Fleiri fréttir Svarbréf Sveins kynnt forsætisnefnd Alþingis Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefur svarað bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem hún sendi honum á dögunum. Svarbréfið var kynnt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun. Efni þess hefur ekki verið birt opinberlega. 8.10.2012 16:22 Fimmtán ára í skilríkjasvindli Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þá er pilturinn, sem um ræðir, fimmtán ára gamall. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti. 8.10.2012 15:45 Ætlar að passa barnabarnið og sjá Djúpið "Ég er að fara að passa barnabarnið mitt á morgun,“ svarar Sigrún Stefánsdóttir, sem sagði upp störfum sem dagskrástjóri hjá RÚV í dag og hætti samstundis, þegar hún er spurð hvað taki nú við. Hún bætir við að hún ætli sér að fara í bíó. "Ég er að fara á Djúpið, en ég hef ekki haft tíma til þess að sjá hana,“ bætir hún við. 8.10.2012 15:32 Tæplega 50 ökumenn óku of hratt nálægt leikskóla Brot 49 ökumanna voru mynduð á Nauthólsvegi í Reykjavík á föstudaginn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í norðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 296 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í fimmtungur ökumanna, eða 17 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. 8.10.2012 14:56 Sigrún Stefánsdóttir hætt á RÚV Sigrún Stefánsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá og með deginum í dag. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að mikill missir sé af Sigrúnu enda hafi hún staðið sig vel í starfi sínu síðustu tvö ár. Staðan verður auglýst síðar í vikunni. 8.10.2012 14:40 Tókst ekki að brjóta öryggisgler Brotist var inn í fyrirtæki í Keflavík um helgina og þaðan stolið tölvu. Þjófarnir komust inn um glugga með því að rífa upp stormjárn. 8.10.2012 14:29 Óviðræðuhæfur eftir sveppaát Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í gær. 8.10.2012 14:24 Ekki kjósa! - bandaríska útgáfan Það er óhætt að segja að auglýsing sem Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út, hafi vakið athygli á netinu. Í myndskeiðinu er minnt á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 8.10.2012 13:53 Fyrsta mark Grétars Rafns tryggði Kayserispor þrjú stig Grétar Rafn Steinsson opnaði markareikning sinn hjá tyrkneska félaginu Kayserispor í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Mersin. Kayserispor vann leikinn 2-1 en hann var spilaður á heimavelli Kayserispor. 8.10.2012 12:45 Gunnlaugur kærir frávísun til Hæstaréttar Gunnlaugur Sigmundsson hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hluta af meiðyrðamáli hans gegn Teiti Atlasyni til Hæstaréttar. 8.10.2012 12:11 Forsprakki Outlaws ennþá laus en þrír sæta gæsluvarðhaldi Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws-samtakanna, mun ekki sæta gæsluvarðhaldi, en Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Aðrir þrír félaga í Outlaws sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í gæsluvarðhald til 11. október munu hins vegar sæta gæsluvarðhaldi. 8.10.2012 12:08 Yfir 20 milljónir söfnuðust í Göngum til góðs Rauði krossinn áætlar að um 20 til 25 milljónir hafi safnast í átakinu Göngum til góðs, sem fór fram um helgina. Rúmlega tvö þúsund og fjögur hundruð sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnuninni. 8.10.2012 11:42 Ekki kjósa! Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út nýtt myndskeið þar sem minnt er á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í myndskeiðinu koma fram allir helstu listamenn sem vakð hafa athygli að undanförnu, svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson, Benedikt Erlingsson og fleiri. 8.10.2012 11:37 Með skotfæri í farangrinum Öryggisgæslan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna skotfæra sem fram höfðu komið við skimun á farangri. 8.10.2012 11:21 Með 29 ketti, tvo hunda og þrjá páfagauka á heimilinu Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti nýverið heimili í umdæminu í kjölfar þess að kvartanir höfðu borist vegna hunda- og kattahalds þar og óþrifnaðar sem af dýrahaldinu hlytist. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar inn var komið reyndist þar fyrir fjöldi katta, tveir hundar og þrír páfagaukar í búri. 8.10.2012 11:15 Brennuvargur í gæsluvarðhald - grunaður um að hafa kveikt í Kaffi Krús Maður, sem grunaður er um að hafa undanfarna mánuði kveikt í bréfum hér og þar á Selfossi, hefur verið úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn segir að mikil hætta hafi skapast í nokkrum tilvikum. 8.10.2012 11:10 Sérsveitin aðstoðaði við húsleit Húsleit var framkvæmd í íbúðarhúsi á Selfossi síðastliðinn föstudag hjá einstaklingum sem grunaðir voru um að hafa í fórum sínum fíkniefni. 8.10.2012 10:48 Bæjarstjórnin kannar hvort viðskipti við bankann verði færð Bæjarstjórnin í Garði á Reykjanesi hefur falið bæjarstjóra að kanna nú þegar hvaða möguleikar eru í boði varðandi bankaviðskipti bæjarfélagsins til framtíðar, en bærinn hefur verið í viðskiptum við Landsbankann um árabil. Ástæðan er sú að bankinn dró verulega úr þjónustu við íbúa bæjarins nýverið með því að fækka afgreiðsludögum í útibúinu þar niður í tvo daga í viku og tvær klukkustundir hvorn dag. Bæjarstjóra var líka falið að kanna nýjar leiðir til að hámarka ávöxtun Framtíðarsjóðs bæjarins, sem Landsbankinn hefur annast til þessa. Báðar tillögurnar voru samþykktar samhljóða.- 8.10.2012 10:17 Milljarðahagnaður bankanna á verðbólgunni Íslensku bankarnir hafa síðustu tólf mánuði hagnast um 8,9 milljarða af verðtryggingunni, án þess að gera neitt. Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter í Bretlandi, bendir á þetta á facebooksíðu sinni. Hann vísar í nýja skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika þar sem fram kemur að verðtryggingarmisvægi viðskiptabankanna er jákvætt um 208 milljarða króna. 8.10.2012 10:05 Fleiri konur kusu í síðustu forsetakosningum Töluvert fleiri konur greiddu atkvæði í síðustu forsetakosningum en karlar. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á Hagstofunni í morgun. Kosningaþátttaka karla var 65,8% en kosningaþátttaka kvenna var 72,7%. Alls greiddu 69,3% landsmanna atkvæði. Eins og fram hefur komið í sumar var hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var óvenjuhátt eða 23,4%, en það skýrist meðal annars af því að kosningarnar fóru fram fyrstu helgina í júlí. Það er ein mesta ferðahelgi ársins. 8.10.2012 09:23 Ungir Vinstri grænir vilja píkusafn Landsfundur Ungra vinstri grænna, sem haldinn var um helgina, tekur undir hugmyndir íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ um að opna píkusafn í sveitarfélaginu, í stað villidýrasafns. 8.10.2012 07:16 Tvær bílveltur í Vatnsskarði Engin slasaðist alvarlega í tveimur bílveltum á Vatnsskarði á Norðurlandsvegi í gærkvöldi, í mikilli ísingu, sem myndaðist í slydduéljum þar á veginum. 8.10.2012 07:02 Hafrannsóknarskip landaði ónýtum afla Henda varð megninu af afla Hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hann landaði á Austfjörðum í síðustu viku, þar sem fiskurinn var stór skemmdur vegna slæmrar meðferðar um borð. 8.10.2012 06:53 Færð á heiðum spilltist í gær Krapasnjór var á Holtavörðuheiði í gær og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir voru á Bröttubrekku, Fróðárheiði, Vatnsskarði og Þverárfalli. Snjóþekja var einnig á flestum fjallvegum á Vestfjörðum. 8.10.2012 06:00 Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís Viðskipti Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut 8.10.2012 00:00 Vilja ekki sitja saklaus uppi með málskostnað Tveir starfsmenn Kópavogsbæjar sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs í hruninu og sýknaðir voru af ákæru um ólöglega lánveitingu úr sjóðnum til bæjarins sitja uppi með hundruð þúsunda króna málskostnað umfram dæmdar málsvarnarbætur. Þeir vilja að lífeyrissjóðurinn greiði mismuninn. 8.10.2012 00:00 Bólusetning kom í veg fyrir 20.000 svínaflensusýkingar Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu veturinn 2009/2010 komið í veg fyrir 20 þúsund sýkingar hið minnsta, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall. 8.10.2012 00:00 Flúði til skrifta undan málþófi Undanfarið ár hef ég nýtt lausan tíma, samhliða öðrum störfum, til að skrifa – til dæmis undir málþófi,? segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sem í dag gefur út bókina Við stöndum á tímamótum. ?Maður má reyndar ekki vera með tölvu inni í þingsal en það var ágætt að fara stundum inn í hliðarherbergin og skrifa.? 8.10.2012 00:00 Frásögnum um ofbeldi verður fylgt eftir Könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007 sýnir að hátt hlutfall barnanna segist hafa orðið fyrir ofbeldi á meðal dvöl þeirra stóð. Barnaverndarstofa tekur niðurstöðurnar alvarlega og hyggst fylgja þeim eftir með framhaldsrannsókn. Alls sögðust 14% barnanna hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi starfsmanns og um 20% af hendi annarra barna í meðferðinni. 8.10.2012 00:00 Landvernd vill stöðva framkvæmdir Stjórn Landverndar fer fram á að Landsvirkjun stöðvi strax framkvæmdir fyrirtækisins við Bjarnarflag þar sem fyrirhugað er að reisa 45 megavatta jarðvarmavirkjun. Nauðsynlegt sé að bíða þess að Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hafi verið samþykkt á Alþingi. Einnig fer Landvernd fram á að nýtt umhverfismat vegna virkjunarinnar verði unnið enda sé það sem liggur fyrir að verða tíu ára gamalt. 8.10.2012 00:00 Freyja býður sig fram til þings Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Freyja stefnir á að bjóða starfskrafta sína í Kraganum, eða SV-kjördæmi, en ákvörðun um skipun á lista liggur ekki fyrir frá hendi stjórnar flokksins. 8.10.2012 00:00 Lognið á eftir storminum Hrunið hleypti öllu upp í íslenskri pólitík. Fólk þurfti að tapa peningum til að það léti í sér heyra, en þá gerði það líka svo um munaði. Það flykktist út á götur og mótmælti og lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjölda í fyrsta skipti síðan við inngöngu Íslands í NATO árið 1949. 8.10.2012 00:00 Vindpokarnir verða til á Vopnafirði Vindpokar allra flugvalla á Íslandi eru saumaðir í þorpi á Austurlandi, og pokarnir fyrir Keflavíkurflugvöll eru hafðir mun stærri en pokar annarra valla. Þeir eru helsta tákn flugvalla, og segja flugmönnum með einföldum hætti hvaðan vindurinn blæs og gefa einnig vísbendingu um vindstyrk. Við pælum hins vegar sjaldnast í því hvaðan þeir koma, - höldum kannski að þeir séu sendnir tilsniðnir til landsins frá Alþjóðaflugmálastofnuninni. 7.10.2012 19:45 Karolina Fund - Nýsköpun í krafti fjöldans Almenningur getur nú lagt lóð sín á vogarskálar íslenskra listamanna og sprotafyrirtækja. Spáný íslensk vefsíða vill virkja áhuga evrópubúa á íslenskri nýsköpun með hópfjármögnun. 7.10.2012 19:26 Langþreytt á sóðaskap miðbæjargesta Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að fjölga þurfi almenningssalernum í miðborginni og fara betur eftir lögreglusamþykkt borgarinnar sem bannar þvaglát á almannafæri. Fréttastofa fann fjögur almenningssalerni í miðbænum í dag, en eitt þeirra var bilað. 7.10.2012 18:29 Segir Landsvirkjun nota gloppu í skipulagslögum Landsvirkjun hefur laumast til að hefja framkvæmdir við Mývatn án leyfis. Þetta fullyrðir formaður Landverndar sem vill að framkvæmdir verði stöðvaðar þegar í stað. Forstjóri Landsvirkjunar segir málið misskilning. 7.10.2012 18:15 "Við erum ekki stödd í Rússlandi“ "Ég finn fyrir stuðningi, fólkið í kjördæminu vill að ég sækist eftir sætinu og ég tel það vera best fyrir flokkinn að ég geri það.“ 7.10.2012 17:42 Varað við ísingu Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Engin slys urðu á fólki. Mikil ísing er á heiðinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hefur snjóað þó nokkuð í dag. 7.10.2012 16:52 Vilja stöðva framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi. 7.10.2012 13:04 Fann sig knúinn til að fara út í pólitík Nýr formaður Samstöðu, flokks sem Lilja Mósesdóttir stofnaði, ætlaði aldrei að koma nálægt stjórnmálum en fann sig knúinn til þess í núverandi ástandi. Hann segir mikið verk vera að vinna sérstaklega í skuldavanda þjóðarinnar. 7.10.2012 12:44 "Við höfum misst fókusinn“ Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árni sækist nú eftir stöðu formanns í Samfylkingunni en hann ræddi við Sigurjón M. Egilsson um landspólitíkina, aðildarviðræður við ESB og framtíðarsýn Samfylkingarinnar. 7.10.2012 12:11 Skepnur suðursins villta fékk Gullna Lundann Verðlaunaafhending á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Gullni Lundinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, voru veitt myndinni Skepnur suðursins villta eða Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin. 7.10.2012 11:00 Ófremdarástand á sjúkrahúsinu á Akureyri Brýn þörf er fyrir endurnýjun margra veigamikilla tækja á Sjúkrahúsinu á Akureyri að sögn Sigurðar E. Sigurðarsonar framkvæmdastjóra lækninga. 7.10.2012 10:30 Brann til kaldra kola á Hellisheiði Mikil ísing myndaðist á Hellisheiði í nótt. Minniháttar meiðsl urðu á fólki þegar bíll valt þar í nótt og brann til kaldra kola. 7.10.2012 09:40 Rassskellti þrjá menn með frumskógarsveðju Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar og verslunareigendur í borginni eru orðnir langþreyttir á því að þurfa sápuþvo innganga og skot eftir næturbrölt gesta í miðborginni. Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt. Á sjötta tímanum í nótt brast þolinmæðin hjá einum íbúa þegar þrír menn köstuðu af sér vatni við hans. Mennirnir migu ofan í kjallaraglugga að svefnherbergi hans. Þá hljóp íbúinn út með frumskógarsveðju í hendi og rassskellti mennina með sveðjunni. Í þokkabót var íbúinn kviknakinn en að lokinni rassskellingunni hvarf hann aftur inn í húsið. Sveðjumaðurinn var handtekinn og gefur nú skýrslu hjá lögreglu þar sem honum gafst kostur á að skýra háttsemi sína. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var honum gefinn kostur á að bregða á sig klæði áður en hann var fluttur á lögreglustöðina. 7.10.2012 09:25 Sjá næstu 50 fréttir
Svarbréf Sveins kynnt forsætisnefnd Alþingis Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefur svarað bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem hún sendi honum á dögunum. Svarbréfið var kynnt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun. Efni þess hefur ekki verið birt opinberlega. 8.10.2012 16:22
Fimmtán ára í skilríkjasvindli Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þá er pilturinn, sem um ræðir, fimmtán ára gamall. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti. 8.10.2012 15:45
Ætlar að passa barnabarnið og sjá Djúpið "Ég er að fara að passa barnabarnið mitt á morgun,“ svarar Sigrún Stefánsdóttir, sem sagði upp störfum sem dagskrástjóri hjá RÚV í dag og hætti samstundis, þegar hún er spurð hvað taki nú við. Hún bætir við að hún ætli sér að fara í bíó. "Ég er að fara á Djúpið, en ég hef ekki haft tíma til þess að sjá hana,“ bætir hún við. 8.10.2012 15:32
Tæplega 50 ökumenn óku of hratt nálægt leikskóla Brot 49 ökumanna voru mynduð á Nauthólsvegi í Reykjavík á föstudaginn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í norðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 296 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í fimmtungur ökumanna, eða 17 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. 8.10.2012 14:56
Sigrún Stefánsdóttir hætt á RÚV Sigrún Stefánsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá og með deginum í dag. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að mikill missir sé af Sigrúnu enda hafi hún staðið sig vel í starfi sínu síðustu tvö ár. Staðan verður auglýst síðar í vikunni. 8.10.2012 14:40
Tókst ekki að brjóta öryggisgler Brotist var inn í fyrirtæki í Keflavík um helgina og þaðan stolið tölvu. Þjófarnir komust inn um glugga með því að rífa upp stormjárn. 8.10.2012 14:29
Óviðræðuhæfur eftir sveppaát Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í gær. 8.10.2012 14:24
