Engin skýrsla af sjeiknum 14. október 2011 18:49 Ekki hefur enn tekist fá skýrslu frá aðal vitninu í ein stærsta sakamáli efnahagshrunsins, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. Sjeikinn nýtur diplómatískrar friðhelgi og hefur ekki orðið við ósk um að bera vitni í málinu. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum sjeiks Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á 5 prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008 fyrir 25,6 milljarða króna er mjög langt komin, en kaupin eru álitin sýndarviðskipti af embættinu og eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um markaðsmisnotkun. Embættið lagði á það ríka áherslu á fyrri stigum rannsóknar að fá sjeikinn sjálfan, sem er bróðir emírsins í Katar, til að bera vitni í málinu. Meðal annars var reynt að fá hann til að gefa skýrslu í gegnum lögmann sinn í Lundúnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta ekki gengið eftir, en sjeikinn nýtur til dæmis diplómatískrar friðhelgi og þarf því ekki að gefa skýrslu á grundvelli beiðni um yfirheyrslu, en slík beiðni fer í gegnum svokallaða gagnkvæma réttaraðstoð við meðferð sakamála milli landa (e. mutual assistance). Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sjeikinn því ekki gefið skýrslu í málinu. Margt er enn á huldu um sjeikinn sjálfan. Til dæmis hafa allar myndir sem birst hafa af honum í íslenskum fjölmiðlum ekki af honum og raunar hafa allir fjölmiðlarnir verið að nota sitt hvora myndina, en Al-Thani er jafn algengt nafn í Katar og Jón er hér á landi. Til dæmis höfum við á Stöð 2 verið að nota eina mynd, Rúv hafa notað aðra og þriðja myndin hefur verið notuð í Morgunblaðinu. (Sjá myndskeið með frétt). Enginn þessara manna er sjeikinn Al-Thani, bróðir emírsins í Katar. Engar myndir virðast vera til af sjeiknum á netinu, en ljósrit af vegabréfinu hans var skilað til fyrirtækjaskrár þegar eignarhaldsfélag hans hér á landi var stofnað. Í raun og veru eru tveir Al-Thani í málinu. Það er bróðir emírsins, sjeik Al-Thani og svo ráðgjafi hans, Sultan Bin Jassim Al-Thani, sem er í konungsfjölskyldunni og starfar sem fjármálaráðgjafi sjeiksins. Það er þessi maður sem vingaðist við Ólaf Ólafsson, meðal annars í gegnum sameiginleg áhugamál eins og hestamennsku og veiðar. Og kom hingað til lands í boði Ólafs sumarið 2008 og skoðaði m.a Flatey. Sérstakur saksóknari fékk vitnisburð súltansins í október 2009, eða fyrir réttum tveimur árum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar eftir því var leitað á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eins og áður segir er rannsókn málsins mjög langt komin og eftir því sem fréttastofa kemst næst gæti henni verið lokið fyrir lok þessa árs. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Ekki hefur enn tekist fá skýrslu frá aðal vitninu í ein stærsta sakamáli efnahagshrunsins, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. Sjeikinn nýtur diplómatískrar friðhelgi og hefur ekki orðið við ósk um að bera vitni í málinu. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum sjeiks Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á 5 prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008 fyrir 25,6 milljarða króna er mjög langt komin, en kaupin eru álitin sýndarviðskipti af embættinu og eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um markaðsmisnotkun. Embættið lagði á það ríka áherslu á fyrri stigum rannsóknar að fá sjeikinn sjálfan, sem er bróðir emírsins í Katar, til að bera vitni í málinu. Meðal annars var reynt að fá hann til að gefa skýrslu í gegnum lögmann sinn í Lundúnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta ekki gengið eftir, en sjeikinn nýtur til dæmis diplómatískrar friðhelgi og þarf því ekki að gefa skýrslu á grundvelli beiðni um yfirheyrslu, en slík beiðni fer í gegnum svokallaða gagnkvæma réttaraðstoð við meðferð sakamála milli landa (e. mutual assistance). Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sjeikinn því ekki gefið skýrslu í málinu. Margt er enn á huldu um sjeikinn sjálfan. Til dæmis hafa allar myndir sem birst hafa af honum í íslenskum fjölmiðlum ekki af honum og raunar hafa allir fjölmiðlarnir verið að nota sitt hvora myndina, en Al-Thani er jafn algengt nafn í Katar og Jón er hér á landi. Til dæmis höfum við á Stöð 2 verið að nota eina mynd, Rúv hafa notað aðra og þriðja myndin hefur verið notuð í Morgunblaðinu. (Sjá myndskeið með frétt). Enginn þessara manna er sjeikinn Al-Thani, bróðir emírsins í Katar. Engar myndir virðast vera til af sjeiknum á netinu, en ljósrit af vegabréfinu hans var skilað til fyrirtækjaskrár þegar eignarhaldsfélag hans hér á landi var stofnað. Í raun og veru eru tveir Al-Thani í málinu. Það er bróðir emírsins, sjeik Al-Thani og svo ráðgjafi hans, Sultan Bin Jassim Al-Thani, sem er í konungsfjölskyldunni og starfar sem fjármálaráðgjafi sjeiksins. Það er þessi maður sem vingaðist við Ólaf Ólafsson, meðal annars í gegnum sameiginleg áhugamál eins og hestamennsku og veiðar. Og kom hingað til lands í boði Ólafs sumarið 2008 og skoðaði m.a Flatey. Sérstakur saksóknari fékk vitnisburð súltansins í október 2009, eða fyrir réttum tveimur árum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar eftir því var leitað á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eins og áður segir er rannsókn málsins mjög langt komin og eftir því sem fréttastofa kemst næst gæti henni verið lokið fyrir lok þessa árs.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira