Fleiri fréttir

Neyðarlögin fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands mun í dag klukkan tvö birta dómsniðurstöður í ellefu málum sem varða innistæður sparifjáreigenda og svokölluð heildsöluinnlán en í málunum reynir á stjórnskipulegt gildi neyðarlaganna, þ.e hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá.

Síbrotamaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 24. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hefur maðurinn ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var síðast handtekinn í fyrrinótt. „Þá ók kauði um á stolnum bíl og var auk þess í annarlegu ástandi,“ eins og segir í tilkynningu.

Guðmundar- og Geirfinnsmál - fólk hvatt til að hafa samband

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum og eru þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um málin hvattir til að hafa samband.

Rjúpnaveiðin hefst í dag

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og má veiða rjúpur í níu daga samanlagt, eða helmingi færri daga en i fyrra, þar sem stofninn er í lægð.

Flugfreyjur samþykktu kjarasamning

Flugfreyjur hjá Icelandair hafa samþykt nýgerðan kjarasamning við félagið og hafa aflýst tveggja dag verkfalli, sem átti að hefjast eftir helgi, og ótímabundnu verkfalli, sem átti að hefjast síðar í næsta mánuði.

Par í haldi eftir háskaakstur og eltingarleik

Karl og kona eru enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að þau voru handtekin í bíl skammt frá Egilshöll í gærkvöldi, eftir háskaakstur ökumannsins í tilraun sinni til að stinga lögregluna af.

Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir kókaínsmyglurum í dag

Héraðsdómur Suðurlands tók sér í gærkvöldi frest þartil síðdegis í dag til að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhaldsúrskurði yfir fjórum Litháuum, sem handteknir voru í sumarbústað í Árnessýslu og í Reykjavík í fyrrinótt með mikið af kókaíni í fórum sínum.

Skjálftahrina í Mýrdalsjökli

Sex skjálftar, snarpari en tveir á Richter, mældust í Mýrdalsjökli í grennd vi Kötlu í gær, og einn upp á tvo komma tvo í nótt.

Blossi frá gervitungli og loftsteinn hrapaði

„Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum.

Dómur fellur um neyðarlög

Hæstiréttur Íslands dæmir í dag hvort neyðarlögin svokölluðu standist stjórnarskrá. Um er að ræða ellefu mál sem verður dæmt í, en málin snúast í stórum dráttum um það hvort smásöluinnlán, eða svokölluð Icesave-lán, og heildsöluinnlán séu forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Í varðhaldi til 10. nóvember

Maðurinn sem var handtekinn á miðvikudag vegna þáttöku í vopnuðu ráni í síðustu viku var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. nóvember.

Eineltisátak var árangurslaust

Tíðni eineltis hjá ríkisstofnunum mældist tíu prósent í árslok 2010, jafn há og í könnun sem gerð var 2008, að því er segir í fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana. Ekki er munur á körlum og konum og virðist þáttur menntunar ekki hafa áhrif.

Erum að reyna að laga ruglið

Arion banki samdi nýverið um skuldauppgjör við Kjalar, eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar. Í því fólst að 77 milljarða skuld var gefin eftir gegn því að bankinn leysti til sín þriðjungshlut í HB Granda. Var þetta eina lausnin í stöðunni?

Menntun kvenna í forgrunni

Málstofa um menntun stúlkna og kvenna á 36. aðalráðstefnu Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, í París hófst formlega í gær. Vigdís Finnbogadóttir opnaði málstofuna með fyrirlestri en hún er velgjörðarsendiherra Unesco og ráðgjafi framkvæmdastjóra Unesco, Irinu Bokovu.

Nagladekk óþörf

Samgöngustjóri Reykjavíkur segir nagladekk óþörf í Reykjavík. „Þegar götur eru ruddar að vetrarlagi, það er ís- og snjólausar, eru venjuleg vetrardekk öruggari en negld dekk ef eitthvað er. Þetta sýnir rannsókn á vegum sænsku Samgöngustofnunarinnar.

Söðlaði um og fór að hanna ungbarnafatnað

Ragnhildur Anna Jónsdóttir venti sínu kvæði í kross, hætti í vinnunni og hóf að hanna ungbarnafatnað úr lífrænni bómull undir merkinu Jónsdóttir & co. Varan er vottuð með Fair Trade-merkinu.

Las í 20 borgum á 21 degi

Hallgrímur Helgason er kominn heim eftir að hafa þvælst um allt Þýskaland með nýjasta skáldverk sitt, Konan við 1000°. Bókin kom fyrst út þar vegna bókamessunnar í Frankfurt og hefur fengið afbragðs dóma en hún er innblásin af sögu barnabarns Sveins Björnssonar, fyrrum forseta Íslands.

Enn skelfur Katla

Enn eru skjálftar í Kötlu en jarðskjálfti mældist skömmu fyrir sex, en hann var 3,2 á richter samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fjórir skjálftar hafa mælst eftir hádegi í dag yfir tvö á richter.

Óli Tynes látinn

Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn.

Farið fram á gæsluvarðhald yfir kókaínmönnum

Lögreglan á Selfossi hefur, í Héraðsdómi Suðurlands, lagt fram kröfu um gæsluvarðhald í fjórar vikur yfir þrem Litháum, sem handteknir voru síðastliðna nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Velferðarráðherra boðar þjóðarátak í heilsu

Í nýrri skýrslu velferðarráðuneytisins sem kemur út á næstu dögum og fréttastofa sagði frá á sunnudag kemur meðal annars fram að Íslendingar séu nú næstfeitasta þjóð á vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra segir þetta áhyggjuefni sem finna þurfi lausnir á.

Til hvers er stjórnarskrá?

Tillaga stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár var meðal umfjöllunarefna á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem haldið var í dag, en Úlfljótur er tímarit laganema við Háskóla Íslands. Þar fluttu erindi þeir Garðar Gíslason, hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ. Á málþinginu velti Hafsteinn upp spurningunni „Til hvers er stjórnarskrá?“ og fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs af þeim sjónarhóli.

Sýknaður af sérstaklega hættulegri líkamsárás

Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms yfir karlmanni sem var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Hressingarskálanum í miðborg Reykjavíkur í nóvember árið 2009.

Sóði dæmdur til að selja íbúðina sína

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert konu skylt að selja hlut sinn í fjöleignarhúsi að Hverfisgötu 68a í Reykjavík. Um er að ræða ósamþykkta íbúð. Húsfélagið í húsinu stefndi konunni vegna óþrifnaðar í langs tíma. Málið teygir sig allt til ársins 1986, en þá kvörtuðu íbúar í húsinu fyrst til lögreglu undan óþrifnaði konunnar. Síðan þá hafa íbúar þráfaldelga kvartað yfir konunni vegna óþrifnaðar, skordýra og meindýra.

Þór kominn til Reykjavíkur

Þór, nýtt varðskip Íslendinga er komið til Reykjavíkur. Skipið var smíðað í Chile og fyrsta höfn á Íslandi sem skipið hafði viðkomu í var Friðarhöfn í Vestmanneyjum en þangað kom Þór í gær.

Aðsóknarmet slegið í Seattle

Sýningin Looking Back to Find our Future á Norræna sögusafninu í Seattle hefur slegið aðsóknarmet. Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, er sýningarstjóri. Sýningin hefur fengið mikla umfjöllun erlendis.

Kveiktu á rauðum blysum fyrir utan Hörpu

Um tuttugu manns mótmæltu fyrir framan Hörpu tónlistarhús rétt fyrir klukkan hálf eitt í dag. Mótmælendur héldu á rauðum blysum en í fundarsal Hörpunnar fer fram ráðstefna íslenska ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í tveggja vikna gæsluvarðhald

Pólskur karlmaður var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald nú skömmu fyrir hádegi en hann er grunaður um að hafa eiga þátt í ráni á úra- og skartgripaverslun Frank Michelsen á Laugavegi. Samverkamenn hans voru farnir úr landi innan við sólarhring eftir ránið en maðurinn átti að sjá um að koma þýfinu úr landi.

Sérsveitin handtók þrjá menn með mikið af kókaíni í sumarbústað

Lögreglumenn frá Selfossi, með aðstoð liðsmanna úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, handtóku í nótt þrjá erlenda ríkisborgara í orlofshúsi í Árnessýslu, en þeir höfðu mikið af meintu kókaíni í fórum sínum, að sögn lögreglu. Í framhaldi af þessu var einn erlendur ríkisborgari handtekinn í Reykjavík. Enn er verið að yfirheyra menninina og vill lögregla ekki tjá sig nánar um málsatvik að svo stöddu, vegna rannsóknarhangsmuna.

Meiri líkur á að Hanna Birna fari í formanninn

Veðmálasíðan Betsson hefur sett af stað veðmál á heimasíðu sinni varðandi hugsanlegt framboð Hönnu Birnu Kristjánssdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 17. til 20. nóvember næstkomandi.

Ríkissaksóknari skoðar hvort málinu verði áfrýjað

"Það á bara eftir að skoða það hvort þessu verður áfrýjað,“ segir Hulda María Stefánsdóttir, settur saksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara. Þrír menn voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir svokallað Black-Pistons mál. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson fékk þyngstan dóm, þriggja og hálfs árs fangelsi, Davíð Freyr Rúnarsson fékk þriggja ára dóm og sautján ára vitorðsmaður þeirra fékk hálfsársdóm.

Black Pistons-menn dæmdir í fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Black Pistons-málinu svokallaða í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forsprakki samtakanna, hlaut þyngsta dóminn en hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Davíð Freyr Rúnarsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Brynjar Logi Barkarson fékk sex mánaða dóm. Þá þurfa einnig að greiða fórnarlambinu eina og hálfa milljón í miskabætur.

Átta bílar í þremur árekstrum

Enginn slasaðist þegar átta bílar samtals lentu í þremur árekstrum á sama svæðinu í Reykjavík upp úr klukkan níu í morgun. Fyrst varð fjögurra bíla árekstur á mótum Miklubrautar og Kringlumýrabrautar og fór umferð að tefjast á svæðinu. Vegna þess lentu tveir bílar til viðbótar saman, sem enn jók á tafir með þeim afleiðingum að tveir í viðbót lentu saman. Eftir öll ósköpin voru tveir bílanna alveg óökufærir en hinir náði að skrölta sjálfir af vettvangi.

Hótaði að skjóta þingmann í hnakkann

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, fékk líftlátshótun frá framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki hér á landi nýlega. Hann hótaði að skjóta hann, og fleiri þingmenn, í hnakkann.

Yfirgnæfandi meirihluti treystir Steingrími sem formanni VG

Yfirgnæfandi meirihluti, eða rösklega 67 prósent kjósenda Vinstri grænna treysta Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins best til að gegna embætti formanns flokksins, samkvæmt nýrri könnun MMR og birt er í Viðskiptablaðinu.

Ungt par tekið dópað á stolnum bíl

Ungt par var stöðvað á stolnum bíl í Reykjavík upp úr miðnætti. Þau reyndust bæði í annarlegu ástandi og voru vistuð í fangageymslu.

Sjá næstu 50 fréttir