Innlent

Tveimur meðlimum Hells Angels vísað úr landi

Tveir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn og síðan vísað úr landi.Mennirnir tveir voru hingað komnir vegna tveggja ára afmælishátíðar vélhjólagengisins Hells Angels hér á landi, sem fram fór um helgina. Annar þeirra er verðandi meðlimur Hells Angels í Rúmeníu, en hinn fullgildur meðlimur HA- klúbbs í Noregi.Lögreglan á Suðurnesjum handtók mennina og tók Útlendingastofnun síðan ákvörðun um að frávísa þeim, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.