Fleiri fréttir

Loðnuvertíðin fer óvenjuhægt af stað

Loðnuvertíðin fer óvenju hægt af stað, en hún hófst um næstsíðustu mánaðamót. Fyrst voru skipin upptekin við makríl- og síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Síðan kom þrálát norðan bræla þannig að skipin gátu ekki veitt, og síðustu daga hafa skipin verið að fá smá slatta norðaustur af Horni, en loðnan hefur verið svo smá að búið er að loka veiðisvæðinu.

Ekki fleiri íþróttahús fyrr en hin fullnýtast

Ný íþróttamannvirki með mikla afkastagetu á ekki að byggja á höfuðborgarsvæðinu fyrr en sveitarfélögin á svæðinu hafa komið sér saman um staðsetninguna. Þetta er ein tillagna sameiginlegs starfshóps sveitarfélaganna.

Tímamót í aðgangi að rannsóknagögnum

Gögn og upplýsingar úr Íslensku kosningarannsókninni, yfirgripsmikilli rannsókn á kosninga- og stjórnmálahegðun Íslendinga allt frá alþingiskosningunum árið 1983, eru nú aðgengilegar á vef Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands (HÍ) www.fel.hi.is.

Má ekki hækka stjarnfræðilega

„Spurningin er hvar sársaukamörkin liggja,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um tillögu um verulega hækkun gjalds fyrir stakar ferðir í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin er að ferðamenn og aðrir sem ekki búa á svæðinu greiði stærri hluta af kostnaði við rekstur sundstaða.

Snúa baki við einkavæðingu

Yfir eitt hundrað orkufyrirtæki í Þýskalandi, sem áður höfðu verið einkavædd, hafa verið keypt til baka til hins opinbera. Þá hafa verið stofnuð 44 ný opinber orkufyrirtæki frá árinu 2007, eins og kemur fram í grein á heimasíðu Evrópusamtaka stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði (EPSU).

Klónaræktun í Grasagarðinum

Grasagarður Reykjavíkur og Erfðanefnd landbúnaðarins hafa gert með sér samning um að Grasagarðurinn varðveiti safn rabarbaraklóna sem lengi hafa verið í ræktun á Íslandi. Með undirritun samningsins er plöntunum tryggður vaxtarstaður til framtíðar, segir í tilkynningu. Erfðanefnd landbúnaðarins leggur áherslu á að leita eftir samstarfi við grasagarða og

Ekki lagaheimild til að leigja makrílkvóta

Bjarni Harðarson upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins telur grein Magnúsar Orra Schram frá því í gær ómaklega. Í greininni sakar Magnús stjórnvöld um að hafa misst af tekjum upp á 6 milljarða þegar þeir úthlutuðu makrílkvóta án þess að rukka gjald fyrir. "Það er alveg ljóst að ráðherra hefur ekki lagaheimild til að innheimta sérstakt gjald eins og Magnús Orri Schram leggur til," segir Bjarni og bætir við að síðan Íslendingar byrjuðu stórfellda makrílveiði hafi ekki komið fram sérstakar tillögur á Alþingi um að farið væri í slíka gjaldtöku fyrir makríl. Nú sé enda í gangi heildarendurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Barist um rjómakökur og jólaskraut

Hringskonur héldu í dag sinn árlega jólabasar en hann er afrakstur ársvinnu félagskvenna og helst fjáröflun Hringsins. Það varð uppi fótur og fit þegar basarinn var opnaður og barist um rjómakökur og jólaskraut. Jólabasar Hringsins er ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna en Hringskonur hefja undirbúning í janúar og hittast vikulega allt árið til að föndra, sauma og prjóna. Það voru þó nokkrir búnir að safnast saman fyrir utan salinn á Grand Hótel í dag áður en basarinn opnaði til að vera viss um að næla sér í sína uppáhaldshluti.

