Fleiri fréttir Sæstrengur verði metinn næstu 2-3 ár Forstjóri Landsvirkjunar hvetur til þess að þjóðin noti næstu tvö til þrjú ár til að meta kosti og galla sæstrengs áður en ákvörðun verður tekin. Hann telur að raforkusala til útlanda um streng myndi að mjög takmörkuðu leyti skerða möguleika til iðnaðaruppbyggingar hérlendis. 14.3.2012 19:45 Allt að gerast í Latabæ - fleiri þættir og kvikmynd "Það er svo mikið framundan að ég kemst ekki úr búningnum,“ sagði Magnús Scheving en hann gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 14.3.2012 19:45 Leikstjóri Svartur á leik snýr sér að Ég man þig Óskar Axelsson, leikstjóri Svartur á leik, hefur verið ráðinn til að leikstýra hrollvekju sem byggð verður á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur "Ég man þig". Sjálfur var hann skíthræddur við lestur bókarinnar og missti svefn. 14.3.2012 19:15 Dani og Eisti með allar tölur réttar í Víkingalottóinu Dani og Eisti voru með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 3, 22, 25, 32, 43 og 46. Bónustölurnar voru 35 og 41 og ofurtalan var 33. 14.3.2012 19:12 Baldur fær enga sérmeðferð Fangelsismálastjóri segir Baldur Guðlaugsson ekki fá neina sérmeðferð. Að jafnaði óska um tíu prósent þeirra sem fá óskilorðsbundna dóma, eftir að fá að afplána dóm sinn sem allra fyrst. 14.3.2012 18:35 Ekkert bólar á endurútreikningu gengislána Talið er að enn þurfi að koma fjórtán gengislánamálum í gegnum dómstóla áður en hægt verður að reka smiðshöggið á endurútreikninga gengislána. Ekkert bólar á endurútreikningi láns hjóna sem Hæstiréttur dæmdi fyrir mánuði að mætti ekki setja á afturvirka vexti. 14.3.2012 18:30 Annþór Karlsson handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í dag Fimm voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Einn þeirra er Annþór Karlsson þekktur handrukkari. 14.3.2012 18:30 Kraumur úthlutað í dag Tónlistarsjóðurinn Kraumur hefur kynnt úthlutun sína fyrir árið 2012. Alls styður sjóðurinn 15 verkefni í ár, þar af tíu verkefni listamanna af margvíslegum toga á erlendum og innlendum vettvangi. 14.3.2012 18:09 Dyngja hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Áfangaheimilið Dyngjan hefur hlotið samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Markmið verðlaunanna, sem nú eru veitt í sjöunda sinn, er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. 14.3.2012 17:58 "Hamborgarinn okkar er gæðavara" "Þetta er ekkert slor þessir hamborgarar," sagði Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Metró. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 14.3.2012 17:33 Hundruð milljóna króna tjón Tjónið vegna eldsins á Selfossi nemur hundruðum milljóna króna, segir Árni Steinarsson í samtali við Vísi. Árni rekur 800 bar ásamt félaga sínum Eiði Birgissyni. Eldurinn kom upp í plaströraverksmiðjunni Set og breiddist svo út í húsnæði 800 bars. Árni segir að hann og Eiður eigi húsnæði veitingastaðarins sjáflir en auk þess hafi verið þarna inni dýrir munir sem fylgi rekstri sem slíkum. "Þetta eru hljóðkerfi og sjónvörp og bara það sem fylgir þessu," segir Árni. 14.3.2012 16:52 Mikill viðbúnaður vegna Vítisengla Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar fólk sem tengist Vítisenglum var fært fyrir dómara og krafist var framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir þeim. Fólkið var handtekið snemma í janúar síðastliðnum, grunað um að hafa gengið í skrokk á konu skömmu fyrir jól. Rannsókn lögreglunnar á árásinni stendur enn yfir. 14.3.2012 16:03 Telja að búið sé að ná tökum á eldinum Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu segist telja að búið sé að ná tökum á eldinum sem logað hefur í dag. Geymsluhúsnæði hjá SET röraverksmiðjunni brann, sem og skemmtistaðurinn 800 bar. Bæði húsin eru brunninn til kaldra kola en Kristján segir að komið hafi verið í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í sjálfa röraverksmiðjuna, eins og leit út fyrir um tíma. 14.3.2012 15:59 Verksmiðjan alelda þegar starfsmenn komu úr hádegismat Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set röraverksmiðju, segir að eldurinn hafi blossað upp á mjög stuttum tíma. Starfsfólkið hafi verið í hádegismat í mötuneytinu sem er í öðru húsi og um hálftíma síðar hafi verksmiðjan verið alelda. 14.3.2012 15:53 800 bar brunninn til kaldra kola 800 bar á Selfossi er brunninn til grunna. Slökkviliðsmenn reyna að verjast því að eldurinn breiðist enn frekar út og segir slökkviliðsstjórinn á Selfossi að útlitið sé betra en það var fyrir tíu mínútum síðan. Nú sé ítil hætta sé nú á að eldurinn breiðist út í húsnæði TRS. 14.3.2012 15:09 Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. 14.3.2012 14:50 Skýrslutökur yfir ofbeldismönnum í dag Skýrslutökur fara fram núna eftir hádegi vegna aðgerða lögreglunnar í morgun. Þá voru fimm menn handteknir og húsleitir gerðar á átta stöðum á landinu. Auk þess lagði lögreglan hald á meint þýfi og fíkniefni. Fram kom í fréttatilkynningu frá lögreglunni í morgun að hluti af rannsókninni snerist að hótunum og líkamsmeiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa mennirnir sem handeknir hafa verið komið við sögu lögreglu áður og verið dæmdir fyrir alvarleg brot. 14.3.2012 14:30 Eldurinn breiðist út - 800 bar logar líka Eldurinn sem kom upp í Set röraverksmiðju rétt eftir klukkan eitt í dag er nú farinn að breiðast út og hefur nú fest sig í þakinu á skemmtistaðnum 800 bar, sem er í samtengdu húsi við röraverksmiðjuna. Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra sem er á staðnum er nú verið að rjúfa þakið á barnum og freista menn þess að koma í veg fyrir að eldurinn nái að læsa sig í næsta hús. Þar er TRS rafeindaþjónustan til húsa. Nærliggjandi fyrirtæki hafa verið rýmd vegna mikils reyks sem gengur yfir svæðið. Að sögn Kristjáns er vindátt þó tiltölulega hagstæð með tilliti til íbúabyggðar. Slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu hefur sent tvö slökkviliðsbíla til Selfoss til að aðstoða slökkviliðsmenn. Allt tiltækt slökkvilið af nærliggjandi svæðum hefur verið kallað til, frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Björgunarsveitin á Selfossi er að stjórna umferð þar sem fjöldi ökumanna er að reyna að sjá eldinn. 14.3.2012 14:32 Röraverksmiðja á Selfossi alelda Eldur er laus í Set röraverksmiðju á Selfossi. Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við fréttastofu er húsið alelda og mikill reykur kemur frá húsinu. Lögreglan á Selfossi hefur ekki frekar upplýsingar um eldsvoðann. Reykurinn frá húsinu sést langar leiðir. 14.3.2012 13:00 Fimm handteknir í átta húsleitum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í morgun í átta húsleitir á heimilum og í fyrirtækjum vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi. Fimm hafa verið handteknir og lagt hefur verið hald á meint þýfi og fíkniefni. Hluti rannsóknarinnar snýr að hótunum og líkamsmeiðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt tekið fram að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 14.3.2012 12:56 Viðamiklar aðgerðir lögreglu í dag Lögregla hefur verið í viðamiklum aðgerðum í dag. Erfitt hefur reynst að fá upplýsingar um málið en farið hefur verið í nokkrar húsleitir nú fyrir hádegið, að því er heimildir fréttastofu herma. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að þrír hafi verið handteknir vegna málsins. Von er á tilkynningu frá lögreglu innan tíðar. 14.3.2012 12:24 Ráðast líklegast í átak fyrir sumarstörf Allt útlit er fyrir að ráðist verði í sérstakt átak vegna sumarstarfa ungmenna þetta árið. Nauðsynlegar aðgerðir að mati formanns stúdentaráðs Háskóla Íslands. 14.3.2012 12:09 Rektor á Hólum um líkamsárás: Okkur er rosalega brugðið "Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna,“ segir Skúli Skúlason, rektor í Háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum var einungis gestur á heimavistinni um helgina. 14.3.2012 12:08 Barnaníðsmálum fjölgar hjá lögreglu Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. 14.3.2012 11:00 Mun ódýrara að hita upp húsin á Seltjarnarnesi en í Reykjavík Verð á heitu vatni í Reykjavík er ennþá tæplega 70% hærra en hjá nágrannasveitafélaginu Seltjarnarnesi, sem býður lægst verð, en er 23% hærra en í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Orkuvaktarinnar sem meðal annars fylgist með verðbreytingum á orkumarkaði. Þróunin frá október 2010 og fram til 2012 var tekin saman og hefur mesta hækkunin orðið hjá Selfossveitum, um 32,7% og hjá Hitaveitur Mosfellsbæjar, um 34,6 prósent. 14.3.2012 10:22 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins afhent í dag Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun afhenda Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á Hótel Reykjavík Natura klukkan fimm í dag. Þetta er sjöunda árið í röð sem verðlaunin eru afhent. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna. 14.3.2012 09:58 Bók Viktors á meðal 10 efstu Rafbókarútgáfan af glæpasögunni Flateyjargáta, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, skaust í sjötta sæti á metsölulista bandarísku Amazon-vefverslunarinnar á mánudaginn og sat þar enn í gær. Flateyjargáta er ein af tíu íslenskum skáldsögum sem AmazonCrossing-útgáfan gefur út á þessu ári. Enskur titill bókarinnar er The Flatey Enigma. 14.3.2012 09:37 Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. 14.3.2012 08:00 Náðu mynd af pari í innbroti Lögregla leitar nú að ungu pari sem braust inn í sumarbústað í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í fyrrinótt og vann einhverjar skemmdir við að komast þar inn. 14.3.2012 07:27 Styttist í setu í nefnd hjá Jóni Jón Bjarnason, sem hætti sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um áramótin, hefur enn ekki tekið sæti fyrir hönd VG í neinni nefnda Alþingis. 14.3.2012 07:00 Jarðvarminn býður mörg góð tækifæri Ný könnun sýnir að níu af hverju tíu telja mikil tækifæri fólgin í nýtingu jarðvarma. Forstjóri ÍSOR segir mikilvægt að umgangast landið af virðingu. 14.3.2012 07:00 Horn ekki á markað á næstunni Horn fjárfestingafélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á hlutabréfamarkað á næstunni eins og til stóð. Stefnt er að því að taka ákvörðun um framtíð Horns á næstu vikum. 14.3.2012 07:00 Snarráður vegfarandi bjargaði mannslífi Snarráður vegfarandi bjargaði að öllum líkindum mannslífi, þegar hann sá bíl á hvolfi ofan í Laxá á Ásum, skammt frá Blönduósi, í gærkvöldi og kom ökumanninum til hjálpar. 14.3.2012 06:53 Hjólageymsla byggð fyrir ráðuneytisfólk Sprenging er í notkun reiðhjóla hjá starfsfólki stjórnarráðsins. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hjóla mest allra. Engin aðstaða er fyrir hjólin svo reisa á geymslu sem verður í fiskihjallastíl til að minnast Sölvhólsbæjarins. 14.3.2012 06:30 Lektorinn skýri leka til DV fyrir rektor Ársæll Valfells, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, þarf að skila Kristínu Ingólfsdóttur, rektor skólans, greinargerð vegna þáttar síns í leka á trúnaðargögnum úr Landsbankanum. 14.3.2012 06:00 Bankastjórar í mjög djúpri afneitun Seðlabanki Íslands gaf ekki út heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið vorið 2008 heldur varaði við án þess að valda sjálfur fjármálaáfalli. Neyðarlögin skiluðu góðri niðurstöðu og það eina sem frekari undirbúningur hefði skilað væru mögulega betri endurheimtur fyrir kröfuhafa bankanna. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir Tryggva Pálssyni fyrir Landsdómi í gær. 14.3.2012 06:00 „Mildari leiðir stóðu til boða“ „Þetta var í takt við það sem maður hefði búist við,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í gær eftir fyrsta daginn á markaði undir nýjum reglum. „HFF14-flokkurinn lækkaði um 14% og svo var hækkun á lengri endanum. Þetta var nokkurn veginn í takt við væntingar.“ 14.3.2012 05:30 Aukin sókn í gjaldeyrisglufur kallaði á aðgerðir Aðstoðarseðlabankastjóri segir að svo hafi virst sem fjárfestar hafi gagngert og í auknum mæli nýtt sér glufur í gjaldeyrishöftum til að hagnast mikið. Með aðgerðaleysi hafi grundvöllur haftanna brostið. 14.3.2012 05:30 Fólksbíll endaði á hvolfi í Laxá í Ásum Fólksbíll valt ofan í Laxá í Ásum fyrir utan Blönduós í kvöld. Einn maður var í bílnum og sat hann fastur þangað til að vegfarandi kom honum til hjálpar. 13.3.2012 20:06 Reykjavík Fashion Festival í undirbúningi Mörg af stærstu tískutímaritum heims hafa boðað komu sína á Reykjavík Fashion Festival sem verður haldin í lok mánaðarins. Ísland í dag kynnti sér undirbúning hátíðarinnar. 13.3.2012 19:56 Ekki með í Drekaútboði - vill ekki pólitíska áhættu Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis. 13.3.2012 19:00 Góð ferilskrá skiptir sköpum í ráðningarferlinu Atvinnuumsóknir upp á tugi blaðsíðna eru ekki vænlegar til árangurs í atvinnuleit, segir ráðgjafi hjá Capacent. Góð ferilskrá er lykillinn að því að fólk komist áfram á ráðningarferlinu þegar samkeppni er mikil. 13.3.2012 18:45 Glufan í gjaldeyrishöftunum var eins og peningavél fyrir fjárfesta Fjárfestar gátu notað glufu í lögum um gjaldeyrishöft til að græða mörg hundruð milljónir með því einu að færa peninga til og frá landinu. Alþingi lokaði á þennan möguleika í nótt með lagabreytingu. 13.3.2012 18:30 Rolex-ræningi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. mars Pólverji, sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til 21. mars. Maðurinn var handtekinn í Sviss í síðasta mánuði ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður um aðild að ráninu. 13.3.2012 18:01 Hátt eldsneytisverð hefur veruleg áhrif á ferðaþjónustuna Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að hátt eldsneytisverð hafi veruleg áhrif á ferðaþjónustuna. 13.3.2012 17:55 Sjá næstu 50 fréttir
Sæstrengur verði metinn næstu 2-3 ár Forstjóri Landsvirkjunar hvetur til þess að þjóðin noti næstu tvö til þrjú ár til að meta kosti og galla sæstrengs áður en ákvörðun verður tekin. Hann telur að raforkusala til útlanda um streng myndi að mjög takmörkuðu leyti skerða möguleika til iðnaðaruppbyggingar hérlendis. 14.3.2012 19:45
Allt að gerast í Latabæ - fleiri þættir og kvikmynd "Það er svo mikið framundan að ég kemst ekki úr búningnum,“ sagði Magnús Scheving en hann gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 14.3.2012 19:45
Leikstjóri Svartur á leik snýr sér að Ég man þig Óskar Axelsson, leikstjóri Svartur á leik, hefur verið ráðinn til að leikstýra hrollvekju sem byggð verður á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur "Ég man þig". Sjálfur var hann skíthræddur við lestur bókarinnar og missti svefn. 14.3.2012 19:15
Dani og Eisti með allar tölur réttar í Víkingalottóinu Dani og Eisti voru með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 3, 22, 25, 32, 43 og 46. Bónustölurnar voru 35 og 41 og ofurtalan var 33. 14.3.2012 19:12
Baldur fær enga sérmeðferð Fangelsismálastjóri segir Baldur Guðlaugsson ekki fá neina sérmeðferð. Að jafnaði óska um tíu prósent þeirra sem fá óskilorðsbundna dóma, eftir að fá að afplána dóm sinn sem allra fyrst. 14.3.2012 18:35
Ekkert bólar á endurútreikningu gengislána Talið er að enn þurfi að koma fjórtán gengislánamálum í gegnum dómstóla áður en hægt verður að reka smiðshöggið á endurútreikninga gengislána. Ekkert bólar á endurútreikningi láns hjóna sem Hæstiréttur dæmdi fyrir mánuði að mætti ekki setja á afturvirka vexti. 14.3.2012 18:30
Annþór Karlsson handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í dag Fimm voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Einn þeirra er Annþór Karlsson þekktur handrukkari. 14.3.2012 18:30
Kraumur úthlutað í dag Tónlistarsjóðurinn Kraumur hefur kynnt úthlutun sína fyrir árið 2012. Alls styður sjóðurinn 15 verkefni í ár, þar af tíu verkefni listamanna af margvíslegum toga á erlendum og innlendum vettvangi. 14.3.2012 18:09
Dyngja hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Áfangaheimilið Dyngjan hefur hlotið samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Markmið verðlaunanna, sem nú eru veitt í sjöunda sinn, er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. 14.3.2012 17:58
"Hamborgarinn okkar er gæðavara" "Þetta er ekkert slor þessir hamborgarar," sagði Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Metró. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 14.3.2012 17:33
Hundruð milljóna króna tjón Tjónið vegna eldsins á Selfossi nemur hundruðum milljóna króna, segir Árni Steinarsson í samtali við Vísi. Árni rekur 800 bar ásamt félaga sínum Eiði Birgissyni. Eldurinn kom upp í plaströraverksmiðjunni Set og breiddist svo út í húsnæði 800 bars. Árni segir að hann og Eiður eigi húsnæði veitingastaðarins sjáflir en auk þess hafi verið þarna inni dýrir munir sem fylgi rekstri sem slíkum. "Þetta eru hljóðkerfi og sjónvörp og bara það sem fylgir þessu," segir Árni. 14.3.2012 16:52
Mikill viðbúnaður vegna Vítisengla Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar fólk sem tengist Vítisenglum var fært fyrir dómara og krafist var framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir þeim. Fólkið var handtekið snemma í janúar síðastliðnum, grunað um að hafa gengið í skrokk á konu skömmu fyrir jól. Rannsókn lögreglunnar á árásinni stendur enn yfir. 14.3.2012 16:03
Telja að búið sé að ná tökum á eldinum Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu segist telja að búið sé að ná tökum á eldinum sem logað hefur í dag. Geymsluhúsnæði hjá SET röraverksmiðjunni brann, sem og skemmtistaðurinn 800 bar. Bæði húsin eru brunninn til kaldra kola en Kristján segir að komið hafi verið í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í sjálfa röraverksmiðjuna, eins og leit út fyrir um tíma. 14.3.2012 15:59
Verksmiðjan alelda þegar starfsmenn komu úr hádegismat Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set röraverksmiðju, segir að eldurinn hafi blossað upp á mjög stuttum tíma. Starfsfólkið hafi verið í hádegismat í mötuneytinu sem er í öðru húsi og um hálftíma síðar hafi verksmiðjan verið alelda. 14.3.2012 15:53
800 bar brunninn til kaldra kola 800 bar á Selfossi er brunninn til grunna. Slökkviliðsmenn reyna að verjast því að eldurinn breiðist enn frekar út og segir slökkviliðsstjórinn á Selfossi að útlitið sé betra en það var fyrir tíu mínútum síðan. Nú sé ítil hætta sé nú á að eldurinn breiðist út í húsnæði TRS. 14.3.2012 15:09
Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. 14.3.2012 14:50
Skýrslutökur yfir ofbeldismönnum í dag Skýrslutökur fara fram núna eftir hádegi vegna aðgerða lögreglunnar í morgun. Þá voru fimm menn handteknir og húsleitir gerðar á átta stöðum á landinu. Auk þess lagði lögreglan hald á meint þýfi og fíkniefni. Fram kom í fréttatilkynningu frá lögreglunni í morgun að hluti af rannsókninni snerist að hótunum og líkamsmeiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa mennirnir sem handeknir hafa verið komið við sögu lögreglu áður og verið dæmdir fyrir alvarleg brot. 14.3.2012 14:30
Eldurinn breiðist út - 800 bar logar líka Eldurinn sem kom upp í Set röraverksmiðju rétt eftir klukkan eitt í dag er nú farinn að breiðast út og hefur nú fest sig í þakinu á skemmtistaðnum 800 bar, sem er í samtengdu húsi við röraverksmiðjuna. Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra sem er á staðnum er nú verið að rjúfa þakið á barnum og freista menn þess að koma í veg fyrir að eldurinn nái að læsa sig í næsta hús. Þar er TRS rafeindaþjónustan til húsa. Nærliggjandi fyrirtæki hafa verið rýmd vegna mikils reyks sem gengur yfir svæðið. Að sögn Kristjáns er vindátt þó tiltölulega hagstæð með tilliti til íbúabyggðar. Slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu hefur sent tvö slökkviliðsbíla til Selfoss til að aðstoða slökkviliðsmenn. Allt tiltækt slökkvilið af nærliggjandi svæðum hefur verið kallað til, frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Björgunarsveitin á Selfossi er að stjórna umferð þar sem fjöldi ökumanna er að reyna að sjá eldinn. 14.3.2012 14:32
Röraverksmiðja á Selfossi alelda Eldur er laus í Set röraverksmiðju á Selfossi. Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við fréttastofu er húsið alelda og mikill reykur kemur frá húsinu. Lögreglan á Selfossi hefur ekki frekar upplýsingar um eldsvoðann. Reykurinn frá húsinu sést langar leiðir. 14.3.2012 13:00
Fimm handteknir í átta húsleitum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í morgun í átta húsleitir á heimilum og í fyrirtækjum vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi. Fimm hafa verið handteknir og lagt hefur verið hald á meint þýfi og fíkniefni. Hluti rannsóknarinnar snýr að hótunum og líkamsmeiðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt tekið fram að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 14.3.2012 12:56
Viðamiklar aðgerðir lögreglu í dag Lögregla hefur verið í viðamiklum aðgerðum í dag. Erfitt hefur reynst að fá upplýsingar um málið en farið hefur verið í nokkrar húsleitir nú fyrir hádegið, að því er heimildir fréttastofu herma. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að þrír hafi verið handteknir vegna málsins. Von er á tilkynningu frá lögreglu innan tíðar. 14.3.2012 12:24
Ráðast líklegast í átak fyrir sumarstörf Allt útlit er fyrir að ráðist verði í sérstakt átak vegna sumarstarfa ungmenna þetta árið. Nauðsynlegar aðgerðir að mati formanns stúdentaráðs Háskóla Íslands. 14.3.2012 12:09
Rektor á Hólum um líkamsárás: Okkur er rosalega brugðið "Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna,“ segir Skúli Skúlason, rektor í Háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum var einungis gestur á heimavistinni um helgina. 14.3.2012 12:08
Barnaníðsmálum fjölgar hjá lögreglu Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði um 30 prósent milli áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru kærurnar 58 talsins en 41 árið á undan. Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna barnaníðs fjölgaði að sama skapi á tímabilinu, úr 428 tilkynningum árið 2010 í 461 árið 2011. 14.3.2012 11:00
Mun ódýrara að hita upp húsin á Seltjarnarnesi en í Reykjavík Verð á heitu vatni í Reykjavík er ennþá tæplega 70% hærra en hjá nágrannasveitafélaginu Seltjarnarnesi, sem býður lægst verð, en er 23% hærra en í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Orkuvaktarinnar sem meðal annars fylgist með verðbreytingum á orkumarkaði. Þróunin frá október 2010 og fram til 2012 var tekin saman og hefur mesta hækkunin orðið hjá Selfossveitum, um 32,7% og hjá Hitaveitur Mosfellsbæjar, um 34,6 prósent. 14.3.2012 10:22
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins afhent í dag Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun afhenda Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á Hótel Reykjavík Natura klukkan fimm í dag. Þetta er sjöunda árið í röð sem verðlaunin eru afhent. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna. 14.3.2012 09:58
Bók Viktors á meðal 10 efstu Rafbókarútgáfan af glæpasögunni Flateyjargáta, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, skaust í sjötta sæti á metsölulista bandarísku Amazon-vefverslunarinnar á mánudaginn og sat þar enn í gær. Flateyjargáta er ein af tíu íslenskum skáldsögum sem AmazonCrossing-útgáfan gefur út á þessu ári. Enskur titill bókarinnar er The Flatey Enigma. 14.3.2012 09:37
Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. 14.3.2012 08:00
Náðu mynd af pari í innbroti Lögregla leitar nú að ungu pari sem braust inn í sumarbústað í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í fyrrinótt og vann einhverjar skemmdir við að komast þar inn. 14.3.2012 07:27
Styttist í setu í nefnd hjá Jóni Jón Bjarnason, sem hætti sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um áramótin, hefur enn ekki tekið sæti fyrir hönd VG í neinni nefnda Alþingis. 14.3.2012 07:00
Jarðvarminn býður mörg góð tækifæri Ný könnun sýnir að níu af hverju tíu telja mikil tækifæri fólgin í nýtingu jarðvarma. Forstjóri ÍSOR segir mikilvægt að umgangast landið af virðingu. 14.3.2012 07:00
Horn ekki á markað á næstunni Horn fjárfestingafélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á hlutabréfamarkað á næstunni eins og til stóð. Stefnt er að því að taka ákvörðun um framtíð Horns á næstu vikum. 14.3.2012 07:00
Snarráður vegfarandi bjargaði mannslífi Snarráður vegfarandi bjargaði að öllum líkindum mannslífi, þegar hann sá bíl á hvolfi ofan í Laxá á Ásum, skammt frá Blönduósi, í gærkvöldi og kom ökumanninum til hjálpar. 14.3.2012 06:53
Hjólageymsla byggð fyrir ráðuneytisfólk Sprenging er í notkun reiðhjóla hjá starfsfólki stjórnarráðsins. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hjóla mest allra. Engin aðstaða er fyrir hjólin svo reisa á geymslu sem verður í fiskihjallastíl til að minnast Sölvhólsbæjarins. 14.3.2012 06:30
Lektorinn skýri leka til DV fyrir rektor Ársæll Valfells, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, þarf að skila Kristínu Ingólfsdóttur, rektor skólans, greinargerð vegna þáttar síns í leka á trúnaðargögnum úr Landsbankanum. 14.3.2012 06:00
Bankastjórar í mjög djúpri afneitun Seðlabanki Íslands gaf ekki út heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið vorið 2008 heldur varaði við án þess að valda sjálfur fjármálaáfalli. Neyðarlögin skiluðu góðri niðurstöðu og það eina sem frekari undirbúningur hefði skilað væru mögulega betri endurheimtur fyrir kröfuhafa bankanna. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir Tryggva Pálssyni fyrir Landsdómi í gær. 14.3.2012 06:00
„Mildari leiðir stóðu til boða“ „Þetta var í takt við það sem maður hefði búist við,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í gær eftir fyrsta daginn á markaði undir nýjum reglum. „HFF14-flokkurinn lækkaði um 14% og svo var hækkun á lengri endanum. Þetta var nokkurn veginn í takt við væntingar.“ 14.3.2012 05:30
Aukin sókn í gjaldeyrisglufur kallaði á aðgerðir Aðstoðarseðlabankastjóri segir að svo hafi virst sem fjárfestar hafi gagngert og í auknum mæli nýtt sér glufur í gjaldeyrishöftum til að hagnast mikið. Með aðgerðaleysi hafi grundvöllur haftanna brostið. 14.3.2012 05:30
Fólksbíll endaði á hvolfi í Laxá í Ásum Fólksbíll valt ofan í Laxá í Ásum fyrir utan Blönduós í kvöld. Einn maður var í bílnum og sat hann fastur þangað til að vegfarandi kom honum til hjálpar. 13.3.2012 20:06
Reykjavík Fashion Festival í undirbúningi Mörg af stærstu tískutímaritum heims hafa boðað komu sína á Reykjavík Fashion Festival sem verður haldin í lok mánaðarins. Ísland í dag kynnti sér undirbúning hátíðarinnar. 13.3.2012 19:56
Ekki með í Drekaútboði - vill ekki pólitíska áhættu Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis. 13.3.2012 19:00
Góð ferilskrá skiptir sköpum í ráðningarferlinu Atvinnuumsóknir upp á tugi blaðsíðna eru ekki vænlegar til árangurs í atvinnuleit, segir ráðgjafi hjá Capacent. Góð ferilskrá er lykillinn að því að fólk komist áfram á ráðningarferlinu þegar samkeppni er mikil. 13.3.2012 18:45
Glufan í gjaldeyrishöftunum var eins og peningavél fyrir fjárfesta Fjárfestar gátu notað glufu í lögum um gjaldeyrishöft til að græða mörg hundruð milljónir með því einu að færa peninga til og frá landinu. Alþingi lokaði á þennan möguleika í nótt með lagabreytingu. 13.3.2012 18:30
Rolex-ræningi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. mars Pólverji, sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til 21. mars. Maðurinn var handtekinn í Sviss í síðasta mánuði ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður um aðild að ráninu. 13.3.2012 18:01
Hátt eldsneytisverð hefur veruleg áhrif á ferðaþjónustuna Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að hátt eldsneytisverð hafi veruleg áhrif á ferðaþjónustuna. 13.3.2012 17:55