Fleiri fréttir

Steingrími var brugðið

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að sér hafi verið brugðið þegar hann áttaði sig á því að innlánssöfnun Landsbankans væri í útibúi en ekki dótturfélagi.

Hafði efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins

Árni Mathiesen segist hafa verulegar efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins í samskiptum við Íslendinga þegar til stóð að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi. "Ég hef miklar efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins við okkur á þessum tíma,“ sagði Árni fyrir Landsdómi í dag.

Allt stopp á borgarstjóraveggnum - Davíð síðastur upp

„Það er enginn í meirihlutanum sem er alveg miður sín vegna þess að þetta er ekki komið á hreint," segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, um þá ákvörðun að hætt hefur verið að gera brjóstmyndir af borgarstjórum Reykjavíkurborgar - í bili að minnsta kosti.

Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks

Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni.

Talað um að Landsbankamenn hefðu auglýst ríkisábyrgð á Icesave

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki vita hvort stjórnendur Landsbankans hafi litið svo á að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningunum. Þetta sagði Árni fyrir Landsdómi í dag þegar saksóknari spurði hann út í afstöðu hans.

Vill gera upptökur úr Landsdómi aðgengilegar fyrir almenning

Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarinnar hvatti í dag til þess á Alþingi að þingið beiti sér fyrir því að upptökur úr Landsdómi verði gerðar opinberar um leið og dómsmálinu ljúki. Hann segir það skýlaus kröfu að almenningur fái aðgang að upptökunum, ótækt sé að þurfa að reiða sig á endursögn á málinu í fjölmiðlum.

Baldur farinn í fangelsi - óskaði sjálfur eftir að hefja afplánun

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur hafið afplánun á tveggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Hæstirétti í febrúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði Baldur sjálfur eftir að hefja afplánun en hann hefur verið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg síðustu daga en verður færður fljótlega á Kvíabryggju eða Bitru.

Rolex-ræninginn í héraðsdómi

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er kominn til landsins og er dómari nú að taka afstöðu til kröfu Ríkissaksóknara um gæsluvarðhald yfir honum. Maðurinn var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði.

Eiginfjárstaðan virtist góð

Allar vísbendingar bentu til þess að eiginfjárstaða bankanna væri í lagi fyrir hrun, sagði Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Árni hóf að gefa skýrslu í dag, en hann er næstsíðasta vitnið sem kemur fyrir dóminn.

Sérstakur yfirheyrði menn í London í síðustu viku

Um tíu menn voru yfirheyrðir í London í síðustu viku í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Kaupþingi. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að yfirheyrslurnar hafi farið fram en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Vill selja borgara fyrir vestan

Fyrirtækið Prikið ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í Bankastræti í Reykjavík, hefur óskað eftir leyfi frá Ísafjarðarbæ til að staðsetja hamborgarabíl á svæðinu fyrir framan upplýsingamiðstöðina í Edinborgarhúsinu yfir páskahelgina, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

Tveir mánuðir þar til ákvörðun verður tekin um ákæru

Að minnsta kosti tveir mánuðir eru í að Ríkissaksóknari taki ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í máli Egils Einarssonar, betur þekktum sem Gillzenegger, og unnustu hans, en þau voru kærð fyrir nauðgun á síðasta ári.

Segir Landsbankamenn hafa viljað færa Icesave í dótturfélag

"Ég held að það hafi verið vilji frá bankanum að gera þetta,“ sagði Jón Þorsteinn Oddleifsson frá Landsbankanum aðspurður um það hvort til hafi staðið að færa Icesave innistæðurnar í Bretlandi úr útibúi yfir í dótturfélag.

Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum

Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn.

Rolex-ræningi á leið til landsins í dag - von á hinum síðar

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslunin Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er væntanlegur til landsins í dag en hann var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir hjá Ríkissaksóknara segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum um leið og hann kemur til landsins. Síðan tekur við rannsókn á þætti mannsins í ráninu.

Seðlabankinn fékk ekki upplýsingar um krosseignatengsl

Fjármálaeftirlitið neitaði að láta Seðlabankann hafa upplýsingar um einstaka lántakendur bankanna í aðdraganda hrunsins vegna bankaleyndar. Af þessum sökum gat Seðlabankinn ekki áttað sig á krosseignatengslum í bankakerfinu. Þetta sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi í dag.

Fyrrverandi bankastjórar í djúpri afneitun

"Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi mögulega getað lifað af eru í mjög djúpri afneitun," sagði Tryggvi Pálsson, ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans, fyrir Landsdómi í dag.

Fæðingum fækkaði nokkuð í fyrra miðað við árið á undan

Fæðingum á árinu 2011 fækkaði örlítið ef miðað er við árið á undan. Á síðasta ári fæddust 4.496 börn en árið á undan voru börnin 4.907. Fæðingartalan í fyrra er þó svipuð og meðaltal undanfarinna áratuga og er 2011 árgangurinn í 26. sæti miðað við stærð ef litið er allt aftur til ársins 1951, að því er fram kemur í frétt hjá Hagstofunni.

Strax merki um vandamál árið 2003

Það er þumalputtaregla að ef banki eykur útlán um meira en 15 prósent á ári, þá er það merki um of mikla áhættu. Þetta sagði Tryggvi Pálsson, sem var ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika, þegar hann bar vitni í Landsdómi í dag. Tryggvi sagði að íslensku bankarnir hefðu vaxið miklu meira en þetta. Bankarnir hefðu einkum vaxið á árunum 2003 – 2004 og þá hefði ör vöxtur þeirra strax verið farinn að valda þeim vandræðum.

