Innlent

Enn skelfur Katla

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull.
Enn eru skjálftar í Kötlu en jarðskjálfti mældist skömmu fyrir sex, en hann var 3,2 á richter samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fjórir skjálftar hafa mælst eftir hádegi í dag yfir tvö á richter.

Skjálftavirknin nú er svipuð og hefur verið í Mýrdalsjökli og þykir ekki óeðlileg.

Í síðustu viku mældust 535 jarðskjálftar á landinu öllu. Skjálftahrinur voru út af Reykjanesi og norður af Siglunesi.

Mun færri niðurdælingarskjálftar mældust við Húsmúla en vikuna á undan.

Nokkrir skjálftar voru yfir þremur stigum, sá stærsti suður á Reykjaneshrygg, 3,4 stig og hinir út af Hafnarbergi vestast á Reykjanesskaga og norður af Siglunesi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×