Fleiri fréttir

Ölvaður ökumaður ók á hús í Hafnarfirði

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðinugm að bíllinn fór í gegnum grindverk um húsagarð, og hafnaði á húsinu.

Tveir ungir menn enn í haldi á Akureyri eftir fólskulega líkamsárás

Tveir ungir karlmenn sitja enn í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að þeir voru handteknir á Skagaströnd um hádegisbil í gær, grunaðir um að hafa undir morgun ráðist inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veitt honum alvarlega höfuðáverka.

Konan sem hrapaði í Esjunni er látin

Kona , sem hrapaði í hlíðum Esjunnar um miðjan dag í gær, var úrskurðuð látin þegar björgunarmenn komust með hana niður á láglendi í gærkvöldi eftir fjölmennan og hættulegan leiðangur.

Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns

Nítján ára piltur braust við annan mann inn til afa síns á Skagaströnd og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur frændum hans. Piltarnir voru enn í haldi í gærkvöldi.

Margar erfðabreyttar matvörur ómerktar

Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski.

Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaðir um alvarlega líkamsárás á heimili á Skagaströnd snemma í morgun. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Vísi.

Björgunarmenn komnir niður með konuna

Búið er að flytja göngukonuna sem slasaðist í Esju fyrr í dag í sjúkrabíl, en fjallamenn björgunarsveitanna komu niður að vegi rétt í þessu.

Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár

"Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey.

Komnir á slysstað í Esju

Björgunarmenn í Esju hafa nú náð til göngukonunnar sem hrapaði og þeirra samferðamanna hennar sem biðu á slysstaðnum.

Alvarlegt slys í Esju

Slökkvilið og björgunarsveitir eru nú að störfum í Esju þar sem kona liggur slösuð eftir fall.

Farið fram á gæsluvarðhald í skotárásarmáli

Þremur af þeim fjórum sem lögregla handtók í tengslum við skotárás á Eyrarbakka í gærmorgun var sleppt seint í gærkvöldi. Lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra sem kom að árásinni.

Er framlag Íslands í Eurovision stolið?

"Lag sem samið er í hefðbundnum þjóðlagastíl, svo ég tali nú ekki um þegar það er í stíl sem er jafn margreyndur og hinn keltneski, og lagið heldur fast í hönd hins hefðbundna, þá er náttúrulega voðinn vís,“ segir hljómlistarmaðurinn Magnús Kjartansson í kjölfar umræðu um að framlag Íslendinga til Eurovision-keppninnar sé stolið lag.

Opið í Skálafelli og Bláfjöllum

Í dag er fyrsti opnunardagur í Skálafelli þennan veturinn en þar, og í Bláfjöllum, opnaði núna klukkan tíu og verður opið til fimm í dag.

Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí

Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson.

Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita

Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld.

Meintur fíkniefnasmyglari laus úr fangelsi

Einn fimmmenninganna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, er laus úr haldi. Manninum, sem er á þrítugsaldri og var handtekinn í byrjun vikunnar, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöld.

Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells

Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið.

Brotist inn á aðgang 250 þúsund Twitter notenda

Brotist var inn á síður 250 þúsund Twitternotenda í umsvifamiklu netsvindli. Bob Lord, talsmaður öryggismála hjá Twitter, segir að notendanöfnum hafi verið stolið, sem og lykilorðum og öðrum gögnum.

Nýjum formanni fagnað

Árni Páll Árnason er nýr formaður Samfylkingarinnar og það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar úrslitum var lýst í formannskjöri rétt fyrir hádegi í dag. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum til að fanga augnablikið.

Nóg að gera hjá lögreglu

Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vaktin hafi verið mjög erilsöm. Tilkynnt var um fimm líkamsárásir í miðbænum.

Formaður kynntur í dag

Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kynntur á landsfundi Samfylkingarinnar á Hlíðarenda í dag, en er úrslitin verða kunngjörð klukkan háltólf fyrir hádegi.

Stúlkubarnið fannst í Íslendingahverfi

„Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun.

Ekki kynferðisbrot ef tilgangur var að meiða

Fjórir dómarar við Hæstarétt komust að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm konu væri ekki kynferðisbrot. Ástæðan er sú að ásetningur hafi aðeins verið að meiða fórnarlambið. Það teljist því líkamsárás.

Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma

Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn.

Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp

Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum.

Sterkt kvótaþing helsta breytingin

Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er.

Icesave skýrir fylgismun milli kannana

Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag.

Bensínfóturinn þungur á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Harpan tilnefnd til virtra arkitektaverðlauna

Harpa hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna -European Union Prize for Contemporary Architecture-Mies van der Rohe Award 2013 samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Hörpu.

Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu

Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum.

Björt framtíð tekur risastökk samkvæmt Gallup

Verulegar breytingar eru á fylgi flokkanna frá síðasta mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þar kemur fram að tæplega 19% segjast myndu kjósa Bjarta framtíð færu kosningar til Alþingis fram í dag og er þetta aukning um sjö prósentustig milli mánaða. Flokkurinn fengi þannig næstmest fylgi yrðu þetta úrslit kosninga.

Sjá næstu 50 fréttir