Fleiri fréttir Segir óánægju ríkja með stefnu forystumanna VG Megn óánægja ríkir innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vegna þeirrar stefnu sem framlína flokksins hefur tekið, meðal annars í Evrópumálum. Formaður félags VG á Álftanesi útilokar ekki úrsögn sína úr flokknum. 5.1.2012 12:40 Þrjátíu hundsbit í borginni á síðasta ári Þrjátíu hundsbit voru tilkynnt til lögreglu höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári og að minnsta kosti fjórir hundar voru aflífaðir í kjölfarið. Um helmingur hundaeigenda í Reykjavík hafa sótt einhvers konar hlýðninámskeið. 5.1.2012 12:27 Auglýsing Landsbankans hugsanlega brotleg við siðareglur Bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, segir það forkastanlegt að hann skuli koma fyrir í sjónvarpsauglýsingu Landsbankans. Hann segir í viðtali við blaðið Akureyri Vikublað að hann hafi komið fyrir í auglýsingu bankans, sem var sýnd yfir allar hátíðarnar, en myndskeiðið var tekið upp þegar hann var fundarstjóri á kynningarfundi á vegum bankans fyrir nokkru. 5.1.2012 12:17 Íslensk rannsókn: Horfur sjúklinga batna stórlega Horfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa stórlega batnað samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku læknatímariti í dag. Ástæðan er rakin til aukinnar notkunar á myndrannsóknum á öðrum sjúkdómum. 5.1.2012 12:05 Hver ætti að setjast að á Bessastöðum í vor? - Frábær þátttaka í könnun Lesendur Vísis eiga enn kost á að segja sína skoðun á þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið til að taka við af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í vor. Forsetinn gaf það út í Nýársávarpi sínu að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri og því eru allar líkur á því að nýr bóndi taki við búinu á Bessastöðum. Vísir tók því saman lista með nokkrum nöfnum einstaklinga sem oft hafa verið nefndir í því sambandi. Gríðarlega góð þáttaka hefur verið í könnuninni sem hófst í gær en henni lýkur klukkan tvö í dag. Takið þátt með því að smella hér. 5.1.2012 11:48 Leigjendaaðstoðin fékk yfir þúsund fyrirspurnir á síðasta ári Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna fékk alls 1048 fyrirspurnir frá leigjendum á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar. 5.1.2012 11:20 Braust inn í bíl og stal gjöfum Brotist var inn í tvær bifreiðar í Skerjafirði í morgun og stolið gjöfum úr annarri þeirra. Þá var einnig brotist inn í bifreið í Breiðholti og þaðan stolið verkfærum. 5.1.2012 11:10 Leonard-þjófur dæmdur Karlmaður á átjánda aldursári var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 5.1.2012 11:04 Eitt naut enn úti í haga eftir nautaat í Skagafirði "Við náðum ekki síðasta nautinu," segir einn smalinn sem lenti í nautaati í Steinstaðahverfi, skammt frá Varmahlíð í Skagafirði, í fyrradag. Hann naut liðsinnis fjögurra björgunarsveitarmanna Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð. Alls voru þeir sex við smalamennskuna. 5.1.2012 10:22 Með riffil, hnúajárn og vasahníf á skemmtistað í miðborginni Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað mál gegn karlmanni á fertugsaldri fyrir fjölda fíkniefna, vopna- og umferðarlagabrota. 5.1.2012 10:07 Ikea innkallar barnastólabelti IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga ANTILOP háan barnastól frá framleiðanda númer 17389 og með framleiðsludagsetningar 0607-0911 að hafa samband við þjónustuver IKEA (http://www.ikea.is/thjonusta). 5.1.2012 09:25 Gefa varð trippum í Gæsadal næringu í æð Trippin tvö, sem hafa verið innikróuð nyrst í Gæsadal vikum saman, voru orðin svo veikburða að gefa þurfti þeim næringu í æð á leið til byggða, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar. 5.1.2012 08:30 Björgunarsveitarmenn í nautaati fyrir norðan Fimm björgunarsveitarmenn á vélsleðum lentu í svæsnu nautaati í Steinstaðahverfi, skammt frá Varmahlíð í Skagafirði í fyrradag, en höfðu betur eftir þriggja klukkustunda viðureign. 5.1.2012 07:59 Brotist inn í tvo veitingastaði Brotist var inn í tvo veitingastaði í Reykjavík í gærkvöldi og áfengi og verðmætum stolið. 5.1.2012 07:50 Tólf loðnuskip í hnapp á miðunum Tólf loðnuskip eru nú í hnapp , um það bil 60 sjómílur aust- norðaustur af Langanesi og fleiri eru á leiðinni þangað. 5.1.2012 07:48 Mótmæla lokun sjúkrahússins í Neskaupstað Hollvinasamtök fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað mótmæla harðlega áformum um að loka sjúkrahúsinu í sex til átt vikur í sumar, enda sé það eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi. 5.1.2012 07:47 Hitaveita lögð til Skagastrandar Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Rarik um lagningu hitaveitu í bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús tengist hitaveitunni haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014. 5.1.2012 07:00 Hrottaleg líkamsárás í Árbæjarhverfi Þrír karlmenn spörkuðu upp hurð að íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, ruddust þar inn og gengu í skrokk á húsráðanda. 5.1.2012 06:54 Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap „Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. 5.1.2012 06:00 Jólatrén sótt í flestum sveitarfélögum Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðustu ár. Hins vegar bjóða einhver íþróttafélög upp á að hirða jólatré fyrir borgarbúa gegn gjaldi. Þá hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafið samstarf um að hirða jólatré auk þess sem Íslenska gámafélagið sækir jólatré. 5.1.2012 06:00 Skeljungur þagði um ósöluhæfan áburð Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er. 5.1.2012 04:00 Ættleidd börn í meiri hættu Börnum sem eru ættleidd eftir átján mánaða aldur er hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda en öðrum börnum. Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar benda til þessa. 5.1.2012 04:00 Telur að þyngja eigi refsinguna Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skattahluta Baugsmálsins til Hæstaréttar. Hann krefst þyngri refsingar yfir ákærðu í þeim ákæruliðum þar sem sakfellt var, og þess að Hæstiréttur snúi dómi héraðsdóms í þeim ákæruliðum þar sem sýknað var. 5.1.2012 03:15 Breytingar við ritstjórn Eiðfaxa Trausti Þór Guðmundsson, ritstjóri Eiðfaxa, lét af því starfi um áramótin. Hann hefur ritstýrt blaðinu í fimm ár. Nú tekur ritnefnd við útgáfu blaðsins, en formaður hennar er Telma Tómasson fréttamaður og tamningamaður. Fjórir sitja með henni í ritnefnd en það eru þau: 4.1.2012 23:06 Vann 38 milljónir í Víkingalottóinu Einn Íslendingur var svo heppinn að hreppa hinn alíslenska bónusvinning í Víkingalottóinu þegar dregið var í kvöld. Sá hinn sami fær tæpar 38,6 milljónir í sinn hlut. Það voru hins vegar þrír Norðmenn og einn finni sem skiptu með sér 1. vinningi í Víkingalottóinu, en hver þeirra fær í sinn hlut 66 milljónir króna. 4.1.2012 22:29 Mikill fengur í þátttöku Íslands í New York Þrjú íslensk verk verða sýnd á kynningu á íslenskum sviðslistum í New York um næstu helgi. Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir kynningunni í samstarfi við hin Norðurlöndin. 4.1.2012 22:00 Enn skerpt á aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga Skipulagsbreyting hefur verið ákveðin hjá 365 miðlum. Breytingin felur í sér að þeir starfsmenn ritstjórnar Fréttablaðsins sem hafa haft með höndum skrif í kynningarblöð sem fylgt hafa blaðinu færast yfir til sölu- og þjónustusviðs 365 miðla. 4.1.2012 21:37 Ósáttur við að ráðherra skyldi þurfa álit frá Umboðsmanni Formaður sambands íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að þurft hafi álit frá umboðsmanni Alþingis til að menntamálaráðherra hlustaði á nemendur. Hann segir það ánægjuefni ef hverfaskipting vegna innskráningar verður afnumin. 4.1.2012 21:31 Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. 4.1.2012 21:22 Framlög vegna dagforeldra hækka um 10% Þeir sem eiga börn hjá dagforeldrum í Reykjavík geta glaðst því að framlag borgarinnar vegna barna sem dvelja hjá dagforeldrum hækkaði um 10% um nýliðin áramót. Þá hækkaði jafnframt systkinaafsláttur ef tvö eða fleiri systkini dvelja hjá dagforeldri. Framlag fyrir annað barn verður 75% hærra en með fyrsta barni og framlag með þriðja barni verður 100% hærra. 4.1.2012 21:10 Segir hunda geta verið manndrápstól Faðir fimm ára stúlku sem var bitin í andlit af hundi síðsumars telur ekki vit í öðru en að lóga hundi eftir að hafa bitið manneskju. Hann segir hunda geta verið manndrápsvélar og því sé rétt að skylda hundaeigendur til að sækja námskeið, rétt eins og þá sem sækja um byssuleyfi. 4.1.2012 19:37 Hávær krafa um að flýta landsfundi Nokkuð hávær krafa er um það innan Samfylkingarinnar um að flýta landsfundi flokksins og halda hann á fyrri hluta þessa árs. Flokkstjórnarmaður segir eðlilegt að forystan endurnýi umboð sitt. Litlar líkur eru á að landsfundurinn verði í vor að mati formanns framkvæmdastjórnar flokksins. 4.1.2012 19:09 Telja öruggt að Ólafur Ragnar næði góðu kjöri á þing Sérfræðingar í stjórnmálafræði telja nær öruggt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi ná góðum árangri í þingkosningum og ná nokkrum mönnum á þing færi svo að hann gæfi kost á sér. Ólafur er árinu yngri en sitjandi forsætisráðherra og í fullu fjöri á líkama og sál. 4.1.2012 18:52 Kanínan var dauð þegar hún brann Maður sem kveikti í kanínu og kanínukofa í Garðabæ, segir að kanínan hafi verið dauð þegar að hann kveikti í henni. Þetta er fullyrt á vef lögreglunnar. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að ungar stúlkur hefðu gengið fram á kanínuna og málið verið tilkynnt til lögreglu við litlar undirtektir. 4.1.2012 18:41 Íslendingur í fjórtán ára fangelsi í Danmörku Vestre Landsret í Danmörku staðfesti í dag 14 ára fangelsisdóm yfir íslenskum karlmanni, Lárusi Frey Einarssyni, sem fundinn var sekur um að hafa skotið konu til bana, í mars 2010. 4.1.2012 18:09 Fjórtán prósent landsmanna reykja daglega Um 14,3% landsmanna reyktu daglega að eigin sögn á síðasta ári. Um 4,6% sögðust reykja sjaldnar en daglega. Samtals reyktu því 18,9% fullorðinna daglega eða sjaldnar. Þetta eru niðurstöður sem koma fram í skýrslu sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Skýrslan byggir á fjórum könnunum sem gerðar voru á tímabilinu febrúar til nóvember í fyrra. 4.1.2012 17:53 Vísir kannar vilja lesenda Forsetakosningar fara fram í vor eins og alþjóð veit og nú þegar eru menn farnir að velta fyrir sér eftirmanni Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum, en í Nýársávarpi sínu sagðist hann ekki hyggja á endurkjör. Vísir hefur ákveðið að gefa lesendum sínum tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á nokkrum einstaklingum sem hafa á síðustu dögum verið nefndir til sögunnar. 4.1.2012 15:42 Skoda stolið á nýársdag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Skoda Octavia með skráningarnúmerið YJ-634 en honum var stolið á Háteigsvegi í Reykjavík síðdegis á nýársdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 4.1.2012 15:22 Stefna á að mynda þúsund barna keðju í kringum Reykjavíkurtjörn Barnaheill - Save the Children á Íslandi mun á laugardaginn ýta úr vör átakinu Heillakeðja barnanna 2012 sem verður í gangi allt árið og er ætlað að vekja athygli á málefnum og réttindum barna. Í tilefni af átakinu ætla samtökin að mynda keðju þúsund barna í kringum Reykjavíkurtjörn en börnin verða öll með neonljós og munu gera bylgju þegar hringnum hefur verið lokað. 4.1.2012 14:33 Tekist á um sölu Perlunnar í borgarstjórn Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að hörð umræða hafi farið fram í gærkvöldi í borgarstjórn um sölu Perlunnar og hvernig að henni hafi verið staðið. 4.1.2012 13:30 Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndir stefna á framboð Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn eiga í viðræðum um sameiginlegt framboð til næstu Alþingiskosninga. Þetta kemur meðal annars fram á bloggsvæði Friðriks Þórs Guðmundssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar. 4.1.2012 13:01 Ljósmyndabók ársins hjá Time magazine prentuð hjá Odda Ein þeirra bóka sem var í hópi ljósmyndabóka ársins hjá Time magazine, er prentuð á Íslandi, nánar tiltekið hjá prentsmiðjunni Odda. Að sögn Arnars Árnasonar, markaðsstjóra Odda, hefur það færst mikið í aukana að Oddi sinni prentun fyrr Bandaríkjamarkað. Hann segir að veltan í slíkum verkefnum hafi tvöfaldast á milli áranna 2010 og 2011 sem sé spennandi þróun. "Oddi hefur prentað mikið af listaverka- og ljósmyndabókum og á meðal nýlegra verkefna var til dæmis stór sýningarskrá fyrir Guggenheim listasafnið, en við erum sérstaklega stolt af þessari ljósmyndabók" bætir Arnar við. 4.1.2012 12:13 Gætið ykkar á grýlukertunum íbúi í Þingholtunum hafði samband við lögregluna í morgun. Ástæðan var sú að hann hafði miklar áhyggjur af grýlukertum utan á húsi sínu. 4.1.2012 11:36 Hægt að treysta því að umsóknir verði metnar faglega í Kópavogi Guðríður Arnardóttir formaður bæjarráðs Kópavogs segir að umsækjendur um lóðir í bænum geti framvegis treyst því að umsóknirnar verði metnar faglega og málefnalega. Þetta segir Guðríður í tengslum við dóm sem féll í Hæstarétti fyrir áramótin sem var á þá leið að bærinn hafi mismunað umsækjendum um byggingarétt á Kópavogstúni árið 2005. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld hafi útilokað umsækjendur sem sóttu málið frá því að koma til álita við úthlutun á tveimur lóðum sem sótt var um. 4.1.2012 11:34 Lýst eftir vitnum að innbroti Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um innbrot og þjófnað í sumarbústað við Sogsbakka í fyrrdag. Bústaðurinn stendur á milli Ljósafossvirkjunnar og Steingrímsstöðvar í Grímsnes- og Grafningshreppi. 4.1.2012 10:59 Sjá næstu 50 fréttir
Segir óánægju ríkja með stefnu forystumanna VG Megn óánægja ríkir innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vegna þeirrar stefnu sem framlína flokksins hefur tekið, meðal annars í Evrópumálum. Formaður félags VG á Álftanesi útilokar ekki úrsögn sína úr flokknum. 5.1.2012 12:40
Þrjátíu hundsbit í borginni á síðasta ári Þrjátíu hundsbit voru tilkynnt til lögreglu höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári og að minnsta kosti fjórir hundar voru aflífaðir í kjölfarið. Um helmingur hundaeigenda í Reykjavík hafa sótt einhvers konar hlýðninámskeið. 5.1.2012 12:27
Auglýsing Landsbankans hugsanlega brotleg við siðareglur Bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, segir það forkastanlegt að hann skuli koma fyrir í sjónvarpsauglýsingu Landsbankans. Hann segir í viðtali við blaðið Akureyri Vikublað að hann hafi komið fyrir í auglýsingu bankans, sem var sýnd yfir allar hátíðarnar, en myndskeiðið var tekið upp þegar hann var fundarstjóri á kynningarfundi á vegum bankans fyrir nokkru. 5.1.2012 12:17
Íslensk rannsókn: Horfur sjúklinga batna stórlega Horfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa stórlega batnað samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku læknatímariti í dag. Ástæðan er rakin til aukinnar notkunar á myndrannsóknum á öðrum sjúkdómum. 5.1.2012 12:05
Hver ætti að setjast að á Bessastöðum í vor? - Frábær þátttaka í könnun Lesendur Vísis eiga enn kost á að segja sína skoðun á þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið til að taka við af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í vor. Forsetinn gaf það út í Nýársávarpi sínu að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri og því eru allar líkur á því að nýr bóndi taki við búinu á Bessastöðum. Vísir tók því saman lista með nokkrum nöfnum einstaklinga sem oft hafa verið nefndir í því sambandi. Gríðarlega góð þáttaka hefur verið í könnuninni sem hófst í gær en henni lýkur klukkan tvö í dag. Takið þátt með því að smella hér. 5.1.2012 11:48
Leigjendaaðstoðin fékk yfir þúsund fyrirspurnir á síðasta ári Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna fékk alls 1048 fyrirspurnir frá leigjendum á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar. 5.1.2012 11:20
Braust inn í bíl og stal gjöfum Brotist var inn í tvær bifreiðar í Skerjafirði í morgun og stolið gjöfum úr annarri þeirra. Þá var einnig brotist inn í bifreið í Breiðholti og þaðan stolið verkfærum. 5.1.2012 11:10
Leonard-þjófur dæmdur Karlmaður á átjánda aldursári var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 5.1.2012 11:04
Eitt naut enn úti í haga eftir nautaat í Skagafirði "Við náðum ekki síðasta nautinu," segir einn smalinn sem lenti í nautaati í Steinstaðahverfi, skammt frá Varmahlíð í Skagafirði, í fyrradag. Hann naut liðsinnis fjögurra björgunarsveitarmanna Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð. Alls voru þeir sex við smalamennskuna. 5.1.2012 10:22
Með riffil, hnúajárn og vasahníf á skemmtistað í miðborginni Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað mál gegn karlmanni á fertugsaldri fyrir fjölda fíkniefna, vopna- og umferðarlagabrota. 5.1.2012 10:07
Ikea innkallar barnastólabelti IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga ANTILOP háan barnastól frá framleiðanda númer 17389 og með framleiðsludagsetningar 0607-0911 að hafa samband við þjónustuver IKEA (http://www.ikea.is/thjonusta). 5.1.2012 09:25
Gefa varð trippum í Gæsadal næringu í æð Trippin tvö, sem hafa verið innikróuð nyrst í Gæsadal vikum saman, voru orðin svo veikburða að gefa þurfti þeim næringu í æð á leið til byggða, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar. 5.1.2012 08:30
Björgunarsveitarmenn í nautaati fyrir norðan Fimm björgunarsveitarmenn á vélsleðum lentu í svæsnu nautaati í Steinstaðahverfi, skammt frá Varmahlíð í Skagafirði í fyrradag, en höfðu betur eftir þriggja klukkustunda viðureign. 5.1.2012 07:59
Brotist inn í tvo veitingastaði Brotist var inn í tvo veitingastaði í Reykjavík í gærkvöldi og áfengi og verðmætum stolið. 5.1.2012 07:50
Tólf loðnuskip í hnapp á miðunum Tólf loðnuskip eru nú í hnapp , um það bil 60 sjómílur aust- norðaustur af Langanesi og fleiri eru á leiðinni þangað. 5.1.2012 07:48
Mótmæla lokun sjúkrahússins í Neskaupstað Hollvinasamtök fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað mótmæla harðlega áformum um að loka sjúkrahúsinu í sex til átt vikur í sumar, enda sé það eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi. 5.1.2012 07:47
Hitaveita lögð til Skagastrandar Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Rarik um lagningu hitaveitu í bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús tengist hitaveitunni haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014. 5.1.2012 07:00
Hrottaleg líkamsárás í Árbæjarhverfi Þrír karlmenn spörkuðu upp hurð að íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, ruddust þar inn og gengu í skrokk á húsráðanda. 5.1.2012 06:54
Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap „Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. 5.1.2012 06:00
Jólatrén sótt í flestum sveitarfélögum Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðustu ár. Hins vegar bjóða einhver íþróttafélög upp á að hirða jólatré fyrir borgarbúa gegn gjaldi. Þá hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafið samstarf um að hirða jólatré auk þess sem Íslenska gámafélagið sækir jólatré. 5.1.2012 06:00
Skeljungur þagði um ósöluhæfan áburð Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er. 5.1.2012 04:00
Ættleidd börn í meiri hættu Börnum sem eru ættleidd eftir átján mánaða aldur er hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda en öðrum börnum. Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar benda til þessa. 5.1.2012 04:00
Telur að þyngja eigi refsinguna Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í skattahluta Baugsmálsins til Hæstaréttar. Hann krefst þyngri refsingar yfir ákærðu í þeim ákæruliðum þar sem sakfellt var, og þess að Hæstiréttur snúi dómi héraðsdóms í þeim ákæruliðum þar sem sýknað var. 5.1.2012 03:15
Breytingar við ritstjórn Eiðfaxa Trausti Þór Guðmundsson, ritstjóri Eiðfaxa, lét af því starfi um áramótin. Hann hefur ritstýrt blaðinu í fimm ár. Nú tekur ritnefnd við útgáfu blaðsins, en formaður hennar er Telma Tómasson fréttamaður og tamningamaður. Fjórir sitja með henni í ritnefnd en það eru þau: 4.1.2012 23:06
Vann 38 milljónir í Víkingalottóinu Einn Íslendingur var svo heppinn að hreppa hinn alíslenska bónusvinning í Víkingalottóinu þegar dregið var í kvöld. Sá hinn sami fær tæpar 38,6 milljónir í sinn hlut. Það voru hins vegar þrír Norðmenn og einn finni sem skiptu með sér 1. vinningi í Víkingalottóinu, en hver þeirra fær í sinn hlut 66 milljónir króna. 4.1.2012 22:29
Mikill fengur í þátttöku Íslands í New York Þrjú íslensk verk verða sýnd á kynningu á íslenskum sviðslistum í New York um næstu helgi. Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir kynningunni í samstarfi við hin Norðurlöndin. 4.1.2012 22:00
Enn skerpt á aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga Skipulagsbreyting hefur verið ákveðin hjá 365 miðlum. Breytingin felur í sér að þeir starfsmenn ritstjórnar Fréttablaðsins sem hafa haft með höndum skrif í kynningarblöð sem fylgt hafa blaðinu færast yfir til sölu- og þjónustusviðs 365 miðla. 4.1.2012 21:37
Ósáttur við að ráðherra skyldi þurfa álit frá Umboðsmanni Formaður sambands íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að þurft hafi álit frá umboðsmanni Alþingis til að menntamálaráðherra hlustaði á nemendur. Hann segir það ánægjuefni ef hverfaskipting vegna innskráningar verður afnumin. 4.1.2012 21:31
Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. 4.1.2012 21:22
Framlög vegna dagforeldra hækka um 10% Þeir sem eiga börn hjá dagforeldrum í Reykjavík geta glaðst því að framlag borgarinnar vegna barna sem dvelja hjá dagforeldrum hækkaði um 10% um nýliðin áramót. Þá hækkaði jafnframt systkinaafsláttur ef tvö eða fleiri systkini dvelja hjá dagforeldri. Framlag fyrir annað barn verður 75% hærra en með fyrsta barni og framlag með þriðja barni verður 100% hærra. 4.1.2012 21:10
Segir hunda geta verið manndrápstól Faðir fimm ára stúlku sem var bitin í andlit af hundi síðsumars telur ekki vit í öðru en að lóga hundi eftir að hafa bitið manneskju. Hann segir hunda geta verið manndrápsvélar og því sé rétt að skylda hundaeigendur til að sækja námskeið, rétt eins og þá sem sækja um byssuleyfi. 4.1.2012 19:37
Hávær krafa um að flýta landsfundi Nokkuð hávær krafa er um það innan Samfylkingarinnar um að flýta landsfundi flokksins og halda hann á fyrri hluta þessa árs. Flokkstjórnarmaður segir eðlilegt að forystan endurnýi umboð sitt. Litlar líkur eru á að landsfundurinn verði í vor að mati formanns framkvæmdastjórnar flokksins. 4.1.2012 19:09
Telja öruggt að Ólafur Ragnar næði góðu kjöri á þing Sérfræðingar í stjórnmálafræði telja nær öruggt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi ná góðum árangri í þingkosningum og ná nokkrum mönnum á þing færi svo að hann gæfi kost á sér. Ólafur er árinu yngri en sitjandi forsætisráðherra og í fullu fjöri á líkama og sál. 4.1.2012 18:52
Kanínan var dauð þegar hún brann Maður sem kveikti í kanínu og kanínukofa í Garðabæ, segir að kanínan hafi verið dauð þegar að hann kveikti í henni. Þetta er fullyrt á vef lögreglunnar. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að ungar stúlkur hefðu gengið fram á kanínuna og málið verið tilkynnt til lögreglu við litlar undirtektir. 4.1.2012 18:41
Íslendingur í fjórtán ára fangelsi í Danmörku Vestre Landsret í Danmörku staðfesti í dag 14 ára fangelsisdóm yfir íslenskum karlmanni, Lárusi Frey Einarssyni, sem fundinn var sekur um að hafa skotið konu til bana, í mars 2010. 4.1.2012 18:09
Fjórtán prósent landsmanna reykja daglega Um 14,3% landsmanna reyktu daglega að eigin sögn á síðasta ári. Um 4,6% sögðust reykja sjaldnar en daglega. Samtals reyktu því 18,9% fullorðinna daglega eða sjaldnar. Þetta eru niðurstöður sem koma fram í skýrslu sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Skýrslan byggir á fjórum könnunum sem gerðar voru á tímabilinu febrúar til nóvember í fyrra. 4.1.2012 17:53
Vísir kannar vilja lesenda Forsetakosningar fara fram í vor eins og alþjóð veit og nú þegar eru menn farnir að velta fyrir sér eftirmanni Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum, en í Nýársávarpi sínu sagðist hann ekki hyggja á endurkjör. Vísir hefur ákveðið að gefa lesendum sínum tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á nokkrum einstaklingum sem hafa á síðustu dögum verið nefndir til sögunnar. 4.1.2012 15:42
Skoda stolið á nýársdag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Skoda Octavia með skráningarnúmerið YJ-634 en honum var stolið á Háteigsvegi í Reykjavík síðdegis á nýársdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 4.1.2012 15:22
Stefna á að mynda þúsund barna keðju í kringum Reykjavíkurtjörn Barnaheill - Save the Children á Íslandi mun á laugardaginn ýta úr vör átakinu Heillakeðja barnanna 2012 sem verður í gangi allt árið og er ætlað að vekja athygli á málefnum og réttindum barna. Í tilefni af átakinu ætla samtökin að mynda keðju þúsund barna í kringum Reykjavíkurtjörn en börnin verða öll með neonljós og munu gera bylgju þegar hringnum hefur verið lokað. 4.1.2012 14:33
Tekist á um sölu Perlunnar í borgarstjórn Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að hörð umræða hafi farið fram í gærkvöldi í borgarstjórn um sölu Perlunnar og hvernig að henni hafi verið staðið. 4.1.2012 13:30
Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndir stefna á framboð Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn eiga í viðræðum um sameiginlegt framboð til næstu Alþingiskosninga. Þetta kemur meðal annars fram á bloggsvæði Friðriks Þórs Guðmundssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar. 4.1.2012 13:01
Ljósmyndabók ársins hjá Time magazine prentuð hjá Odda Ein þeirra bóka sem var í hópi ljósmyndabóka ársins hjá Time magazine, er prentuð á Íslandi, nánar tiltekið hjá prentsmiðjunni Odda. Að sögn Arnars Árnasonar, markaðsstjóra Odda, hefur það færst mikið í aukana að Oddi sinni prentun fyrr Bandaríkjamarkað. Hann segir að veltan í slíkum verkefnum hafi tvöfaldast á milli áranna 2010 og 2011 sem sé spennandi þróun. "Oddi hefur prentað mikið af listaverka- og ljósmyndabókum og á meðal nýlegra verkefna var til dæmis stór sýningarskrá fyrir Guggenheim listasafnið, en við erum sérstaklega stolt af þessari ljósmyndabók" bætir Arnar við. 4.1.2012 12:13
Gætið ykkar á grýlukertunum íbúi í Þingholtunum hafði samband við lögregluna í morgun. Ástæðan var sú að hann hafði miklar áhyggjur af grýlukertum utan á húsi sínu. 4.1.2012 11:36
Hægt að treysta því að umsóknir verði metnar faglega í Kópavogi Guðríður Arnardóttir formaður bæjarráðs Kópavogs segir að umsækjendur um lóðir í bænum geti framvegis treyst því að umsóknirnar verði metnar faglega og málefnalega. Þetta segir Guðríður í tengslum við dóm sem féll í Hæstarétti fyrir áramótin sem var á þá leið að bærinn hafi mismunað umsækjendum um byggingarétt á Kópavogstúni árið 2005. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld hafi útilokað umsækjendur sem sóttu málið frá því að koma til álita við úthlutun á tveimur lóðum sem sótt var um. 4.1.2012 11:34
Lýst eftir vitnum að innbroti Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um innbrot og þjófnað í sumarbústað við Sogsbakka í fyrrdag. Bústaðurinn stendur á milli Ljósafossvirkjunnar og Steingrímsstöðvar í Grímsnes- og Grafningshreppi. 4.1.2012 10:59