Ekki kjósa! - bandaríska útgáfan Það er óhætt að segja að auglýsing sem Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út, hafi vakið athygli á netinu. Í myndskeiðinu er minnt á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 8.10.2012 13:53
Fyrsta mark Grétars Rafns tryggði Kayserispor þrjú stig Grétar Rafn Steinsson opnaði markareikning sinn hjá tyrkneska félaginu Kayserispor í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Mersin. Kayserispor vann leikinn 2-1 en hann var spilaður á heimavelli Kayserispor. 8.10.2012 12:45
Gunnlaugur kærir frávísun til Hæstaréttar Gunnlaugur Sigmundsson hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hluta af meiðyrðamáli hans gegn Teiti Atlasyni til Hæstaréttar. 8.10.2012 12:11
Forsprakki Outlaws ennþá laus en þrír sæta gæsluvarðhaldi Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws-samtakanna, mun ekki sæta gæsluvarðhaldi, en Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Aðrir þrír félaga í Outlaws sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í gæsluvarðhald til 11. október munu hins vegar sæta gæsluvarðhaldi. 8.10.2012 12:08
Yfir 20 milljónir söfnuðust í Göngum til góðs Rauði krossinn áætlar að um 20 til 25 milljónir hafi safnast í átakinu Göngum til góðs, sem fór fram um helgina. Rúmlega tvö þúsund og fjögur hundruð sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnuninni. 8.10.2012 11:42
Ekki kjósa! Stjórnarskrárfélagið hefur gefið út nýtt myndskeið þar sem minnt er á mikilvægi þess að menn taki afstöðu þann 20. október næstkomandi þegar atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í myndskeiðinu koma fram allir helstu listamenn sem vakð hafa athygli að undanförnu, svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson, Benedikt Erlingsson og fleiri. 8.10.2012 11:37
Með skotfæri í farangrinum Öryggisgæslan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna skotfæra sem fram höfðu komið við skimun á farangri. 8.10.2012 11:21
Með 29 ketti, tvo hunda og þrjá páfagauka á heimilinu Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti nýverið heimili í umdæminu í kjölfar þess að kvartanir höfðu borist vegna hunda- og kattahalds þar og óþrifnaðar sem af dýrahaldinu hlytist. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar inn var komið reyndist þar fyrir fjöldi katta, tveir hundar og þrír páfagaukar í búri. 8.10.2012 11:15
Brennuvargur í gæsluvarðhald - grunaður um að hafa kveikt í Kaffi Krús Maður, sem grunaður er um að hafa undanfarna mánuði kveikt í bréfum hér og þar á Selfossi, hefur verið úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn segir að mikil hætta hafi skapast í nokkrum tilvikum. 8.10.2012 11:10
Sérsveitin aðstoðaði við húsleit Húsleit var framkvæmd í íbúðarhúsi á Selfossi síðastliðinn föstudag hjá einstaklingum sem grunaðir voru um að hafa í fórum sínum fíkniefni. 8.10.2012 10:48
Bæjarstjórnin kannar hvort viðskipti við bankann verði færð Bæjarstjórnin í Garði á Reykjanesi hefur falið bæjarstjóra að kanna nú þegar hvaða möguleikar eru í boði varðandi bankaviðskipti bæjarfélagsins til framtíðar, en bærinn hefur verið í viðskiptum við Landsbankann um árabil. Ástæðan er sú að bankinn dró verulega úr þjónustu við íbúa bæjarins nýverið með því að fækka afgreiðsludögum í útibúinu þar niður í tvo daga í viku og tvær klukkustundir hvorn dag. Bæjarstjóra var líka falið að kanna nýjar leiðir til að hámarka ávöxtun Framtíðarsjóðs bæjarins, sem Landsbankinn hefur annast til þessa. Báðar tillögurnar voru samþykktar samhljóða.- 8.10.2012 10:17
Milljarðahagnaður bankanna á verðbólgunni Íslensku bankarnir hafa síðustu tólf mánuði hagnast um 8,9 milljarða af verðtryggingunni, án þess að gera neitt. Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter í Bretlandi, bendir á þetta á facebooksíðu sinni. Hann vísar í nýja skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika þar sem fram kemur að verðtryggingarmisvægi viðskiptabankanna er jákvætt um 208 milljarða króna. 8.10.2012 10:05
Fleiri konur kusu í síðustu forsetakosningum Töluvert fleiri konur greiddu atkvæði í síðustu forsetakosningum en karlar. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á Hagstofunni í morgun. Kosningaþátttaka karla var 65,8% en kosningaþátttaka kvenna var 72,7%. Alls greiddu 69,3% landsmanna atkvæði. Eins og fram hefur komið í sumar var hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var óvenjuhátt eða 23,4%, en það skýrist meðal annars af því að kosningarnar fóru fram fyrstu helgina í júlí. Það er ein mesta ferðahelgi ársins. 8.10.2012 09:23
Ungir Vinstri grænir vilja píkusafn Landsfundur Ungra vinstri grænna, sem haldinn var um helgina, tekur undir hugmyndir íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ um að opna píkusafn í sveitarfélaginu, í stað villidýrasafns. 8.10.2012 07:16
Tvær bílveltur í Vatnsskarði Engin slasaðist alvarlega í tveimur bílveltum á Vatnsskarði á Norðurlandsvegi í gærkvöldi, í mikilli ísingu, sem myndaðist í slydduéljum þar á veginum. 8.10.2012 07:02
Hafrannsóknarskip landaði ónýtum afla Henda varð megninu af afla Hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hann landaði á Austfjörðum í síðustu viku, þar sem fiskurinn var stór skemmdur vegna slæmrar meðferðar um borð. 8.10.2012 06:53
Færð á heiðum spilltist í gær Krapasnjór var á Holtavörðuheiði í gær og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir voru á Bröttubrekku, Fróðárheiði, Vatnsskarði og Þverárfalli. Snjóþekja var einnig á flestum fjallvegum á Vestfjörðum. 8.10.2012 06:00
Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís Viðskipti Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut 8.10.2012 00:00
Vilja ekki sitja saklaus uppi með málskostnað Tveir starfsmenn Kópavogsbæjar sem sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs í hruninu og sýknaðir voru af ákæru um ólöglega lánveitingu úr sjóðnum til bæjarins sitja uppi með hundruð þúsunda króna málskostnað umfram dæmdar málsvarnarbætur. Þeir vilja að lífeyrissjóðurinn greiði mismuninn. 8.10.2012 00:00
Bólusetning kom í veg fyrir 20.000 svínaflensusýkingar Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu veturinn 2009/2010 komið í veg fyrir 20 þúsund sýkingar hið minnsta, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall. 8.10.2012 00:00
Flúði til skrifta undan málþófi Undanfarið ár hef ég nýtt lausan tíma, samhliða öðrum störfum, til að skrifa – til dæmis undir málþófi,? segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sem í dag gefur út bókina Við stöndum á tímamótum. ?Maður má reyndar ekki vera með tölvu inni í þingsal en það var ágætt að fara stundum inn í hliðarherbergin og skrifa.? 8.10.2012 00:00
Frásögnum um ofbeldi verður fylgt eftir Könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007 sýnir að hátt hlutfall barnanna segist hafa orðið fyrir ofbeldi á meðal dvöl þeirra stóð. Barnaverndarstofa tekur niðurstöðurnar alvarlega og hyggst fylgja þeim eftir með framhaldsrannsókn. Alls sögðust 14% barnanna hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi starfsmanns og um 20% af hendi annarra barna í meðferðinni. 8.10.2012 00:00
Landvernd vill stöðva framkvæmdir Stjórn Landverndar fer fram á að Landsvirkjun stöðvi strax framkvæmdir fyrirtækisins við Bjarnarflag þar sem fyrirhugað er að reisa 45 megavatta jarðvarmavirkjun. Nauðsynlegt sé að bíða þess að Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða hafi verið samþykkt á Alþingi. Einnig fer Landvernd fram á að nýtt umhverfismat vegna virkjunarinnar verði unnið enda sé það sem liggur fyrir að verða tíu ára gamalt. 8.10.2012 00:00
Freyja býður sig fram til þings Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Freyja stefnir á að bjóða starfskrafta sína í Kraganum, eða SV-kjördæmi, en ákvörðun um skipun á lista liggur ekki fyrir frá hendi stjórnar flokksins. 8.10.2012 00:00
Lognið á eftir storminum Hrunið hleypti öllu upp í íslenskri pólitík. Fólk þurfti að tapa peningum til að það léti í sér heyra, en þá gerði það líka svo um munaði. Það flykktist út á götur og mótmælti og lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjölda í fyrsta skipti síðan við inngöngu Íslands í NATO árið 1949. 8.10.2012 00:00
Vindpokarnir verða til á Vopnafirði Vindpokar allra flugvalla á Íslandi eru saumaðir í þorpi á Austurlandi, og pokarnir fyrir Keflavíkurflugvöll eru hafðir mun stærri en pokar annarra valla. Þeir eru helsta tákn flugvalla, og segja flugmönnum með einföldum hætti hvaðan vindurinn blæs og gefa einnig vísbendingu um vindstyrk. Við pælum hins vegar sjaldnast í því hvaðan þeir koma, - höldum kannski að þeir séu sendnir tilsniðnir til landsins frá Alþjóðaflugmálastofnuninni. 7.10.2012 19:45
Karolina Fund - Nýsköpun í krafti fjöldans Almenningur getur nú lagt lóð sín á vogarskálar íslenskra listamanna og sprotafyrirtækja. Spáný íslensk vefsíða vill virkja áhuga evrópubúa á íslenskri nýsköpun með hópfjármögnun. 7.10.2012 19:26
Langþreytt á sóðaskap miðbæjargesta Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að fjölga þurfi almenningssalernum í miðborginni og fara betur eftir lögreglusamþykkt borgarinnar sem bannar þvaglát á almannafæri. Fréttastofa fann fjögur almenningssalerni í miðbænum í dag, en eitt þeirra var bilað. 7.10.2012 18:29
Segir Landsvirkjun nota gloppu í skipulagslögum Landsvirkjun hefur laumast til að hefja framkvæmdir við Mývatn án leyfis. Þetta fullyrðir formaður Landverndar sem vill að framkvæmdir verði stöðvaðar þegar í stað. Forstjóri Landsvirkjunar segir málið misskilning. 7.10.2012 18:15
"Við erum ekki stödd í Rússlandi“ "Ég finn fyrir stuðningi, fólkið í kjördæminu vill að ég sækist eftir sætinu og ég tel það vera best fyrir flokkinn að ég geri það.“ 7.10.2012 17:42
Varað við ísingu Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Engin slys urðu á fólki. Mikil ísing er á heiðinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hefur snjóað þó nokkuð í dag. 7.10.2012 16:52
Vilja stöðva framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi. 7.10.2012 13:04
Fann sig knúinn til að fara út í pólitík Nýr formaður Samstöðu, flokks sem Lilja Mósesdóttir stofnaði, ætlaði aldrei að koma nálægt stjórnmálum en fann sig knúinn til þess í núverandi ástandi. Hann segir mikið verk vera að vinna sérstaklega í skuldavanda þjóðarinnar. 7.10.2012 12:44
"Við höfum misst fókusinn“ Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árni sækist nú eftir stöðu formanns í Samfylkingunni en hann ræddi við Sigurjón M. Egilsson um landspólitíkina, aðildarviðræður við ESB og framtíðarsýn Samfylkingarinnar. 7.10.2012 12:11
Skepnur suðursins villta fékk Gullna Lundann Verðlaunaafhending á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Gullni Lundinn, aðalverðlaun hátíðarinnar, voru veitt myndinni Skepnur suðursins villta eða Beasts of the Southern Wild eftir bandaríska leikstjórann Benh Zeitlin. 7.10.2012 11:00
Ófremdarástand á sjúkrahúsinu á Akureyri Brýn þörf er fyrir endurnýjun margra veigamikilla tækja á Sjúkrahúsinu á Akureyri að sögn Sigurðar E. Sigurðarsonar framkvæmdastjóra lækninga. 7.10.2012 10:30
Brann til kaldra kola á Hellisheiði Mikil ísing myndaðist á Hellisheiði í nótt. Minniháttar meiðsl urðu á fólki þegar bíll valt þar í nótt og brann til kaldra kola. 7.10.2012 09:40
Rassskellti þrjá menn með frumskógarsveðju Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar og verslunareigendur í borginni eru orðnir langþreyttir á því að þurfa sápuþvo innganga og skot eftir næturbrölt gesta í miðborginni. Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt. Á sjötta tímanum í nótt brast þolinmæðin hjá einum íbúa þegar þrír menn köstuðu af sér vatni við hans. Mennirnir migu ofan í kjallaraglugga að svefnherbergi hans. Þá hljóp íbúinn út með frumskógarsveðju í hendi og rassskellti mennina með sveðjunni. Í þokkabót var íbúinn kviknakinn en að lokinni rassskellingunni hvarf hann aftur inn í húsið. Sveðjumaðurinn var handtekinn og gefur nú skýrslu hjá lögreglu þar sem honum gafst kostur á að skýra háttsemi sína. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var honum gefinn kostur á að bregða á sig klæði áður en hann var fluttur á lögreglustöðina. 7.10.2012 09:25