Ekki hægt að klára stjórnarskrármálið 4. mars 2013 12:09 Árni Páll Árnason. Vinstri Grænir eru tilbúnir til viðræðna um að fresta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar gegn því að nokkrir kaflar verði afgreiddir á þessu kjörtímabili. Formaður flokksins segir mikilvægt að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur að einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Árni lýsti þessu yfir á laugardag en hann vill reyna skapa sátt um að klára einstaka hluta fyrir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist tilbúin til viðræðna um málið. „Helst hefðum við viljað ljúka því núna og ef þetta væri eðlilegt þing í eðlilegri lengd þá ætti það ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því miðað við hversu langt málið er komið. en núna er eiginlega tímapunkturinn sá að þarf að setjast niður og kanna hver afstaða manna er til þess að klára einstaka hluta og ég er þegar búin að nefna ákveðna hluta og ég er þegar búin að nefna auðlindaákvæðið og beina lýðræðið og fleiri mál og mér finnst mjög mikilvægt að við notum tímann núna til þess að kanna hvaða samhljóm flokkarnir geta fundið í því," segir Katrín. Mikilvægt sé að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. „Það liggur fyrir að stjórnarskráin verður ekki samþykkt - þó að hún verði samþykkt öll núna - þá þyrfti að samþykkja hana aftur á nýju þingi - það þarf að sjá fyrir endann á ferlinu. það skiptir máli að það sé sett einhver lína um það hvernig við ætlum að ljúka málinu á nýju þingi," segir Árni Páll. Ekki er útilokað að Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, leggi fram vantrausttillögu á ríkisstjórna í dag en Hreyfingin vill klára málið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins ætla að funda um málið eftir hádegi. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinar, var gestur í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég mun ekki styðja það að þetta verði bútað niður. þetta er heildstætt plagg, í raun og veru, ef menn hafa ekki tíma. það krefst miklu meiri yfirlegu að fara að búta þetta niður. þetta er heild, þetta var hugsað sem heild og það er búið að vinna þetta allan tímann sem heild, og þetta bara áa ðvera heild," segir Margrét. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Vinstri Grænir eru tilbúnir til viðræðna um að fresta heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar gegn því að nokkrir kaflar verði afgreiddir á þessu kjörtímabili. Formaður flokksins segir mikilvægt að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur að einsýnt að ekki verði hægt að klára stjórnarskrármálið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Árni lýsti þessu yfir á laugardag en hann vill reyna skapa sátt um að klára einstaka hluta fyrir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist tilbúin til viðræðna um málið. „Helst hefðum við viljað ljúka því núna og ef þetta væri eðlilegt þing í eðlilegri lengd þá ætti það ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því miðað við hversu langt málið er komið. en núna er eiginlega tímapunkturinn sá að þarf að setjast niður og kanna hver afstaða manna er til þess að klára einstaka hluta og ég er þegar búin að nefna ákveðna hluta og ég er þegar búin að nefna auðlindaákvæðið og beina lýðræðið og fleiri mál og mér finnst mjög mikilvægt að við notum tímann núna til þess að kanna hvaða samhljóm flokkarnir geta fundið í því," segir Katrín. Mikilvægt sé að skapa sátt um framhald málsins á næsta kjörtímabili. „Það liggur fyrir að stjórnarskráin verður ekki samþykkt - þó að hún verði samþykkt öll núna - þá þyrfti að samþykkja hana aftur á nýju þingi - það þarf að sjá fyrir endann á ferlinu. það skiptir máli að það sé sett einhver lína um það hvernig við ætlum að ljúka málinu á nýju þingi," segir Árni Páll. Ekki er útilokað að Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, leggi fram vantrausttillögu á ríkisstjórna í dag en Hreyfingin vill klára málið í heild sinni á þessu kjörtímabili. Þingmenn flokksins ætla að funda um málið eftir hádegi. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinar, var gestur í þættinum í Bítið á Bylgjunni í morgun. „Ég mun ekki styðja það að þetta verði bútað niður. þetta er heildstætt plagg, í raun og veru, ef menn hafa ekki tíma. það krefst miklu meiri yfirlegu að fara að búta þetta niður. þetta er heild, þetta var hugsað sem heild og það er búið að vinna þetta allan tímann sem heild, og þetta bara áa ðvera heild," segir Margrét.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira