Til hvers er stjórnarskrá? 27. október 2011 17:24 Hafsteinn Þór Hauksson. Mynd/Stefán Karlsson Tillaga stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár var meðal umfjöllunarefna á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem haldið var í dag, en Úlfljótur er tímarit laganema við Háskóla Íslands. Þar fluttu erindi þeir Garðar Gíslason, hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ. Á málþinginu velti Hafsteinn upp spurningunni ,,Til hvers er stjórnarskrá?'' og fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs af þeim sjónarhóli. Hann telur margt standa til bóta í tillögum ráðsins en gerir jafnframt athugasemdir við ýmis ákvæði þeirra. Hann segir mikilvægt að ræða tillögurnar í þaula, en ana ekki að því að samþykkja þær í flýti. Þær séu ágætur áfangi á leið okkar til stjórnarskrárbreytingar, en megi ekki vera lokaáfanginn. Hér að neðan fer nánara ágrip af erindi Hafsteins:Tilgangur stjórnarskrár Í gegnum tíðina hafa stjórnarskrár verið settar í þeim tilgangi að binda hendur valdhafa, orka sem rammi um starfsemi þeirra og verja almenning fyrir völdum þeirra. Hafsteinn tekur fram að ekki sé endilega óæskilegt að ætla stjórnarskrá annan tilgang, t.d. að auka mannréttindi og stuðla að jöfnuði. Þá þurfi fólk hins vegar að vera fyllilega meðvitað um þær grundvallarbreytingar og ræða þær í þaula.Minna aðhald í nýjum tillögum Í hinum nýju tillögum telur Hafsteinn ákveðið fráhvarf hvað varðar aðhald með stjórnvöldum og nefnir um það fáein dæmi. Í tillögunum er stjórnvöldum falið að tryggja öllum rétt til sanngjarnra launa, mannlegrar reisnar, heilsu og hreysti svo fátt eitt sé nefnt. Hafsteinn telur umhugsunarvert að fela stjórnvöldum skyldur af þessu tagi. Þá telur Hafsteinn að í tillögunum felist aukin hætta á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á stjórnarskrá. Með tillögunum er ferlið sem þarf til stjórnarskrárbreytinga stytt nokkuð og einfaldað frá því sem nú er. Í ákveðnum tilvikum er jafnvel gert ráð fyrir því að alþingismenn geti samþykkt stjórnarskrárbreytingar án þess að bera þær undir nokkurn annan, þ.e. ef 5/6 alþingismanna styðja þær. Þetta býður heim hættunni á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á grundvallarreglum lýðveldisins, sem verði að teljast varhugavert.Lögfræðilegt plagg Þar sem stjórnarskráin er í lögfræðilegt plagg og mun sem slík verða notuð í dómsölum framtíðarinnar undirstrikar Hafsteinn mikilvægi þess að hún sé vel unnin sem slík. Í þessu samhengi nefnir Hafsteinn áhugavert ákvæði úr tillögunum sem heimilar einföldum meirihluta Alþingis að binda hendur sínar til frambúðar. Ákvæðið er nánar tiltekið í 97. gr. og samkvæmt því getur Alþingi, með einföldum lögum, komið á fót stofnunum og skilgreint sem mikilvægar en þá er ómögulegt að leggja þær niður nema með atkvæðum ¾ hluta alþingismanna. Hafsteinn setti þetta ákvæði í áhugavert samhengi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komast til valda og setja á fót ,,mikilvæga stofnun'' þá verður aldrei hægt að afnema hana, ef við miðum við sögu landsins, enda hafa þessir tveir flokkar aldrei fengið minna fylgi en 1/3 í kosningum til Alþingis.Orðalagi ákvæða breytt Hafsteinn varar sérstaklega við því að í þeim tilvikum sem ráðið byggir á reglum úr núverandi stjórnarskrá í tillögum sínum er orðalagi allra greinanna breytt. Það er gert jafnvel þó fram komi í greinargerð með tillögunum að orðalagsbreytingar eigi ekki að fela í sér efnisbreytingar. Hafsteinn bendir á þá staðreynd að til eru fjölmörg dæmi um að orðalagi lagaákvæða hafi verið breytt og tekið fram að breytingin eigi ekki að fela í sér efnisbreytingu. Hins vegar hafi stundum reynt á slíka breytingu fyrir dómstólum sem hafi þá gjarna lagt nýja skilning í hið breytta orðalag. Því sé ekki sjálfgefið að orðalagsbreytingar ráðsins muni fela í sér raunverulegar efnisbreytingar.Megum ekki einblína á aðdragandann Hafsteinn segir margt áhugavert og gott í tillögunum. Og hvort sem fólk er hrifið af aðdraganda þeim sem tillögurnar höfðu eða ekki, er mikilvægt að hengja sig ekki um of í þess háttar ádeilur, en ræða frekar tillögurnar efnislega og taka afstöðu til þeirra. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár var meðal umfjöllunarefna á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem haldið var í dag, en Úlfljótur er tímarit laganema við Háskóla Íslands. Þar fluttu erindi þeir Garðar Gíslason, hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ. Á málþinginu velti Hafsteinn upp spurningunni ,,Til hvers er stjórnarskrá?'' og fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs af þeim sjónarhóli. Hann telur margt standa til bóta í tillögum ráðsins en gerir jafnframt athugasemdir við ýmis ákvæði þeirra. Hann segir mikilvægt að ræða tillögurnar í þaula, en ana ekki að því að samþykkja þær í flýti. Þær séu ágætur áfangi á leið okkar til stjórnarskrárbreytingar, en megi ekki vera lokaáfanginn. Hér að neðan fer nánara ágrip af erindi Hafsteins:Tilgangur stjórnarskrár Í gegnum tíðina hafa stjórnarskrár verið settar í þeim tilgangi að binda hendur valdhafa, orka sem rammi um starfsemi þeirra og verja almenning fyrir völdum þeirra. Hafsteinn tekur fram að ekki sé endilega óæskilegt að ætla stjórnarskrá annan tilgang, t.d. að auka mannréttindi og stuðla að jöfnuði. Þá þurfi fólk hins vegar að vera fyllilega meðvitað um þær grundvallarbreytingar og ræða þær í þaula.Minna aðhald í nýjum tillögum Í hinum nýju tillögum telur Hafsteinn ákveðið fráhvarf hvað varðar aðhald með stjórnvöldum og nefnir um það fáein dæmi. Í tillögunum er stjórnvöldum falið að tryggja öllum rétt til sanngjarnra launa, mannlegrar reisnar, heilsu og hreysti svo fátt eitt sé nefnt. Hafsteinn telur umhugsunarvert að fela stjórnvöldum skyldur af þessu tagi. Þá telur Hafsteinn að í tillögunum felist aukin hætta á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á stjórnarskrá. Með tillögunum er ferlið sem þarf til stjórnarskrárbreytinga stytt nokkuð og einfaldað frá því sem nú er. Í ákveðnum tilvikum er jafnvel gert ráð fyrir því að alþingismenn geti samþykkt stjórnarskrárbreytingar án þess að bera þær undir nokkurn annan, þ.e. ef 5/6 alþingismanna styðja þær. Þetta býður heim hættunni á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á grundvallarreglum lýðveldisins, sem verði að teljast varhugavert.Lögfræðilegt plagg Þar sem stjórnarskráin er í lögfræðilegt plagg og mun sem slík verða notuð í dómsölum framtíðarinnar undirstrikar Hafsteinn mikilvægi þess að hún sé vel unnin sem slík. Í þessu samhengi nefnir Hafsteinn áhugavert ákvæði úr tillögunum sem heimilar einföldum meirihluta Alþingis að binda hendur sínar til frambúðar. Ákvæðið er nánar tiltekið í 97. gr. og samkvæmt því getur Alþingi, með einföldum lögum, komið á fót stofnunum og skilgreint sem mikilvægar en þá er ómögulegt að leggja þær niður nema með atkvæðum ¾ hluta alþingismanna. Hafsteinn setti þetta ákvæði í áhugavert samhengi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komast til valda og setja á fót ,,mikilvæga stofnun'' þá verður aldrei hægt að afnema hana, ef við miðum við sögu landsins, enda hafa þessir tveir flokkar aldrei fengið minna fylgi en 1/3 í kosningum til Alþingis.Orðalagi ákvæða breytt Hafsteinn varar sérstaklega við því að í þeim tilvikum sem ráðið byggir á reglum úr núverandi stjórnarskrá í tillögum sínum er orðalagi allra greinanna breytt. Það er gert jafnvel þó fram komi í greinargerð með tillögunum að orðalagsbreytingar eigi ekki að fela í sér efnisbreytingar. Hafsteinn bendir á þá staðreynd að til eru fjölmörg dæmi um að orðalagi lagaákvæða hafi verið breytt og tekið fram að breytingin eigi ekki að fela í sér efnisbreytingu. Hins vegar hafi stundum reynt á slíka breytingu fyrir dómstólum sem hafi þá gjarna lagt nýja skilning í hið breytta orðalag. Því sé ekki sjálfgefið að orðalagsbreytingar ráðsins muni fela í sér raunverulegar efnisbreytingar.Megum ekki einblína á aðdragandann Hafsteinn segir margt áhugavert og gott í tillögunum. Og hvort sem fólk er hrifið af aðdraganda þeim sem tillögurnar höfðu eða ekki, er mikilvægt að hengja sig ekki um of í þess háttar ádeilur, en ræða frekar tillögurnar efnislega og taka afstöðu til þeirra.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira