Fleiri fréttir Um 130 farþegar gistu á Egilsstöðum í nótt Flugvél Icelandair gat ekki lent í Keflavík í gærkvöldi vegna veðurs og var því ákveðið að snúa henni til Egilsstaða. Vélin lenti á flugvellinum á Egilsstöðum um miðnætti og var um hundrað og þrjátíu farþegum komið fyrir á fjórum gististöðum í bænum í nótt. 8.11.2011 09:55 Veiðiþjófa leitað á Vesturlandi Svo virðist vera sem veiðiþjófar hafi gert vart við sig á Vesturlandi í síðustu viku. Bræðurnir Benedikt Guðmundsson og Guðmundur Arnar Guðmundsson leigja þar bæinn Smyrhól innst í Haukadal í Dölum til rjúpnaveiða, ásamt bræðrunum Jóni Inga og Sigurði Björnssyni. Þegar þeir Jón Ingi og Sigurður fóru á lendurnar við Smyrhól á laugardagsmorgun var aðkoman ekki frýnileg. 8.11.2011 09:49 Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. 8.11.2011 09:00 Deila um dagsektir Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. 8.11.2011 08:00 Lögreglumenn fundu endurmarkað lamb Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. 8.11.2011 07:30 Kornhænan á Selfossi komin heim Kornhænan, sem vistuð var á lögreglustöðinni á Selfossi í fyrrinótt, eftir að hafa fundist villt inn í miðjum bæ, komst til síns heima í gær, eftir að eigandinn heyrði af henni í fréttum. 8.11.2011 07:25 Lögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa í nótt Lögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa á móts við Smáralind laust fyrir klukkan þrjú í nótt eftir að öryggisvörður hafði tilkynnt um innbrot í raftækjaverslunina Max í Kauptúni í Garðabæ. 8.11.2011 07:19 Loka á veiðimennina Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili. 8.11.2011 07:00 Björgunarsveitir stóðu í ströngu í nótt Björgunarsveitir voru kallaðar út víða á svæðinu frá Suðurnesjujm og vestur á Snæfellsnes í gærkvöldi og í nótt til að hefta fok, en hvergi virðist hafa orðið alvarlegt tjón og ekki er vitað um neinar slysfarir. 8.11.2011 06:57 Herdís endurkjörin forseti Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga á aðalfundi samtakanna í Berlín í síðustu viku. 8.11.2011 06:00 Bíða DNA-rannsóknar á hnúajárni Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina. 8.11.2011 06:00 Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. 8.11.2011 05:30 Ferðavenjur gesta kannaðar Ferðavenjur viðskiptavina og gesta Landspítalans verða kannaðar næstu daga. Fram kemur í tilkynningu að könnunin sé liður í undirbúningi vegna byggingar nýs Landspítala, en ferðavenjur starfsfólks hafa verið kannaðar. 8.11.2011 05:00 Ásakanir um orðhengilshátt Fyrirhugað æfingahús við Grýluvöll í Hveragerði veldur enn deilum í bæjarráðinu þar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdina. Um er að ræða uppblásanlegt hús. 8.11.2011 04:00 HH vilja kröfu í þjóðaratkvæði Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna átti nýverið fund með þingflokksformönnum þar sem rætt var um að setja kröfugerð samtakanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.11.2011 03:30 Stuðlar að málefnalegri ESB-umræðu Össur Skarphéðinsson hefur skipað samráðshóp í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 8.11.2011 03:30 Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7.11.2011 21:00 Rólegt hjá björgunarsveitunum Þrátt fyrir mikið óveður er rólegt að gera hjá björgunarsveitunum að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag vegna þaks á húsi í Garði sem fauk. 7.11.2011 20:58 Vegagerðin: Vindhviður undir Hafnarfjalli geta orðið allt að 45 m/s Fljótlega hvessir af S og SSA, einkum um landið vestanvert, en reiknað er með 20-25 m/s í lofti um mest allt land til morguns samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinn. Gera má ráð fyrir vindhviðum undir Hafnarfjalli allt að 40-45 m/s. og víða á norðanverðum Snæfellsnesi þar til í fyrramálið að það tekur að lægja. 7.11.2011 20:41 Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. 7.11.2011 20:07 Fundu 29 múmíur heima hjá virtum sagnfræðingi Rússneskir lögreglumenn uppgötvuðu á dögunum 29 múmíur heima hjá þekktum sagnfræðingi sem býr í borginni Nizhny Novgorod á bökkum Volgu. Maðurinn virðist hafa um áraraðir grafið upp lík í kirkjugörðum borgarinnar og komið þeim fyrir í stofunni heima hjá sér. 7.11.2011 17:05 Sindri tók vakt með löggunni um helgina "Mál sem tengjast heimilisofbeldi eru alltaf erfiðust en ef við tækjum allt inn á okkur, entumst við ekki lengi í þessu starfi," segja lögreglumenn sem Ísland í dag fylgdi eftir frá laugardagskvöldi til sunnudagsmorguns. Fylgist með áhugaverðu Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 7.11.2011 16:21 Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra "Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. 7.11.2011 16:05 Bannað verði að flytja inn lifandi dýr og hrátt kjöt Það hlýtur að verða algert skilyrði við hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið að takmarkanir verði settar við innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti til Íslands. Þetta sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á opnum fundi atvinnuveganefndar og utanríkismálanefndar á Alþingi í dag. 7.11.2011 15:36 Yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng spjari sig vel Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi peningana sem þarf. 7.11.2011 19:45 Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7.11.2011 17:49 Réðust á konu úti á götu og rifu af henni sokkabuxurnar Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar tveggja karlmanna sem réðust á tæplega tvítuga konu út á götu snemma á sunnudagsmorgun og áreittu hana kynferðislega. Konan komst undan mönnunum, sem hún telur að hafi verið af erlendum uppruna. Áður hafði mönnunum tekist að rífa sokkabuxurnar af konunni. 7.11.2011 17:05 Stormur í aðsigi Björgunarfélag Akraness var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag þegar tilkynning barst um að þakplötur væru að fjúka af tveimur íbúðarhúsum í bænum. 7.11.2011 15:53 Herdís endurkjörin formaður Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Í tilkynningu segir að hafi verið sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna sem eru félög kvenlögfræðinga og lögmanna víðsvegar um álfuna. „Forseti samtaka kvenlögfræðinga í Þýskalandi sat fundinn en þau samtök hafa verið öflugur bakhjarl EWLA frá upphafi. Fundarstaðurinn að þessu sinni var Mannréttindastofnun Þýskalands en henni veitir forstöðu fyrrum varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Dr. Beate Rudolp lagaprófessor.“ 7.11.2011 15:47 Salvör formaður samráðshóps í tengslum við ESB viðræður Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipaði í dag Salvöru Nordal, heimspeking og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, formann samráðshóps í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Varaformenn samráðshópsins eru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 7.11.2011 15:19 Kannabisræktun í Kópavogi Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Kópavogi á laugardag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á tæplega 20 kannabisplöntur, auk græðlinga, og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl um fertugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 7.11.2011 15:12 Skiluðu fullu veski af peningum Tvær skilvísar og strangheiðarlegar stúlkur komu við á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags og afhentu peningaveski sem þær höfðu fundið í miðborginni. Í veskinu var talsvert af peningum sem og skilríki og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera maður á miðjum aldri en viðkomandi var afar þakklátur þegar hann kom og sótti veskið og hefur vafalaust hugsað hlýlega til stúlknanna. 7.11.2011 15:07 Hundur beit konu Kona á miðjum aldri var bitin af hundi í Hafnarfirði á föstudag. Hún var á göngu í íbúðahverfi þegar þetta gerðist en konan var bitin í handlegginn. Við það skemmdist úlpan hennar en meiðsli konunnar voru hins vegar óveruleg. Eigandi hundsins féllst á að borga konunni skaðabætur vegna úlpunnar og skildu báðir aðilar sáttir eftir því sem best er vitað. 7.11.2011 14:21 Sjö teknir fyrir ölvunarakstur Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrír á laugardag og tveir á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um að ræða karlmenn á aldrinum 20-54 ára og þrjár konur, 32-74 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá var einn tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en um var að ræða 18 ára pilt sem var stöðvaður á Sæbraut í gærmorgun. 7.11.2011 14:19 Bergljót söng um kærleikann frammi fyrir þúsundum Bergljót Arnalds flutti lag á hátíðinni Hjertefred í Noregi, sem haldinn var í gær á Allraheilagramessu, þar sem látinna var minnst. Þúsundir sóttu hátíðina, enda var fólk meðal annars komið til að minnast fórnarlamba voðaverkanna í Útey. "Þetta var mikil upplifun,“ segir Bergljót í samtali við Vísi. 7.11.2011 13:50 Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7.11.2011 13:33 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7.11.2011 12:15 Þriðjungur landsmanna í námi í fyrra Tæpur þriðjungur landsmanna lagði stund á einhverskonar nám á síðasta ári, en mun algengara er að konur sæki sér fræðslu en karlar. 7.11.2011 12:02 Lögreglumaður kærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára stúlku Lögreglumaður hefur verið kærður fyrir að beita tíu ára stúlku kynferðislegu ofbeldi. Lögreglumaðurinn er enn við störf. 7.11.2011 12:00 Kókaínmál á Selfossi: Allir lausir úr haldi - úrskurðaðir í farbann Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar á Selfossi á laugardaginn um að þrír Litháar myndu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi eftir að um 400 grömm af kókaíni fundust í fórum þeirra í sumarbústað í Árnessýslu fyrir um ellefu dögum síðan. 7.11.2011 11:49 Samkeppni um nýtt hótel við Ingólfstorg Samkeppni um hönnun við sunnanvert Ingólfstorg á að ná fram heildarlausn fyrir skipulag svæðisins, þar á meðal er 130 herbergja hótel. Einnig er ætlunin að „laða fram lausnir á framtíð húsanna við Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7“. 7.11.2011 11:00 Rannsóknin gengur ágætlega - gæsluvarðhald rennur út á morgun Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmesta fíkniefnamáli ársins er í fullum gangi og gengur ágætlega, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. 7.11.2011 10:58 Veggjöld forsenda fyrir Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng verða ekki til nema þau verði framkvæmd með veggjöldum, sagði Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, á opnum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. 7.11.2011 10:33 Íslenski hesturinn í miðborg Berlínar Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í Berlín og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Rúnar Þór Guðbrandsson, tengiliður undirbúningsnefndar á Íslandi, segir mikinn áhuga fyrir mótinu. 7.11.2011 10:00 Veðmálasíða telur meiri líkur á að Hanna Birna nái kjöri Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bítast um formannsstólinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer daganna 17. til 20. nóvember næstkomandi. 7.11.2011 09:39 Sjá næstu 50 fréttir
Um 130 farþegar gistu á Egilsstöðum í nótt Flugvél Icelandair gat ekki lent í Keflavík í gærkvöldi vegna veðurs og var því ákveðið að snúa henni til Egilsstaða. Vélin lenti á flugvellinum á Egilsstöðum um miðnætti og var um hundrað og þrjátíu farþegum komið fyrir á fjórum gististöðum í bænum í nótt. 8.11.2011 09:55
Veiðiþjófa leitað á Vesturlandi Svo virðist vera sem veiðiþjófar hafi gert vart við sig á Vesturlandi í síðustu viku. Bræðurnir Benedikt Guðmundsson og Guðmundur Arnar Guðmundsson leigja þar bæinn Smyrhól innst í Haukadal í Dölum til rjúpnaveiða, ásamt bræðrunum Jóni Inga og Sigurði Björnssyni. Þegar þeir Jón Ingi og Sigurður fóru á lendurnar við Smyrhól á laugardagsmorgun var aðkoman ekki frýnileg. 8.11.2011 09:49
Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. 8.11.2011 09:00
Deila um dagsektir Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. 8.11.2011 08:00
Lögreglumenn fundu endurmarkað lamb Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes. 8.11.2011 07:30
Kornhænan á Selfossi komin heim Kornhænan, sem vistuð var á lögreglustöðinni á Selfossi í fyrrinótt, eftir að hafa fundist villt inn í miðjum bæ, komst til síns heima í gær, eftir að eigandinn heyrði af henni í fréttum. 8.11.2011 07:25
Lögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa í nótt Lögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa á móts við Smáralind laust fyrir klukkan þrjú í nótt eftir að öryggisvörður hafði tilkynnt um innbrot í raftækjaverslunina Max í Kauptúni í Garðabæ. 8.11.2011 07:19
Loka á veiðimennina Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili. 8.11.2011 07:00
Björgunarsveitir stóðu í ströngu í nótt Björgunarsveitir voru kallaðar út víða á svæðinu frá Suðurnesjujm og vestur á Snæfellsnes í gærkvöldi og í nótt til að hefta fok, en hvergi virðist hafa orðið alvarlegt tjón og ekki er vitað um neinar slysfarir. 8.11.2011 06:57
Herdís endurkjörin forseti Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga á aðalfundi samtakanna í Berlín í síðustu viku. 8.11.2011 06:00
Bíða DNA-rannsóknar á hnúajárni Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina. 8.11.2011 06:00
Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk. 8.11.2011 05:30
Ferðavenjur gesta kannaðar Ferðavenjur viðskiptavina og gesta Landspítalans verða kannaðar næstu daga. Fram kemur í tilkynningu að könnunin sé liður í undirbúningi vegna byggingar nýs Landspítala, en ferðavenjur starfsfólks hafa verið kannaðar. 8.11.2011 05:00
Ásakanir um orðhengilshátt Fyrirhugað æfingahús við Grýluvöll í Hveragerði veldur enn deilum í bæjarráðinu þar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdina. Um er að ræða uppblásanlegt hús. 8.11.2011 04:00
HH vilja kröfu í þjóðaratkvæði Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna átti nýverið fund með þingflokksformönnum þar sem rætt var um að setja kröfugerð samtakanna í þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.11.2011 03:30
Stuðlar að málefnalegri ESB-umræðu Össur Skarphéðinsson hefur skipað samráðshóp í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 8.11.2011 03:30
Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7.11.2011 21:00
Rólegt hjá björgunarsveitunum Þrátt fyrir mikið óveður er rólegt að gera hjá björgunarsveitunum að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag vegna þaks á húsi í Garði sem fauk. 7.11.2011 20:58
Vegagerðin: Vindhviður undir Hafnarfjalli geta orðið allt að 45 m/s Fljótlega hvessir af S og SSA, einkum um landið vestanvert, en reiknað er með 20-25 m/s í lofti um mest allt land til morguns samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinn. Gera má ráð fyrir vindhviðum undir Hafnarfjalli allt að 40-45 m/s. og víða á norðanverðum Snæfellsnesi þar til í fyrramálið að það tekur að lægja. 7.11.2011 20:41
Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. 7.11.2011 20:07
Fundu 29 múmíur heima hjá virtum sagnfræðingi Rússneskir lögreglumenn uppgötvuðu á dögunum 29 múmíur heima hjá þekktum sagnfræðingi sem býr í borginni Nizhny Novgorod á bökkum Volgu. Maðurinn virðist hafa um áraraðir grafið upp lík í kirkjugörðum borgarinnar og komið þeim fyrir í stofunni heima hjá sér. 7.11.2011 17:05
Sindri tók vakt með löggunni um helgina "Mál sem tengjast heimilisofbeldi eru alltaf erfiðust en ef við tækjum allt inn á okkur, entumst við ekki lengi í þessu starfi," segja lögreglumenn sem Ísland í dag fylgdi eftir frá laugardagskvöldi til sunnudagsmorguns. Fylgist með áhugaverðu Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 7.11.2011 16:21
Gríðarlega ósáttur við niðurstöðuna - hvetur aðra til að kæra "Ég er gríðarlega ósáttur og mér finnst þau vera að flýja þetta mál," segir Hallur Reynisson, tvítugur starfsmaður Hagkaupa á Akureyri, sem kærði nokkur fyrirtæki og VR til jafnréttismála í september síðastliðnum. Hann taldi fyrirtækin brjóta jafnréttislög með því að fara eftir hvatningu VR um að veita konum 10 % afslátt af vörum sínum yfir eina helgi. Átakið var til vekja athygli á launamun kynjanna. 7.11.2011 16:05
Bannað verði að flytja inn lifandi dýr og hrátt kjöt Það hlýtur að verða algert skilyrði við hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið að takmarkanir verði settar við innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti til Íslands. Þetta sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á opnum fundi atvinnuveganefndar og utanríkismálanefndar á Alþingi í dag. 7.11.2011 15:36
Yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng spjari sig vel Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi peningana sem þarf. 7.11.2011 19:45
Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7.11.2011 17:49
Réðust á konu úti á götu og rifu af henni sokkabuxurnar Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar tveggja karlmanna sem réðust á tæplega tvítuga konu út á götu snemma á sunnudagsmorgun og áreittu hana kynferðislega. Konan komst undan mönnunum, sem hún telur að hafi verið af erlendum uppruna. Áður hafði mönnunum tekist að rífa sokkabuxurnar af konunni. 7.11.2011 17:05
Stormur í aðsigi Björgunarfélag Akraness var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag þegar tilkynning barst um að þakplötur væru að fjúka af tveimur íbúðarhúsum í bænum. 7.11.2011 15:53
Herdís endurkjörin formaður Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Í tilkynningu segir að hafi verið sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna sem eru félög kvenlögfræðinga og lögmanna víðsvegar um álfuna. „Forseti samtaka kvenlögfræðinga í Þýskalandi sat fundinn en þau samtök hafa verið öflugur bakhjarl EWLA frá upphafi. Fundarstaðurinn að þessu sinni var Mannréttindastofnun Þýskalands en henni veitir forstöðu fyrrum varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Dr. Beate Rudolp lagaprófessor.“ 7.11.2011 15:47
Salvör formaður samráðshóps í tengslum við ESB viðræður Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipaði í dag Salvöru Nordal, heimspeking og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, formann samráðshóps í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Varaformenn samráðshópsins eru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 7.11.2011 15:19
Kannabisræktun í Kópavogi Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Kópavogi á laugardag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á tæplega 20 kannabisplöntur, auk græðlinga, og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl um fertugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 7.11.2011 15:12
Skiluðu fullu veski af peningum Tvær skilvísar og strangheiðarlegar stúlkur komu við á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags og afhentu peningaveski sem þær höfðu fundið í miðborginni. Í veskinu var talsvert af peningum sem og skilríki og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera maður á miðjum aldri en viðkomandi var afar þakklátur þegar hann kom og sótti veskið og hefur vafalaust hugsað hlýlega til stúlknanna. 7.11.2011 15:07
Hundur beit konu Kona á miðjum aldri var bitin af hundi í Hafnarfirði á föstudag. Hún var á göngu í íbúðahverfi þegar þetta gerðist en konan var bitin í handlegginn. Við það skemmdist úlpan hennar en meiðsli konunnar voru hins vegar óveruleg. Eigandi hundsins féllst á að borga konunni skaðabætur vegna úlpunnar og skildu báðir aðilar sáttir eftir því sem best er vitað. 7.11.2011 14:21
Sjö teknir fyrir ölvunarakstur Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrír á laugardag og tveir á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um að ræða karlmenn á aldrinum 20-54 ára og þrjár konur, 32-74 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá var einn tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en um var að ræða 18 ára pilt sem var stöðvaður á Sæbraut í gærmorgun. 7.11.2011 14:19
Bergljót söng um kærleikann frammi fyrir þúsundum Bergljót Arnalds flutti lag á hátíðinni Hjertefred í Noregi, sem haldinn var í gær á Allraheilagramessu, þar sem látinna var minnst. Þúsundir sóttu hátíðina, enda var fólk meðal annars komið til að minnast fórnarlamba voðaverkanna í Útey. "Þetta var mikil upplifun,“ segir Bergljót í samtali við Vísi. 7.11.2011 13:50
Kæru kassastráksins í Hagkaupum vísað frá Kærunefnd jafnréttismála hefur ákveðið að vísa kæru Halls Reynissonar frá. Forsaga málsins er sú að VR hratt af stað átaki sem ætlað var að vekja athygli á launamuni kynjanna. Nokkrar verslanir tóku sig til og veittu konum 10 prósent afslátt yfir eina helgi. Hallur, sem starfar á afgreiðslukassa í Hagkaupum á Akureyri, ákvað að kæra fyrirtækin og VR að auki til kærunefndar jafnréttismála. 7.11.2011 13:33
Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7.11.2011 12:15
Þriðjungur landsmanna í námi í fyrra Tæpur þriðjungur landsmanna lagði stund á einhverskonar nám á síðasta ári, en mun algengara er að konur sæki sér fræðslu en karlar. 7.11.2011 12:02
Lögreglumaður kærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára stúlku Lögreglumaður hefur verið kærður fyrir að beita tíu ára stúlku kynferðislegu ofbeldi. Lögreglumaðurinn er enn við störf. 7.11.2011 12:00
Kókaínmál á Selfossi: Allir lausir úr haldi - úrskurðaðir í farbann Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar á Selfossi á laugardaginn um að þrír Litháar myndu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi eftir að um 400 grömm af kókaíni fundust í fórum þeirra í sumarbústað í Árnessýslu fyrir um ellefu dögum síðan. 7.11.2011 11:49
Samkeppni um nýtt hótel við Ingólfstorg Samkeppni um hönnun við sunnanvert Ingólfstorg á að ná fram heildarlausn fyrir skipulag svæðisins, þar á meðal er 130 herbergja hótel. Einnig er ætlunin að „laða fram lausnir á framtíð húsanna við Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7“. 7.11.2011 11:00
Rannsóknin gengur ágætlega - gæsluvarðhald rennur út á morgun Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmesta fíkniefnamáli ársins er í fullum gangi og gengur ágætlega, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. 7.11.2011 10:58
Veggjöld forsenda fyrir Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng verða ekki til nema þau verði framkvæmd með veggjöldum, sagði Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, á opnum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. 7.11.2011 10:33
Íslenski hesturinn í miðborg Berlínar Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í Berlín og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Rúnar Þór Guðbrandsson, tengiliður undirbúningsnefndar á Íslandi, segir mikinn áhuga fyrir mótinu. 7.11.2011 10:00
Veðmálasíða telur meiri líkur á að Hanna Birna nái kjöri Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bítast um formannsstólinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer daganna 17. til 20. nóvember næstkomandi. 7.11.2011 09:39