Einungis konur kosnar í stjórn Samstöðu

Einungis konur voru kosnar í stjórn Samstöðu- flokks lýðræðis og velferðar, gjarnan kennd við Lilju Mósesdóttur, á fundi aðildarfélags flokksins í Reykjavík í gærkvöldi.

Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda "Glitnishelgarinnar“ hafi verið "gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi.

Verðið hækkaði mest í verslunum Bónuss

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 21 til 55 prósent frá því í apríl 2008 og mest hjá lágvöruverðsverslunum. Framkvæmdastjóri Bónuss dregur niðurstöðurnar í efa. Verð á mat- og drykkjarvörum hefur hækkað um 38 prósent á tímabilinu.

Fernt felldi Kaupþing

Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum.

Rannsókn á Íbúðalánasjóði tefst til hausts

Stjórnsýsla Rannsóknarnefnd Alþingis, sem gert var að rannsaka starfsemi Íbúðalánssjóðs frá árinu 2004 til ársloka 2010, náði ekki að ljúka starfi sínu á tilsettum tíma þar sem verkefnið reyndist mun umfangsmeira en í fyrstu var talið.

Átti að minnka kerfið 2006 til 2007

Grípa hefði átt til aðgerða til að minnka íslenska bankakerfið á seinni hluta ársins 2006, ef vilji var fyrir hendi að gera það. Fundargerðir Seðlabanka voru einhliða upplifun þeirra sem þær rituðu á atburðum sem þeir vildu að hefðu átt sér stað. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason fyrir Landsdómi í gær.

Er að vinna fyrir sérstakan saksóknara

Stefán Svavarsson var innri endurskoðandi Seðlabanka Íslands um þriggja ára skeið. Hann lét af störfum árið 2008. Hann taldi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af eignum bankanna á þeim tíma. Þeir hefðu sýnt góða afkomu, verið með mjög góða eiginfjárstöðu og reikningar þeirra áritaðir af alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum, sagði hanní vitnaleiðslum í gær. Í reikningunum hefði auk þess komið fram að þeir væru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikniskilastaðla. Ef innviðir eignasafna bankanna hefðu verið slæmir hefði engin leið verið fyrir þann sem las reikninga þeirra að átta sig á því.

Ársæll kom gögnum til DV

Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, kom gögnum um Guðlaug Þór Þórðarson þingmann frá Fjármálaeftirlitinu til DV. Lögreglurannsókn fer nú fram vegna málsins.

Viðmið um framboð varhugaverð

„Það er margt til bóta í frumvarpinu en jafnframt margt í óvissu.“ Þetta segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ, um frumvarp um breytingu á úthlutun tollkvóta á landbúnaðarvörum.

Júpíter og Venus eiga stefnumót saman

Tvær björtustu plánetur sólkerfisins, Júpíter og Venus, skína nú skærar í vesturhimni. Síðustu daga hafa pláneturnar nálgast hvor aðra hratt og næstu daga munu þær eiga náið stefnumót saman.

Fjárdráttur í Háskóla Íslands

Háttsettum starfsmanni Háskóla Íslands hefur verið vikið frá störfum en maðurinn er grunaður um fjárdrátt. Ekki liggur fyrir um hve miklar upphæðir ræðir en málið mun vera í rannsókn. Heimildir fréttastofu herma að grunur leiki á að fjárdrátturinn nái aftur til ársins 2007.

Kláminu um að kenna?

Móðir unglingsstúlku segir að nauðganir í samböndum séu staðreynd. Dóttir hennar upplifði ofbeldi af þessu tagi í fjögur ár - frá því að hún var 14 til 18 ára.

Gríðarlegir tekjuhagsmunir undir í rammaáætlun

Samorka telur að ríkisstjórnin sé út frá pólitískum forsendum að stöðva allt að átján virkjunarkosti í rammaáætlun með því að víkja frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar. Stjórnvöld gætu með þessu útilokað virkjanir sem gætu skilað nærri sextíu milljarða króna raforkusölutekjum á ári.

Japanskir skiptinemar minntust hamfara á Háskólatorgi

Japanskir skiptinemar og nemendur við Háskóla Íslands minntust hamfaranna í Japan á Háskólatorgi í dag. Þeir segja Japani vera mjög þakkláta Íslendingum fyrir stuðning og samúð eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Jóhanna Margrét Gísladóttir.

Leitast eftir að loka á glufu í gjaldeyrishöftunum

Nú stendur yfir umræða á Alþingi um herðingu á gjaldeyrishöftunum þar sem leitast er eftir að loka á gjaldeyrisútflæði í gegnum glufu á höftunum. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt í kvöld. Greiningaraðili segir breytinguna minnka traust erlendra aðila.

Götur Reykjavíkur fá andlitslyftingu

Reykjavíkurborg mun veita hundrað milljónum króna aukalega til gatnaframkvæmda í borginni í sumar. Margar götur eru komnar í slæmt ástand eftir vetrarþunga og lítið viðhald.

Hundar greina krabbamein með mikill nákvæmni

Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á LSH, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. Hann ræddi um hæfileika hunda til að greina krabbamein.

Skýrslutökum lokið í dag

Skýrslutökum er lokið í dag í máli saksóknara Alþingis gegn Geir Haarde. Sex vitni komu fyrir dóminn og var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar fyrst þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir