Fleiri fréttir

Bíll gjöreyðilagðist í eldi

Fólksbíll gjöreyðilagðist í eldi í Hafnarfirði í nótt og nálægur bíll skemmdist talsvert, þegar eldtungurnar náðu til hans.

Sjúkraflutningamenn tóku á móti barni

Litlum snáða lá svo á að komast í heiminn á heimili sínu við Laugateig í Reykjavík í gærkvöldi, að hann fæddist heima hjá sér um leið og sjúkraflutningamenn voru komnir til að flytja móðurina upp á fæðingadeild.

Ummæli Snorra í Betel til skoðunar

Akureyrarbær hefur nú ummæli Snorra Óskarssonar, sem oft er kenndur við trúarsöfnuðinn Betel, til skoðunar. Í pistli á bloggsíðu sinni sagði hann samkynhneigð vera synd. Snorri kennir unglingum í Brekkuskóla á Akureyri.

Sorp flokkað á herbergjum

Grand Hótel Reykjavík hyggst fyrst hótela í borginni taka upp þriggja þátta sorpflokkunarkerfi á herbergjum.

Fer fyrir borgarráð í næstu viku

Borgarráði verður í næstu viku kynntur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem borginni er gert að greiða Frjálslynda flokknum tæplega 3,4 milljónir króna með vöxtum. Dómurinn er til kominn vegna framlags sem ranglega rann til Borgarmálafélags F-lista, sem Ólafur F. Magnússon, þáverandi oddviti listans, hafði stofnað.

Klapparstígur tekinn í gegn

Klapparstígur verður endurnýjaður frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg í sumar. Útlit götunnar að loknum framkvæmdum verður svipað og er á Skólavörðustíg. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt lögnum sem komnar eru á tíma. Þá verður sett snjóbræðsla í götu og gangstéttir. Gönguleiðir verða breikkaðar og akbraut mjókkuð, auk þess sem hún verður upphækkuð á gatnamótum.

Tæki til hljóðritunar of dýr

Ofurtollar á tæki sem ætluð eru til hljóðritunar mismuna blindum sem hafa ekki efni á tækjum sem sérhönnuð eru til að spila ákveðna tegund hljóðbóka. Þetta segir Arnþór Helgason, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Stórt skref í átt að fullnaðarsigri

Alistair Grétarsson hefur undanfarin ár starfað fyrir UNICEF á Indlandi þar sem lyft hefur verið grettistaki í baráttunni gegn lömunarveiki. Rúmt ár er frá síðasta staðfesta tilfelli, en í samtali við Þorgils Jónsson segir Alistair að alls ekki megi slá s

Fundar með Huang Nubo í Kína

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, er í Beijing í Kína. Þar mun hann funda með kínverska fjárfestinum Huang Nubo, sem hefur augastað á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. „Ég er að ræða við Nubo um hvort hægt sé að koma einhverjum hugmyndum hans á skrið aftur,“ segir Bergur.

Nú þarf að bíða eftir hlákunni

Mokað hefur verið burt snjóhraukum sem talið var að hætta stafaði af í Reykjavík. Hraukarnir hafa hlaðist upp í snjómokstri borgarinnar síðustu vikur.

Hafði aldrei tekið bílpróf

Ökumaður á sextugsaldri var stöðvaður í reglubundnu eftirliti lögreglunnar á Hvolsvelli um síðustu helgi. Þegar lögreglan óskaði eftir að sjá ökuskírteini mannsins kom í ljós að hann var ekki með skírteini og það sem meira er, hann hafði aldrei á ævinni fengið ökuréttindi. Sunnlenska.is greindi frá þessu.

Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur

Málefnasamningur nýs meirihluta í Kópavogi var opinberaður í kvöld. Áhersla er lögð á niðurgreiðslu skulda. Einnig á að endurskoða fasteignagjöld og önnur gjöld með lækkun í huga.

Kveikt í dagblöðum í Kópavogi

Kveikt var í dagblöðum sem lágu í póstkössum í fjölbýlishúsi við Vallakór í Kópavogi í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Þó nokkur reykur var þó í anddyri og á stigagangi fjölbýlishússins og þurfti því að reykræsta og lofta út, að sögn varðstjóra. Ekki er vitað hverjir voru að verki.

Spáðu mikið í framtíðina

Bræðurnir Bergsveinn og Kristján Guðmundssynir skildu eftir bréf milli þilja í húsi á Ísafirði árið 1927. Bréfið kom syni Bergsveins ekki á mikið óvart.

Framboðsfrestur rennur út eftir þrjá og hálfan mánuð

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur enn ekki tekið af öll tvímæli um hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi starfa næsta kjörtímabil. Framboðsfrestur rennur út eftir þrjá og hálfan mánuð.

Sendu eldri borgurum smáaura og fóru svo að "gambla" með peninga

Helgi Vilhjálmsson í Góu segir að stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi misnotað vald sitt á árunum fyrir hrun og því eigi þeir að víkja. Hann íhugar að leggja lífeyrisgreiðslur beint inn á bankabók starfsmanna í stað þess að láta lífeyrissjóðina fá peningana.

Vilja opna umræðuna um blettaskalla

Þuríður Helga Jónasdóttir hefur verið með blettaskalla, eða óútskýrðan hármissi, í átján ár. Hún hefur lært að lifa með sjúkdómnum og opnaði nýverið vefsíðu, ásamt annarri konu, til að opna umræðuna.

Móðir Y-listans biður Kópavogsbúa afsökunar: Þetta er sorglegt

Ásdís Ólafsdóttir, sem var ein af þeim sem átti frumkvæðið af því að stofna Y-Lista Kópavogsbúa, biður Kópavogsbúa innilegrar afsökunar vegna nýs meirihluta sem nú hefur verið myndaður í bænum. Hún segir Y-listann hafa tekið stóra U beygju frá sínum grunngildum.

Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni

"Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.

Icelandair greiði áttatíu milljónir í sekt

Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms í máli Icelandair gegn Samkeppniseftirlitinu og þarf flugfélagið að greiða áttatíu milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni.

Listamannalaunin - 217 af 639 fengu úthlutað

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutunar fyrir árið 2012. Alls bárust 639 umsóknir frá einstaklingum og hópum. Af þeim fengu 217 úthlutað úr launsjóðum.

Ármann nýr bæjarstjóri í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi verður næsti bæjarstjóri í sveitarfélaginu en nýr meirihluti í Kópavogi var kynntur á blaðamannafundi sem hófst klukkan hálf fimm í dag. Núverandi bæjarstjóri, Guðrún Pálsdóttir, mun hverfa aftur til fyrri starfa sinna sem sviðstjóri hjá Kópavogsbæ.

"Okkar prinsipp fóru til helvítis“

"Það er búið að heilaþvo sumt lið, okkar prinsipp fóru til helvítis,“ segir Ásdís Ólafsdóttir, ein af stofnendum Lista Kópavogsbúa sem hafa myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Safnaráð fundar með breska gullkaupmanninum

Í tilefni af auglýsingu breska fyrirtækisins P&H Jewellers í Fréttablaðinu laugardaginn 4. febrúar sl. þar sem fólk er hvatt til að koma með gull og skartgripi til mats og mögulegrar sölu, hefur safnaráð komið á fundi með fulltrúa fyrirtækisins þar sem sérfræðingar á vegum ráðsins munu skoða þá skartgripi sem fyrirtækið hyggst flytja úr landi.

Klettaskóli endurbættur fyrir 2 milljarða króna

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag að ráðast í nýja viðbyggingu og stórfelldar endurbætur á Klettaskóla, nýjum sameinuðum sérskóla í Reykjavík. Til stendur að koma þar upp 3.400 fermetra viðbyggingu með íþróttaaðstöðu og sundlaug sem þjóna mun skólanum. Þá er gert ráð fyrir að íþróttafélög fatlaðra geti nýtt íþróttasal og sundlaugina.

Rauðir hundar greinast hér á landi

Á síðustu 1-2 vikum hafa tveir fullorðnir einstaklingar greinst með rauða hunda hér á landi. Í tilkynningu frá Landlækni segir að báðir hafi þeir verið með einkennandi sjúkdóm og höfðu ekki verið bólusettir sem börn eða unglingar. Annar einstaklinganna hafði líklega smitast erlendis. Landlæknir segir þó ekki ástæðu til þess að hefja fjöldabólusetningu unglinga eða fullorðinna gegn sjúkdómnum að svo stöddu. Sjúkdómurinn greindist síðast hér á landi árið 1992.

Sló heimsmet á Grænlandsjökli - Vatnajökull stoppaði hann

Fjallgöngumaðurinn Alex Hibbert hringdi í föður sinn þegar hann og félagi hans, Finn McCann lentu í hrakningum uppi á Vatnajökli fyrr í vikunni. Fram kemur á vefsíðu Daily Mail að faðir Hibberts hringdi því næst í strandgæsluna í Bretlandi sem kom skilaboðum áleiðis til íslensku björgunarsveitanna.

Kvörtunum vegna klámfenginna auglýsinga rignir inn

"Þetta hefur verið mjög áberandi núna í haust og eftir áramót," segir jafnréttisstýra Jafnréttisstofu, Kristín Ástgeirsdóttir, en kvörtunum vegna klámfenginna auglýsinga hefur rignt yfir jafnréttisstofu að undanförnu.

Biðja verktaka að framlengja tilboð í Vaðlaheiðargöng

Lægsta tilboð í Vaðlaheiðargöng rennur út eftir fimm daga. Formleg ósk um að það verði framlengt um fjóra mánuði verður lögð fram í dag. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því tilboð voru opnuð í gerð Vaðlaheiðarganga en lægsta boð kom frá ÍAV og Marti og var upp á tæpa níu milljarða króna, um hálfum milljarði króna undir kostnaðaráætlun.

Meirihlutinn klár í Kópavogi

Málefnasamningur um meirihlutasamstarf í Kópavogi er frágenginn. Þetta staðesta oddvitar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ómar Stefánsson, Framsóknarflokki, segir að búið sé að ákveða skiptingu embætta, svo sem bæjarstjóra og formann bæjarráðs. Hann vill þó ekkert segja nánar frá því fyrr en hann hefur talað við trúnaðarmenn í Framsóknarflokknum og fengið samþykki fyrir aðild flokksins að meirihlutanum.

Vilja að allir forsvarsmenn lífeyrissjóðanna segi af sér

Stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna hvetur alla stjórnarmenn, forstjóra og framkvæmdastjóra lífeyrissjóða "sem bera ábyrgð á því hvernig fór“ að segja af sér eins og fram kemur í ályktun sem stjórn félagsins hefur samþykkt.

Áfengissala í janúar svipuð og 2006

Sala á áfengi dróst saman um 2,3% í janúar síðastliðnum miðað við sama tímabil í fyrra. Alls seldust 1.074.000 lítrar í mánuðinum og er munurinn 25 þúsund lítrar. Samdráttur í sölu er talsvert meiri í bjór en léttvínum, eftir því sem fram kemur á vef Vínbúðanna. Þannig dróst sala á bjór saman um 3% á meðan sala á rauðvíni og hvítvíni dróst saman minna um minna en 1%. Ef litið er lengra aftur í tímann og salan í janúar í ár borin saman við söluna fyrir tveimur árum, þá seldust tæplega 8% færri lítrar af áfengi í ár. Salan nú er aftur á móti svipuð, í lítrum talið og hún var árið 2006,

Foreldrar Brekkuskóla æfir vegna Snorra í Betel

Foreldrar Brekkuskóla á Akureyri eru æfir vegna bloggfærslu Snorra Óskarssonar, oft kenndur við Betelsöfnuðinn og kennari við skólann, en þar leggst hann harkalega gegn samkynhneigð og sagði slíkar kenndir synd og að laun syndarinnar væri dauði.

Hundur drap hænur á heimili í Breiðholti

Skipulagsstjóri vill ekki leyfa hænsnahald í Reykjavík því hænur séu húsdýr en ekki gæludýr. Hundur drap þrjár landnámshænur í Seljahverfi um síðustu helgi. Hesthús er í næstu götu og hænueigendurnir undrast biðina eftir leyfi.

Heitavatnslaust í Fossvogi og nágrenni í dag

Heitavatnslaust verður frá kl. 9:00 í dag í Fossvogi og nágrenni vegna viðgerðar á heitavatnslögn. Vonast er til að viðgerð verði lokið uppúr kl. 19:00 í kvöld. Dragist viðgerð mun Orkuveitan senda út tilkynningu þar að lútandi og birta á heimasíðu sinni.

Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar

ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis.

Nýr Börkur til Neskaupstaðar

Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað hefur bætt glæsilegu skipi við fiskiskipaflotann með kaupum á fjölveiðiskipinu Torbas frá Noregi. Skipið ber nafnið Börkur NK.

Sjá næstu 50 fréttir