Innlent

Par í haldi eftir háskaakstur og eltingarleik

Karl og kona eru enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að þau voru handtekin í bíl skammt frá Egilshöll í gærkvöldi, eftir háskaakstur ökumannsins í tilraun sinni til að stinga lögregluna af.

Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Grafarvogi og hóf lögregla þá eftirför og tóku tveir lögreglubílar þátt í að stöðva hann.

Bíllinn reyndist vera stolinn, ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, auk þess sem hann var réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×