Fleiri fréttir

Stjórnlagaráð klárar störf sín í kvöld

Stjórnlagaráðsfulltrúar hafa fundað stíft síðustu fjóra daga til að fara yfir ábendingar Alþingis. Ráðið skilar af sér í kvöld og nú er boltinn aftur hjá þinginu, segir Eiríkur Bergmann fulltrúi í stjórnlagaráði.

Kristrún Heimisdóttir: Þurfum þjóðaröryggisráð

Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda.

Flogið til Egilsstaða

Flugi til Akureyrar og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag. Flug til Egilsstaða er enn á áætlun. Ekki verður flogið til Ísafjarðar og Akureyrar fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Bílvelta í Fagradal

Ökumaður jeppabifreiðar var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað eftir að bifreið hans valt í Fagradal á Austurlandi á milli klukkan tvö og þrjú í dag.

Flugi til Ísafjarðar frestað - önnur flug í athugun

Flug til Akureyrar og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en flug til Egilsstaða verður endurskoðað rúmlega fjögur í dag. Ekki verður flogið til Ísafjarðar og Akureyrar fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Þak fauk af frystihúsi

Björgunarsveitir voru kallaðar út núna eftir hádegi vegna þess að þak fauk af frystihúsi á Borgarfirði eystra. Það er fyrsta og eina útkallið sem björgunarsveitir á landinu hafa þurft að sinna síðan óveðrið skall á.

Ríkir Rússar skoða jarðir á Suðurlandi

Íbúum Reykholts í Biskupstungum brá heldur betur í brún í vikunni þegar þar lenti þyrla á planinu við Bjarnarbúð. Ekki varð undrunin minni þegar í ljós kom á þarna voru á ferð rússneskir í auðmenn í leit að landi til að kaupa.

Ólíðandi að upplýsingagjöf einkarekinna læknastofa sé óskýr

Velferðarráðherra segir ólíðandi að ekki sé skýrt hvaða upplýsingar einkareknar læknastofur gefi heilbrigðisyfirvöldum. Í framhaldi af þeim álitaefnum sem upp komu í tengslum við PIP-sílíkonpúðana, hefur ráðherra skipað starfshóp til að fara yfir einkarekstur í heilbrigðisgeiranum.

Rautt táknar vindhviður yfir 20 metrum á sekúndu

Miklar vindhviður eru víðast hvar á landinu eins og sést á meðfylgjandi Vegsjá, sem finna má á vef Vegagerðarinnar. Rauði liturinn táknar sem sagt þá staði þar sem vindhviðurnar fara yfir 20 metra á sekúndu. Guli liturinn táknar hviður á bilinu 15-19 metrar á sekúndu.

Tvær farþegaþotur lentu með veika farþega sama daginn

Tvær farþegaþotur í millilandaflugi þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærdag og í gærkvöldi vegna veikinda farþega. Önnur flugvélin var frá þýsku flugfélagi en hin frá bresku. Sú breska þurfti að lenda hér á landi um klukkan níu í gærkvöldi og gekk vel þrátt fyrir vont veður.

Enn þungt haldin

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás fyrir tæpri viku, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Brutust inn í sundlaug og skildu eftir sig skítuga sokka

Um síðustu helgi var brotist inn í sundlaugina í Ólafsvík, innbrotsþjófarnir höfðu ekki mikil verðmæti upp úr krafsinu en þó var einhverjum peningum og varningi stolið samkvæmt heimasíðu Snæfellsbæjar.

Kosning hafin í biskupskjöri

Biskupskjör í er fullum gangi, kjörgögn voru send til kjósenda fyrir viku og frestur til að skila inn atkvæðum rennur út þann nítjánda mars.

Einn stunginn í lærið annar í andlitið

Maður var stunginn í lærið með hníf í Tryggvagötu í Reykjavík um hálfþrjúleytið í nótt og var hann fluttur á slysadeild. Skömmu síðar stöðvaði lögregla bíl í Lækjargötu og tók eftir því að einn farþeganna var með stungusár í andliti.

Rafmagnstruflanir í Dalabyggð

Rafmagn fór af Saurbæjalínu í Dalabyggð um kl. 07:15, en truflanir hafa verið á línunni frá því snemma í morgun.

Sparkað til góðs

Fræknar og frægar konur eltu bolta og sýndu lítt meistaralega takta á KR vellinum í dag en þar tókust á FC Ógn og hið svokallaða "celeb" lið íslenskra kvenna. Raunar var allt gert í góðgjörðarskyni og til að minna fólk á að lifa lífinu lifandi.

Halldór teiknar Landsdóm

Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka.

Búnir að bjarga tugum ökumanna - stormur í kvöld

Björgunarsveitir á landinu eru þegar byrjaðar að bjarga ökumönnum í vanda en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir víða um land bjargað tugum ökumanna síðastliðinn sólarhring. Meðal annars þurfti að bjarga fimm ökumönnum á Mosfellsheiðinni.

Rúmur þriðjungur hefur íhugað sjálfsvíg

45 einstaklingar sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu gert tilraunir til sjálfsvígs og rúmur þriðjungur hafði íhugað það. Flestir upplifa skömm og sektarkennd því ábyrgðin er ekki lögð á ofbeldismenn, segir talskona samtakanna.

Þjórsá klýfur Samfylkingu

Leggja átti lokaútgáfu rammaáætlunar fyrir ríkisstjórnina í gær en hætt var við á síðustu stundu. Spurningin hvort setja eigi neðri hluta Þjórsár í biðflokk klýfur Samfylkingu. Málið er á borði iðnaðarráðherra.

Dugar fyrir einni mjólkurúthlutun

Fjölskylduhjálp Íslands safnaði um 280 þúsund krónum með sölu á fatnaði í Kolaportinu um síðustu helgi. Þessi upphæð dugir þó einungis fyrir einni mjólkurúthlutun í Reykjavík og Reykjanesbæ, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálparinnar.

Segir að það komi ekki til greina að búa áfram við krónuna

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að ekki komi til greina að búa við krónuna áfram. Þá sagði hún jafnframt að rammaáætlun verði afgreidd úr ríkisstjórninni á allra næstu dögum. Til stóð að lokaútgáfa hennar yrði lögð fyrir ríkisstjórnina í gær, en hætt var við á síðustu stundu.

Framkvæmdastjóri Lagastoðar enn í lífshættu

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás á mánudaginn, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands

Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.

Tónleikum í Draugasetrinu frestað

Tónleikar sem áttu að fara fram á Draugasetrinu á Stokkseyri í dag er frestað vegna slæmrar veðurspár. Þess má þó geta að Draugasetrið verður engu að síður opið þrátt fyrir blikur á lofti.

Samfylkingin samþykkir siðareglur

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti siðareglur flokksins á flokkstjórnarfundi flokksins sem stendur nú yfir í Brauðgerðinni í Reykjavík.

Hvetja til flokkun sorps í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hvetur íbúa bæjarins til að auka flokkun sorps. Í byrjun júní verður endurvinnslutunnum fyrir pappírsúrgang dreift til allra íbúa bæjarins.

Meiri undirliggjandi áhætta hér á landi

Viðbragðshópur Seðlabankans taldi mun meiri undirliggjandi kerfislega áhættu í bankakerfinu vegna samþjöppunar á eignarhaldi hér á landi en í Svíþjóð. Þetta kom fram í vitnisburði Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni viðbúnaðardeildar hjá Seðlabankanum, í Landsdómi í gær.

Forseti Landsdóms krafði Össur um nöfn

Báðir bankastjórar Landsbankans fullyrtu við seðlabankastjóra að yfirtaka ríkisins á Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Þetta kom fram í vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar fyrir Landsdómi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur forvera sinn hafa gert allt sem hann gat til að afstýra bankahruni árið 2008.

Hefði tekið 2-3 ár að flytja Kaupþing

Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins.

Enn í lífshættu

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás á mánudaginn, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys

Kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild eftir umferðarslys á Álftanesvegi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er konunni haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerðir í dag. Þrír voru fluttir á sysadeild eftir slysið sem varð um klukkan hálf níu í morgun. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt tækjabíl frá slökkviliðinu en beita þurfti klippum til þess að ná einum farþeganna úr bílnum. Óljóst er um tildrög slyssins.

Góð þátttaka í Mottumars

"Það hafa sautján hundruð einstaklingar skráð sig til keppni og tvö hundruð lið. Þetta er alvöru meistaradeild,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forseti Krabbameinsfélags Íslands. Góð þátttaka er hjá karlmönnum í landinu í átakinu Mottumars.

Sjá næstu 50 fréttir