Fleiri fréttir

Íslendingar hlupu 112 kílómetra yfir Sahara-eyðimörkina

Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Boot Camp, og Ágúst Guðmundsson, slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu, luku í dag eyðimerkurhlaupi yfir Sahara-eyðimörkina fyrstir Íslendinga. Það má segja að þetta hafi ekki verið neitt skemmtiskokk hjá félögunum en hlaupið er 112 kílómetrar.

Forseti þjóðþings Möltu heimsækir Ísland

Michael Frendo, forseti þjóðþings Möltu, er væntalegur til landsins. Fredo verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 11 til 13 mars. Fredo kemur til landsins í boði Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Davíð vildi að lögreglan kæmi böndum á forsvarsmenn tveggja banka

Davíð Oddsson sagði við Össur Skarphéðinsson í aðdraganda bankahrunsins að stórefla þyrfti efnahagsbrotadeildina og koma lögum yfir forsvarsmenn tveggja af stóru bönkunum þremur. Össur greindi frá þessu þegar hann gaf vitnisburð í Landsdómi í dag. Hann greindi ekki frá því um hvaða banka væri að ræða.

Jóhanna: Geir gerði allt sem hann gat

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Geir Haarde hafi gert allt það sem hann gat til þess að leysa þann vanda sem var uppi í efnahagslífinu árið 2008. Þetta sagði Jóhanna þegar hún bar vitni fyrir Landsdómi í dag. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, spurði Jóhönnu hvernig vandinn í efnahagslífinu hefði blasað við henni.

Tryggvi Þór: Ekki mitt hlutverk að fara út í sjoppu fyrir ráðherra

Tryggvi Þór Herbertsson gaf skýrslu fyrir Landsdómi í morgun. Að lokinni skýrslu veitti hann fréttamönnum viðtal. Aðspurður hvers vegna Geir H. Haarde hafi ekki beitt sér beint sjálfur gegn eigendum bankanna fremur en að Tryggvi Þór hafi alltaf verið að erindast í hans nafni, segir Tryggvi að menn verði að átta sig á að það hafi ekki verið hans hlutverk að skjótast út í sjoppu fyrir ráðherrann. Geir hafi tekið sameiningu bankanna mjög alvarlega og verið virkur í þeim aðgerðum síðsumars 2008.

Vitnaleiðslum lokið í dag

Vitnaleiðslum í Landsdómsmálinu er lokið í dag. Það var sjálf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem gaf skýrslu síðust. Réttarhöldunum hefur verið frestað þangað til klukkan níu á mánudaginn.

Sylvía: Seðlabankinn "mjög vel undirbúinn"

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands, sagði Seðlabanka Íslands hafa verið "mjög vel undirbúinn" undir það að þurfa að sjá um greiðslumiðlun ef til fjármálaáfalls kæmi. Það hefði sýnt sig í hruninu, þegar starfsfólks seðlabankans hefði lyft grettistaki við erfiðar aðstæður.

Kofi Annan væntanlegur til Sýrlands

Andspyrnuhópar í Sýrlandi eru afar óánægðir með hugmyndir Kofi Annans, sendiherra Arababandalagsins í Sýrlandi, varðandi pólitíska lausn á átökunum í landinu.

Ólafur og Dorrit heimsækja Holmenkollen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þekkst boð Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar um að vera nú um helgina gestir konungshjónanna á Holmenkollen skíðahátíðinni. Í tilkynningu frá embættinu segir að Holmenkollen hátíðin ssé einn helsti skíðaviðburður Noregs og fjölsóttur af almenningi enda fara þar fram Heimsleikar í norrænum greinum, svo sem í göngu og stökki. Holmenkollen hefur löngum verið miðstöð skíðaíþróttarinnar í Noregi.

Reyna að lokka lækna til Þórshafnar

"Auðugar veiðilendur á sjó, landi og í ám og vötnum eru í næsta nágrenni, auk þess sem góð sundlaug, gott íþróttahús, líkamsræktarstöð og útivistarsvæði við húsvegginn,“ segir meðal annars um starfshlunnindi, í atvinnuauglýsingu á Starfatorgi Stjórnarráðsins.

Menn í jakkafötum "eins og úlfahjarðir"

Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbanka Íslands, sagði fyrir Landsdómi í dag að margir hafi sýnt eignum Landsbankans áhuga, eftir að skilanefndin tók til starfa. Hann sagði að margir "menn í jakkafötum" hefðu farið um eins og "úlfahjarðir" og viljað kaupa eignir bankans á slikk.

Sturla viðtal: Erlendir bankamenn báru ekkert traust til Kaupþings

Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, gaf skýrslu fyrir dómi í Landsdómi í morgun. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fékk einkaviðtal við Sturlu að lokinni skýrslutöku þar sem hann skýrði ýmis atriði sem hann bar fyrir dómi.

Fallist á gæsluvarðhald til 4. apríl

Farið hefur verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Guðgeiri Guðmundssyni sem stakk framkvæmdastjóra Lagastoðar og særði lífshættulega á mánudaginn var. Féllst dómari við héraðsdóm á þá kröfu lögreglu. Guðgeir var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú fer lögregla fram á áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Ari Trausti íhugar framboð til forseta

Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, íhugar nú forsetaframboð af alvöru. "Ég reikna með því að taka ákvörðun öðru hvorum megin við páska," segir hann í samtali við Fréttatímann í dag en segist jafnframt vera að íhuga málið alvarlega.

Jón Guðni: Reyndum allt til þess að afla fjár

Jón Guðni Ómarsson, f. starfsmaður fjárstýringar Glitnis og nú framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, sagði fyrir Landsdómi í morgun að starfsmenn Glitnis hefðu reynt allt til þess að styrkja fjármögnun bankans og afla nýs lánsfjár, á árinu 2008.

Fjórtán ára á ofsahraða: Vistuð á viðeigandi stofnun

14 ára stúlka, sem ók bíl á ofsa hraða á flótta undan lögreglunni laust fyrir miðnætti, og hafnaði loks á ljósastaur við Sæbraut, reyndist hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hún hefur verið vistuð á viðeigandi stofnun.

Fagnar hugmyndum um yfirtöku á álversverkefninu

Forseti bæjarstjórnar Norðurþings fagnar hugmyndum svissneska álfyrirtækisins Klesch um að fá að taka yfir álverksverkefni Alcoa. Fyrirtækið vill reisa meðalstórt álver við Húsavík og segist geta hafið rekstur innan tveggja ára frá undirritun samninga.

Vilhelm: Deutsche Bank stöðvaði lán "með öllum ráðum“

Vilhelm Þorsteinsson, f. forstöðumaður fjárstýringar Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í dag að stór hópur starfsmanna Glitnis hefði unnið að því fram eftir öllu ári 2008 að tryggja fjármögnun bankans. Hann sagði að lánalína frá þýska risabankanum Deutsche Bank hefði reynst ótryggari en talið hefði verið að lokum, þar sem litið hefði verið á hana sem neyðarlánalínu sem mögulegt væri að grípa til í erfiðri stöðu. "Þegar við gengum á bankann, um hvers vegna það gengi ekki [að draga á línuna innsk. blm.] þá fengum við þau svör að bankinn myndi gera allt til þess að koma í veg fyrir að þetta gengi eftir,“ sagði Vilhelm.

Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins

Tryggvi Þór Herbertsson var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu til þess að minnka efnahagsreikning þeirra og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar.

Iceland Express flýgur frá Akureyri og Egilsstöðum

Iceland Express mun fljúga vikulega milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í júlí og fram í ágúst. Í tilkynningu frá félaginu segir að fyrsta flugið verði frá Akureyri síðdegis mánuaginn 2. júlí og hefst miðasala í dag.

Yfirtakan á Glitni myndi fella alla bankana

Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, segir að sér hafi hugnast sú leið Seðlabankans að taka yfir 75% hlut í Glitni mjög illa. Stoðir, einn helsti eigandi Glitnis, færi þá á hausinn og af stað færi bolti sem myndi fella alla bankana.

Kaupþing var rúið trausti

Kaupþing var gersamlega rúið trausti á alþjóðlegum mörkuðum í febrúar 2008. Þetta sagði Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans í vitnastúku í Landsdómi í dag. Sturla segir ráðgjafa hjá JP Morgan hafa sagt að StoreBrand, sem var í eigu íslenskra aðila, væri undirverðlagt um 35 prósent eingöngu vegna þess að StoreBrand væri í eigu íslenskra aðila sem nytu ekki trausts.

Fimmti dagur aðalmeðferðarinnar

Fimmti dagur réttarhaldanna er hafinn í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans er fyrstur í vitnastúku. Á eftir honum kemur svo Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður en hann var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á árinu 2008.

Þór og Margrét biðjast afsökunar

Þingmennirnir Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir úr Hreyfingunni hafa sent frá sér afsökunarbeiðni en ummæli þeirra í tengslum við lífshættulega árás á framkvæmdastjóra Lagastoðar á dögunum hafa vakið hörð viðbrögð. Í yfirlýsingunni biðjast þau afsökunar hafi þau sært þá þau sem nú eigi sárt að binda vegna málsins, það hafi ekki verið ætlunin. Yfirlýsing Þórs og Margrétar fer hér á eftir:

Þrír á slysadeild eftir slys á Álftanesvegi

Þrír voru fluttir á slysadeild í morgun eftir umferðarslys á Álftanesvegi. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt tækjabíl frá Slökkviliðinu en beita þurfti klippum til þess að ná einum farþeganna úr bílnum. Óljóst er um tildrög slyssins og ekki enn ljóst hvort um fleiri en einn bíl hafi verið að ræða. Þegar þetta er skrifað er fólkið að koma á slysadeild Landspítalans en útkallið kom klukkan 8 30.

Íslenskar konur búnar að ná körlunum í drykkjunni

Hlutfall bindindiskvenna á Íslandi hefur lækkað úr 45 prósentum í fimm prósent síðan árið 1975. Lítill munur er á drykkju kynjanna hér á landi. Hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað mikið á síðustu árum.

Varðstjóri berst gegn hindrunum á Dalvegi

Aðalvarðstjóri segir áformaðar breytingar á Dalvegi munu hindra lögregluna og ógna öryggi borgaranna. Bæjarstjórinn í Kópavogi segist undrandi og biður um að sjá gögn sem „sérfræðingar séu væntanlega búnir að vinna fyrir lögregluna“.

Ekki fleiri leitað til Stígamóta í átján ár

Átján leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana í fyrra. Gerendur voru í þremur tilvikum fjórir eða fleiri. Ný mál voru 313 talsins og fleiri hafa ekki leitað til samtakanna síðan árið 1994. 50 manns eru í viðtölum þar vegna vændis og kláms.

Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni, sem veitti starfsmanni lögmannsstofu lífshættulega áverka á mánudagsmorgun rennur út í dag, en sterklega er búist við að lögregla krefjist framlengingar á gæsluvarðhaldinu.

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag

Fyrri ferð Herjólfs frá Eyjum til Þorlákshafnar fellur niður vegna mikillar ölduhæðar á siglingaleiðinni. Horfur eru ekki góðar um að hægt verði að fara síðari ferðina í dag, en það skýrist um eða upp úr hádegi.

Fjórtán ára stúlka ók bíl á ofsahraða á flótta frá lögreglunni

Lögreglumenn segja það mikla mildi að fjórtán ára stúlka skildi ekki slasast alvarlega eða valda öðrum í umferðinni fjörtjóni, þegar hún ók bíl á ofsa hraða á vegrið á milli akbrauta á Sæbraut, reif það niður á nokkrum kafla uns bíllinn stöðvaðist á ljósastaur.

Magntollar en ekki verðtollar

Landbúnaðarráðherra verður skylt að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar sýnt þykir að ekki verði nægjanlegt framboð á viðkomandi vöru á innanlandsmarkaði. Miða á við magntolla við úthlutun en ekki verðtolla.

Bíll út af í Þrengslunum

Árekstur varð á Hellisheiðinni og bíl var ekið út af í Þrengslunum á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi sluppu allir farþegar og ökumenn í bílunum þremur ómeiddir. Mikil hálka er á vegum víða um land og eru ökumenn hvattir til þess að aka varlega.

Mikil hálka í höfuðborginni

Mikil hálka er á vegum höfuðborgarinnar. Lögreglan vill koma þeim skilaboðum til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar vegna hálkunnar.

Úraræningjar verða framseldir til Íslands

Tveir Pólverjar sem flúðu land eftir úraránið í verslun Michelsen á Laugavegi í október á síðasta ári verða framseldir til Íslands en þeir voru handteknir í Sviss í lok síðasta mánaðar.

Átak þarf í gerð viðbragðáætlunar

„Við erum náttúrlega stödd á miðri leið í langri vegferð, það er ekki eins og við séum að byrja á núllpunkti. Almannavarnir voru settar í gang árið 1963 og það er búið að gera gríðarlega mikið síðan," segir Reynir Víðisson, hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ný skýrsla kom út í dag um Almannavarnir á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir