27 í Kópavogi segjast nú bíða þess að verða varpað á dyr með allt sitt án þess að eiga í önnur hús að venda. Drómi keypti húsið í fyrra og hyggst rífa það niður. Íbúarnir segja heita vatnið ítrekað hafa verið tekið af húsinu í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir