Fleiri fréttir Tölvuþrjótar réðust á tölvukerfi Bændasamtakana "Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu,“ segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, en tölvuþrjótar hafa gert ítrekaðar árásir á tölvukerfi Bændasamtaka Íslands á undanförnum dögum. Það hefur valdið truflunum á netsambandi samtakana og þar með vefsíðu Bændablaðsins. 14.7.2011 15:37 Ísland, Noregur og Japan gengu út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins Fulltrúar Íslands, Noregs og Japans gengu út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í dag ásamt fulltrúum annarra ríkja sem hlynnt eru hvalveiðum. Að sögn Tómasar H. Heiðars, aðalfulltrúa Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, var þetta gert til að koma í veg fyrir að fundurinn væri ályktunarhæfur, en þegar fulltrúarnir gengu út stóð til að greiða atkvæði um tillögu Argentínu og Brasilíu að stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi. 14.7.2011 15:23 Auglýsir eftir sérsmíðuðu fjölskyldugrilli "Fjölskyldugrillinu okkar var stolið og við erum bara í rusli yfir því," segir Lilja Rós Sigurðardóttir sem hefur auglýst eftir grilli á Facebook síðu sinni síðustu daga. 14.7.2011 15:01 Bæjarstjóri Akureyrar sprettir úr spori í nafni friðar Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, fór fyrir bærjarbúum í Friðarhlaupinu á Akureyri í dag en Friðarhlaupið er aðili að alþjóðlegu ári ungmenna sem Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO standa að. 14.7.2011 16:32 Flugmenn settust á sáttafund Samningafundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hófst hjá Ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti fundur í deilunni eftir að samningur sem þessir aðilar gerðu á dögunum var felldur í atkvæðagreiðslu fyrr í vikunni. 14.7.2011 14:42 Tjón ferðaþjónustuaðila getur numið hundruðum milljóna Áætla má að heildarútgjöld þeirra ferðamanna sem ferðast um Hornafjörð hefðu orðið um það bil einn milljarður ef ekki hefði komið til rof hringvegarins við Múlakvísl. Þetta kemur fram í samantekt Þorvarðar Árnasonar, forstöðumanns Háskólaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, á útreikningum setursins. 14.7.2011 14:33 Nýja brúin opnuð fyrir miðja næstu viku Reynt verður að opna bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl fyrir miðja næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Brúarvinnuflokkar og aðrir starfsmenn Vegagerðarinnar vinna dag og nótt við að koma brúnni upp og tengja Hringveginn við hana. Stefnt er að því að bílar og fólk verði flutt yfir brúna þangað til. 14.7.2011 14:26 Dópaður maður stal bíl af sveitabæ Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á Selfossi í morgun en hann hafði stolið bifreið á sveitabæ í Biskupstungum nokkru áður og valdið tjóni á bílnum. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og var vistaður í fangageymslu, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Hann verður svo yfirheyrður síðar í dag þegar víman er runnin af honum. 14.7.2011 13:18 Dómurinn stendur Kristján Kristjánsson, útgefandi bókarinnar um Sögu Akraness, hefur haft samband við Fréttatímann með athugasemdir vegna beinskeytts bókardóms Páls Baldvins Baldvinssonar um bókina í síðasta tölublaði Fréttatímans. Greint var frá því í morgun að bæjarstjóri Akranesbæjar hefði falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Páls Baldvins um ritið varði við lög. 14.7.2011 13:11 21 árekstur við sauðfé frá mánaðamótum Ekið var á lamb á Suðureyrarvegi í gær og tvö á Súgandafjarðarvegi í fyrradag og drápust þau öll. Frá mánaðamótum hefur lögreglan á Vestfjörðum fegnið 21 tilkynningu um slík slys, en sauðfé hefur víðasthvar óhindraðan aðgang að þjóðvegunum fyrir vestan. 14.7.2011 12:43 Páll Baldvin tjáir sig ekki Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akranesbæjar að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans. 14.7.2011 12:07 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14.7.2011 12:05 Stærsta vandamál í dýravernd á Íslandi óleyst Nefnd um dýravelferð skilaði af sér tillögum sínum að frumvarpi til nýrra laga um málaflokkinn síðastliðinn mánudag, þann 11. júlí. Árni Stefán Árnason, dýraréttarlögfræðingur segir að þó svo orðalag laganna auki greinilega vernd dýra, hafi hann orðið fyrir vonbrigðum með drögin en hann óttast að lögin muni ekki leysa stærsta vandamálið í dýravernd á Íslandi, verði tillagan samþykkt í óbreyttri mynd. 14.7.2011 11:46 Brúarsmíði gengur vel - "Þetta er ekkert mál“ "Þetta gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Þórðarson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni, en hann vinur nú ásamt tuttugu og þremur öðrum að smíða bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl. 14.7.2011 11:21 Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. 14.7.2011 10:52 Óhöppum Strætó fækkar um 44% Óhöppum Strætó í umferðinni fækkaði um 44% á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Síðasta ár var þó metár hvað öryggi í akstri Strætó varðar. Alls voru 49 óhöpp skráð á fyrstu sex mánuðum ársins, en 88 í fyrra. 14.7.2011 10:30 Vannærð börn í Sómalíu Alþjóða Rauði krossinn segir að hvergi í heiminum sé vannæring barna jafn mikil og í Sómalíu, en þar hefur ástandið hríðversnað á undanförnum vikum. Fjöldi barna sem þjást af alvarlegri vannæringu hefur tvöfaldast síðan í mars í sumum hlutum Sómalíu. 14.7.2011 10:27 Gefur lítið fyrir skýringar Kristjáns „Mér finnst hann gera þetta á afar veikum forsendum,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun Kristjáns Möller, formanns iðnaðarnefndar Alþingis, að verða ekki við ósk þriggja þingmanna um að nefndin komi saman til að ræða um málefni Drekasvæðisins. 14.7.2011 09:56 Karlmaður á sextugsaldri enn þungt haldinn eftir bifhjólaslys Karlmaður á sextugsaldri sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af bifhjóli sínu þann 12. júlí síðastliðinn, liggur enn svæfður í öndunarvél. Ástand hans er óbreytt að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. 14.7.2011 09:35 Hraðamyndavélum komið fyrir í umferðargöngum Hraðamyndavélar verða teknar í notkun í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum á morgun. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Um árabil hafa hraðamyndavélar verið í Hvalfjarðargöngum. 14.7.2011 09:04 Svikahrappur kynntist fórnarlambi í árekstri Karlmaður á sextugsaldri, sem sætt hefur rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er grunaður um að hafa haft yfir hundrað milljónir af fólki með svikum og prettum. Fórnarlömbunum kynntist hann með ýmsum hætti. Til dæmis kynntust einn brotaþolinn og svindlarinn þegar bílar þeirra rákust saman. 14.7.2011 08:45 Allt var með kyrrum kjörum í Kötlu Allt var með kyrrum kjörum í Kötlu í nótt eftir skjálfta þar upp á 2,6 síðdegis í gær. Þó var aðeins órói í Goðabungu, í austanverðum Mýrdalsjökli, en hann er ekki talinn vísbending um neinar frekari hræringar. 14.7.2011 08:29 Bensín hækkar í verði Verð á bensínlítra losar 240 krónur á ný eftir að Shell og Olís hækkuðu bensínverðið um þrjár krónur í gær og dísilolíuna heldur minna. Búast má við að hin félögin hækki verðið í dag. 14.7.2011 08:12 Funda vegna deilu flugmanna Samningafundur verður eftir hádegi í deilu flugmanna hjá Icelandair og félaginu, en flugmennirnir felldu kjarasamnin, sem nýlega var gerður. Sú niðurstaða helgast einkum af því að flugmenn una ekki því hversu lengi þeir þurfa að búa við það að vera ráðnir á vorin og sagt upp á haustin. Þeir segja að árunum fari fjölgandi, sem nýir flugmenn þurfi að búa við þetta óöryggi. Áður hafi þeir þurft að búa við þetta í þrjú til fjögur ár, en nú séu þau orðin fimm til sex. 14.7.2011 08:10 Sævar Ciesielski er látinn Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. 14.7.2011 07:00 Brúarvinnu lýkur líklega í kvöld Búist er við því að bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl verði tilbúin í kvöld eða nótt. Þá er þó eftir talsverð vinna áður en hægt verður að hleypa umferð á á nýjan leik. 14.7.2011 07:00 Eimskip vill Hringrás ekki lengur á brott Forsvarsmenn Eimskips telja ekki að starfsemi Hringrásar þurfi að flytjast frá Sundahöfn og fjær fyrirtækjunum í grenndinni. Starfsemi Eimskips raskaðist eftir brunann mikla aðfaranótt þriðjudags vegna eitraðs reyks sem lagðist yfir svæðið. 14.7.2011 06:30 Fjöldi vanskilamála fyrir héraðsdómi „Þeim leigjendum Félagsbústaða sem eiga í fjárhagsvanda hefur fjölgað,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. Á síðustu mánuðum hefur verið þingfestur í héraðsdómi allnokkur fjöldi mála Félagsbústaða á hendur leigjendum sínum. Sigurður segir að vanskilin hafi verið komin niður í 1,5 prósent af veltu Félagsbústaða árið 2007. Á síðasta ári hafi þau verið komin upp í 3,5 prósent. Þetta segi sína sögu. 14.7.2011 04:00 Langt getur liðið milli sláttar og frágangs Margir dagar geta liðið frá því að opin svæði, umferðareyjar og aðrar grasspildur í Reykjavík eru slegnar og að gengið sé frá viðkomandi svæði með orfi. Víða um borgina eru loðnar graseyjar við girðingar, ljósastaura og þar fram eftir götunum. 