Risageit IKEA risin

Ikea á Íslandi hefur reist rúmlega sex metra háu sænsku jólageitina Jevle en geitin er algengt jólaskraut í Svíðþjóð. Hún er reist á aðaltorgi bæjarins Jevle í upphafi aðventu, ár hvert. Örlög íslensku geitarinnar urðu þau sömu í fyrra og þeirrar sænsku hafa oft orðið í gegnum tíðina, en Brennivargar brenndu hana til grunna. Stjórnendur Ikea á Íslandi segjast hins vegar ekki óttast að það sama gerist í ár.

Upprennandi hljóðfærasnillingar fluttu Mahler

Ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar fengu að láta ljós sitt skína í dag á árlegum tónleikum ungsveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Ungsveitin er ungliðasveit Sinfóníuhljómsveitarinnar og þurfa unmenni úr tónlistarskólum landsins þurfa að standast prufuspil og æfa síðan í nokkrar vikur fram að tónleikum. Krakkarnir voru að undirbúa sig fyrir tónleikana þegar fréttastofa leit við í dag og

Fornar gersemar á heimilum landsins

Þjóðminjasafnið bauð í dag almenningi að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum safnsins. Greiningardagurinn var vel sóttur og komu þar margir góðir gripir í ljós. Til dæmis mátti sjá silfur súpuskeið frá átjánhundruð fjörutiu og fimm, útskorna taflmenn frá nítjándu öld og gamlan stokk sem áður geymdi barnaleikföng. Safnið segir greiningardaga bæði fróðlega fyrir gesti safnsins sem og starfsfólk. Með því gefist tækifæri til að sjá marga og áhugaverða gripi sem leynist á heimilum landsins.

Íslendingur flækist inn í vörumerkjadeilu Apple

Tæknirisinn Apple hefur hótað því að fara í mál við barnakaffihús í Þýskalandi þar sem forsvarsmönnum Apple þóttu vörumerkin vera of lík. Kaffihúsaeigandi í Reykjavík segir vörumerkið hins vegar sláandi líkt sínu. Barnakaffihúsið Apfelkind var opnað í Bonn í vor. Eigandinn sótti um einkaleyfi á vörumerkinu og leið ekki nema mánuður þar til Apple lét frá sér heyra.

Urðu fyrir þrýstingi stjórnmálamanna

Stjórnmálamenn reyndu ítrekað að hafa áhrif á fréttaflutning fréttastofu Stöðvar 2 á fyrstu árum stöðvarinnar. Ráðherrar beittu sér fyrir því að einstakir fréttamenn yrðu reknir fyrir óþægilegan fréttaflutning. Þetta kemur fram í þættinum Ljósvakavíkingar sem sýndur verður í opinni dagskrá strax á eftir fréttum í kvöld. Í þættinum sem gerður er í tilefni af 25 ára afmæli Stöðvar 2 er meðal annars rætt við þá Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristján Árnason stofnefnur Stöðvar 2 um fyrstu ár fréttastofunnar og þann titring sem hún olli sérstaklega á meðal stjórnmálamanna sem margir hverjir vildu hafa áhrif á störf hennar og stefnu.

Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn á morgun

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar mánudaginn 7. nóv. sökum þess að ölduspá fyrir Landeyjahöfn er óhagstæð. Gert er ráð fyrir því að siglt verði frá Vestmannaeyjum kl 8:00 og 15:30 og frá Þorlákshöfn kl 11:45 og 19:15. Athygli er þó vakin á því að aðstæður geti breyst hratt og við þeim verður brugðist. Verði einhverjar breytingar á áætlun verða þær tilkynntar á morgun. Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.

Krefjast snjóframleiðslu í Bláfjöll

Skíðaráð Reykjavíkur hefur skorað á Reykjavíkurborg, ÍTR og þau stjórnvöld önnur sem koma að rekstri skíðasvæða borgarinnar að koma strax upp snjóframleiðslukerfi. Ráðið segir almenning orðið langþreyttan á því að ekki sé búið að koma upp snjóframleiðslukerfum á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli og bendir á að skíðafólki sé stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar þegar kemur að uppbyggingu á íþróttamannvirkjum.

Ánægð með þrjátíu ára stjórnmálaferil

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist sátt við þrjátíu ára feril sinn í stjórnmálum þegar hún horfir yfir farinn veg, en á morgun heldur hún utan til New York og þaðan til Kabúl þar sem hún verður yfirmaður jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra heldur utan til New York á morgun og mun í næstunni funda með starfsfólki Sameinuðu þjóðanna. Hún mun svo um næstu helgi flytja til Kabúl, þar sem hún verður yfirmaður jafnréttisstofnunar UN Women í Afganistan.

Búið að lagfæra fjarskiptakerfið

Viðgerð er lokið á bilun sem kom upp í stofnkefi Mílu á norðausturlandi fyrr í dag. Um bilun í örbylgjubúnaði var að ræða. Því er nú fjarskiptasamband komið á á svæðinu, en helst urðu íbúar Kópaskers og Raufarhafnar orðið fyrir barðinu á biluninni.

Skuggaleg aukning á sölu lyfja

Sala á tauga og geðlyfjum hefur þrefaldast á síðustu tveimur áratugum en heimilislæknir óttast að það sé of auðvelt að endurnýja lyfseðla. Svefnlyfin nái aldrei að hreinsast alveg úr líkamanum daginn eftir og valdi oft truflaðri hugsun sem geti reynst hættulegt. Íslendingar nota tæplega helmingi meira af tauga og geðlyfjum en Svíar samkvæmt nýlegri skýrslu velferðarráðuneytisins. Þá eru þessi lyf meira en fjórðungur af lyfjakostnaði hér á landi og hefur sala á þeim þrefaldast á síðustu tveimur áratugum þar með talið sala á svefnlyfjum.

Alma ekki með stýrisblað

Kafarar frá Fáskrúðsfirði athuguðu flutningaskipið Ölmu í dag og í ljós kom að stýrisblað skipsins vantar með öllu. Það hefur að öllum líkindum dottið af þegar skipið var að sigla burt frá Hornafjarðarhöfn í fyrri nótt. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, sem er umboðsaðili Ölmu hér á landi, segir það ráðist eftir helgi hvert framhaldið verður.

Hálkublettir víða á fjallvegum

Spáð er éljum á fjallvegum suðvestan- og vestanlands í kvöld og nótt, en slydduéljum á láglendi. Undir morgun er hætt við ísingu á vegum, einkum á Suðurlandsundirlendinu, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. En einnig í Borgarfirði, Dölum, við Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálkublettir eru víða á fjallvegum. Krapasnjór er á Möðrudalsöræfum á Austurlandi.

Gámur fauk út á haf - myndband

Gámur fauk á haf út í óveðrinu á Stöðvarfirði í morgun. Um er að ræða 40 feta frystigám. Björgvin Valur Guðmundsson, íbúi á Stöðvarfirði náði atvikinu á myndband. Myndbandið má nálgast á þessari síðu: http://vimeo.com/31675022 Gámurinn fýkur eftir rúma eina mínútu og tíu sekúndur af myndbandinu.

Ánægja með fundaferð Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir átti fund með flokksmönnum sínum á Ísafirði í gær. Fundurinn er upphaf fundaferðar þar sem Hanna Birna ætlar sér að ferðast um landið og ræða um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins við flokksmenn sína. Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skipulagði fundinn. Hann sagði fólk almennt mjög ánægt með fundinn. "Það sem stóð helst uppúr hjá fólki eftir fundinn var hversu vel Hanna Birna var inni í málum," sagði Halldór og bætti við að fólk teldið það mikinn styrk fyrir flokkinn að fá að velja milli tveggja glæsilegra formannsefna. Halldór er sjálfur stuðningsmaður Hönnu Birnu.

Siglt verður frá Landeyjahöfn

Herjólfur siglir þriðju og síðustu ferð dagsins til Landeyjahafnar. Ákveðið hefur verið að sigla þriðju og síðustu ferð Herjólfs frá Eyjum kl 15:30 til Landeyjahafnar. Áætluð brottför frá Landeyjahöfn er kl. 19:00 í kvöld.

TF-LÍF sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF er nú á leið að sækja slasaðan skipverja út í skip sem statt er vestan við Vestmannaeyjar. Gæslunni barst aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi laust eftir klukkan tvö í dag. Þyrlan sem var á leið til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum á flutningaskipinu Ölmu í gær, gerði lykkju á leið sína og mun nú sækja manninn og flytja hann til Reykjavíkur. Reiknað er með að hún komi um fjögur leytið til borgarinnar.

Truflanir á fjarskiptasambandi á Norð-Austurlandi

Bilun kom upp á stofnkerfi Mílu á Norð-Austurlandi. Undirbúningur að viðgerð er hafinn. Ekki er enn vitað nákvæmlega í hverju bilunin felst, en bilanagreining stendur yfir. Bilunin mun bitna á fjarskiptasambandi á svæðinu, jafnt farsímum sem heimasímum, enda selur Míla þjónustu sína til fyrirtækja eins og Vodafone og Símans, sem selja svo þjónustuna áfram.

Leita að rödd Benedikts Gröndal

Bókaútgáfan Crymogea leitar nú að karlmanni sem gæti túlkað rödd Benedikts Gröndal. Sá sem fyrir valinu verður mun lesa lýsingar Benedikts á íslenskum fuglum. Hugmyndin er sú að upptökurnar verði notaðar sem viðbót sem fylgi með stafrænni útgáfu af einu helsta verki hans, Íslenskum fuglum. Þá verður hún einnig notuð í auglýsingar.

Tryggvi Þór spyr hver tilgangurinn sé með framboði Hönnu Birnu

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, spyr hver tilgangurinn sé með framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins og segir að sagan sýnir að hún geti ekki náð betri árangri í kosningum en sitjandi formaður.

Vignir fljótastur íslenskra "járnkarla“

Tólf Íslendingar luku í gær heilum Járnkarli eða Ironman í Florida í Bandaríkjunum. Ekki tókst að slá Íslandsmet en gríðarleg íslensk stemmning myndaðist við endamarkið. Vignir Þór Sverrisson var fyrstur Íslendinganna í mark á 9 klst og 37 mín eftir að hafa lokið 3,8 kílómetra sjósundi, 180 kílómetrum á hjóli og heilu maraþoni eða 42,2 kílómetrum hlaupandi.

Jólabasar á Grand Hótel

Hinn árlegi jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hóteli í dag. Jólabasarinn er afrakstur ársvinnu félagskvenna en Hringskonur hefja ávallt undirbúning í janúar og hittast svo vikulega allt árið til að föndra, sauma og prjóna. Allur ágóði rennur til góðra málefna Hringsins. Basarinn hefst klukkan 13 en þar verða til sölu hannyrðir, jólaskraut, jólakort og kökur að hætti Hringskvenna.

Deilurnar um Þorláksbúð að leysast

Kirkjuráð hefur ákveðið að gera engar athugasemdir við endurbyggingu fornaldarkirkjunnar Þorláksbúðar í Skálholti en staðsetning kirkjunnar hefur verið gagnrýnd. Biskup sat hjá við afgreiðslu málsins. Málið hefur átt sér langan aðdraganda en síðasta sumar var ráðist í framkvæmdir við að endurhlaða Þorláksbúð kennda við Þorlák biskup helga. Það er Þorláksbúðarfélagið undir forystu Árna Johnsen sem stendur fyrir framkvæmdunum og var það mikið hugðarefni séra Sigurðar heitins Sigurðarsonar fyrrum vígslubiskups í Skálholti. Í sumar kom hins vegar fram gagnrýni á framkvæmdina til dæmis hvað varðar staðsetningu hússins, það er nálægð við Skálholtskirkju en reisa á Þorláksbúð uppvið útvegg kirkjunnar.

Herjólfur frá Landeyjahöfn

Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í morgun og mun sigla frá Landeyjahöfn kl. 12:00 Nú hefur verið ákv. að sigla aðra ferð til Landeyjahafnar kl. 13:00 frá Eyjum og 14:00 frá Landeyjahöfn. Vegna ölduspár og dýpt í höfninni á háfjöru er óvíst um hvort þriðja og síðasta ferð dagsins verði til Landeyjahafnar.

Landeyjahöfn „ekki neitt vandræðabarn“

Í útvarpsþættinum Á Sprengisandi ræddu þingmenn um kjördæmapot og hvað í því hugtaki fælist. Sigurjón M. Egilsson, þáttarstjórnandi, rifjaði upp að fyrir 20 árum þegar hann starfaði á þinginu hafi almenningur gjarna hringt í landsbyggðarþingmenn og beðið þá að ýta á eftir sínum persónulegu málum á þinginu. Hann spurði hvort það viðgengist ennþá? Það tóku gestir Sigurjóns alveg fyrir, en gestirnir voru Tryggi Þór Herbertsson, Kristján Möller og Eygló Harðardóttir.

Hálka víða um land

Og samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni eru hálkublettir á Hellisheiði og Sandskeiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði en á Vestfjörðum eru hálkublettir á öllum helstu leiðum. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Hálfdáni. Á Norðurlandivestra er hálka frá Staðarskála í Gljúfurá eins á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði, Hólasandi, Mývatnsöræfum og mjög víða í Eyjarfirði og sömuleiðis í Víkurskarði og í Mývatnssveit. Austurlandi eru hálkublettir á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og á Öxi.

Alma komin í höfn

Togskipið Haffel dró flutningaskipið Ölmu að bryggju í Fáskrúðsfirði laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt. Upphaflega stefndi Hoffellið á að draga Ölmu í var í Reyðarfirði en í gærkvöld og nótt tók að hvessa meðfram austurströnd landsins. Skipstjórinn á Hoffelli óskaði því eftir að draga Ölmu inn á Fáskrúðsfjörð í staðinn. Alma missti stýrisblað sitt í gær og landhelgisgæslan var kölluð út í umfangsmiklar björgunarðagerðir sem tvö varðskip og tvær þyrlur tóku þátt í. Togskipið Hoffel dró hins vegar ölmu að landi. Laust fyrir klukkan fjögur í nótt heyrðist svo bljúgt þakkarskeyti ölmu til Hoffellsins í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Lokaði skemmtistað - handtók hnífamann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af gleðskap í heimahúsi í Kópavogi um klukkan sex í morgun. Slagsmál höfðu brotist út en lögreglu tókst að stilla til friðar án þess að handtaka neinn. Þá lokaði lögrelgan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt þar sem staðurinn var ekki með tilskilin leyfi. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt. Lögreglan á Akureyri lokaði tvo menn inni í nótt fyrir ölvun, óspektir og leiðindi. Þá voru tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur. Að öðru leyti fór nóttin ágætlega fram, þrátt fyrir mikinn fjölda fólks í bænum.

Bílvelta í Þrengslunum

Bílvelta verð í Þrengslunum um hálf sex leytið í dag. Tveir voru fluttir á slysavarðstofu með minniháttar meiðsli. Snjóþekja var á veginum og talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum vegna hálkunnar. Bíllinn lenti utanvegar og gjöreyðilagðist.

Íslenski hesturinn í útrás

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín tvöþúsund og þrettán. Búist er við hátt í tvö hundruð þúsund gestum á mótið og yfir þúsund íslenskum hestum. Heimsmeistaramót íslenska hestsins eru haldin á tveggja ára fresti, síðast í Austurríki í sumar, en undirbúningur fyrir næsta mót í Berlín árið 2013 hefur staðið yfir í tvör ár. "Þetta er í fyrsta skipti sem að heimsmeistaramótið er haldið í stórri borg. Það eru fimm milljón manns í Berlin, og við ætlum með þessu öllu að færa íslenska hestinn til fólksins. Það er meira að segja talað um að þúsund hestar ríði í gegnum Brandenborgarhliðið ef það tekst þá er það mesta auglýsing sem nokkurn tíman hefur verið gerð fyrir íslenska hestinn,“ segir Herbert Ólafsson, hestamaður.

Reyndu að svíkja fé af Vodafone

Vodafone varð fyrir barðinu á svikahröppum sem misnota inneignarkort. Fyrir árvekni starfsmanna tókst að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði fyrir milljóna króna tapi. Að minnsta kosti einn var handtekinn vegna málsins í vikunni. Fyrr í vikunni sendi Vodafone frá sér tilkynningu þar sem fram kom að fyrirtækið væri hætt að selja stórar pantanir af símkortum og Frelsisinneignum eftir að upp komst um umfangsmikla svikastarfsemi sem nota átti til að svíkja peninga.

Dráttartaug komin í Ölmu - mikill viðbúnaður á svæðinu

Dráttartaug hefur nú verið komið á ný milli flutningaskipsins Ölmu og togskipsins Hoffells. Taugin slitnaði um ellefuleytið í morgun, og hefur síðan verið unnið að því að koma henni fyrir aftur. Það tókst laust fyrir klukkan fjögur í dag og er nú stefnan tekin á Reyðarfjörð. Mikill viðbúnaður er á svæðinu, enda fer veður versnandi þar og full ástæða til að vera við öllu búinn. Þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNÁ eru báðar í viðbragðsstöðu, önnur á Höfn í Hornafirði og hin í Reykjavík.

Konur búa til karlrembusvín

Feigð, tíunda skáldsaga Stefáns Mána , er komin í bókabúðir. Þar er höfundur á kunnuglegum slóðum - í myrkraheimunum sem heilla hann meira en sumar og sóleyjar. Stefán Máni sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur meðal annars frá aðalpersónunni Herði Grímssyni, sem höfundurinn sjálfur er yfir sig heillaður af. Svo mjög að hann hefur tryggt honum sess í næstu bók líka.

Herramenn þakklátir fyrir fjárstuðning

Þrír framtakssamir piltar stefna að því að gefa út 64 blaðsíðna leiðarvísi fyrir herramenn fyrir jólin. Útgáfuna fjármagna þeir á frumlegan hátt sem þeir kalla hópfjármögnun. Á tveimur vikum hafa safnast 250 þúsund krónur með framlögum almennings. Bókin mun bera heitið Litla herramennskukverið. Með henni vill Kristinn Árni Lár Sigfússon, sem skrifar bókina, berja inn í samlanda sína fágaða og "séntilmannlega" framkomu.

Stefnir í að Þorláksbúð verði reist

Kirkjuráð mun ekki standa því í vegi að Þorláksbúð í Skálholti verði endurgerð. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins á miðvikudaginn var. Þorláksbúð á að vera eftirlíking af hinni fornu búð, reist á tóftum hennar og skal standa nærri Skálholtskirkju.Miklar deilur hafa verið um byggingu búðarinnar að undanförnu, enda vilja menn meina að hún muni skyggja á Skálholtsdómkirkjuna.Nú liggur hins vegar fyrir að byggingarleyfi verður gefið út, enda ákvað ráðið með atkvæðagreiðslu að gera ekki athugasemdir við bygginguna. Þess er vert að geta að biskup sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Enn hlýtur Eldfjall verðlaun

Theódór Júlíusson var í fyrrinótt útnefndur besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Sao Paulo fyrir leik sinn í Eldfjalli, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Þetta er í annað sinn sem hann er verðlaunaður sérstaklega, en áður hafði kvikmyndahátíð Evrasíu í Kazakhstan veitt honum fyrstu verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni. Sýning Eldfjalls í Sau Paulo markaði frumsýningu myndarinnar í S-Ameríku. Eldfjall hefur hlotið dæmalaust góðar viðtökur og unnið til allnokkurra verðlauna. Fyrir viku hlaut Eldfjall aðalverðlaunin í Valladolid. Þá hlaut hún fyrir hálfum mánuði aðalverðlaunin, Gullna úlfinn, á kvikmyndahátíðinni í Montréal. Og helgina þar á undan hlaut hún silfurverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Chicago.

Sjá næstu 50 fréttir