14.7.2011 03:30 Gamall bíll brann á Selfossi Eldur kviknaði í bíl í Heiðarhverfi á Selfossi um tíuleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um að ræða gamlan bíl sem er notaður í varahluti. Ekki er vitað um eldsupptök. Lögreglan segir að ekki hafi stafað hætta af eldinum. 13.7.2011 23:50 Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13.7.2011 19:02 Sprengisandur opnast, mánuði seinna en í fyrra Ein vinsælasta hálendisleið landsins, Sprengisandsleið, var loksins opnuð í dag, rúmum mánuði seinna en í fyrra en þá var leiðin orðin fær þann 10. júní. Búið er að opna allar þrjár leiðirnar til Norðurlands, um Bárðardal, Eyjafjarðarleið og Skagafjarðarleið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þar með eru allir helstu hálendisvegir orðnir jeppafærir, Gæsavatnaleið er þó enn lokuð. 13.7.2011 18:44 Enn leitað víða að Belga Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar eru enn í víðtækri leit á Fimmvörðuhálsi að belgískum ferðamanni, sem þar er talinn slasaður. 13.7.2011 18:44 Jarðskjálfti í Kötlu - engin vísbending um gos Jarðskjálfti varð í Kötlu nú rétt eftir klukkan fjögur og mældist hann 3,1 á richter. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um stakan atburð sé að ræða og ekkert bendi til þess að gos sé að hefjast. 13.7.2011 16:38 Frisbígolfvöllur opnaður á Klambratúni Á Klambratúni hefur verið komið upp aðstöðu til að leika frisbígolf samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það var gert að ósk íbúa sem hafa um nokkurt skeið stundað þessa íþrótt á túninu. Búið er að setja upp leikvöll með níu teigum og körfum og er hann öllum opinn. 13.7.2011 16:30 Ætla að bæta fjórða vörubílnum við selflutningana Til stendur að bæta fjórða sérútbúna vörubílnum við selflutningana og hefur tekist að útvega enn öflugri langferðabifreið í flutninga með fólk yfir Múlakvísl samkvæmt stöðumati Almannavarna um ástandið í Múlakvísl. 13.7.2011 16:07 60 björgunarsveitarmenn leita Norðmanns Um 60 björgunarsveitarmenn leita Norðmanns sem leitað hefur verið að síðan klukkan tvö í nótt. Maðurinn slasaðist á hné og hafði samband við björgunarsveitina. Símasambandið rofnaði hinsvegar við hann og ekki hefur náðst í hann aftur. 13.7.2011 15:45 Síbrotamanni gert að fara í meðferð Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjölmörg afbrot. Dómurinn er skilorðsbundinn þar sem maðurinn féllst á að leita sér aðstoðar vegna vímuefnaneyslu sinnar. 13.7.2011 15:27 Mestur kynjamunur á stjórnendum Íslandsbanka Könnun á kynjahlutfalli í stjórnum og framkvæmdastjórnum stóru viðskiptabankanna þriggja og dótturfélaga þeirra í bankaskýrslu ríkisins árið 2010 sýnir að alls staðar voru konur í minnihluta. 13.7.2011 15:13 Lögreglunni óheimilt að miðla upplýsingum úr málaskrá til geðlæknis Persónuvernd hefur úrskurðaði að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði verið óheimilt að miðla upplýsingum úr málaskrá sinni til geðlæknis, sem átti að meta andlega heilsu mannsins sem kvartaði til persónuverndar, í tengslum við umsókn hans um endurnýjun skotvopnaleyfis. 13.7.2011 14:54 Hannes tapaði í héraðsdómi Fjármálaráðuneytið var sýknað af skaðabótakröfu Hannesar Smárasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13.7.2011 14:05 Enn leitað að ferðamanni á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir leita enn að norskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu í nótt og óskaði eftir aðstoð þar sem hann hafði slasast á hné og treysti sér ekki til að koma sér til byggða án aðstoðar. 13.7.2011 14:02 Auðvelt að leysa út lyf annarra Það virðist vera tiltölulega auðvelt fyrir óprúttna aðila að komast yfir lyfseðilsskyld lyf, ef marka má sögu Þóreyjar Hilmarsdóttur, sem fékk ekki útleystan lyfseðil sinn fyrr í dag þar sem hann hafði þegar verið útleystur nokkrum dögum áður. 13.7.2011 14:00 Fundu kókaín sex árum eftir innflutning Starfsmenn skipafélags fundu óvænt eitt kíló af kókaíni á síðasta ári þegar þeir voru að færa ósóttar sendingar til eyðingar. Efnið virðist hafa verið flutt til landsins sjóðleiðina fyrir sex árum síðan en þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13.7.2011 13:44 Hræðsluáróður um nýtt fangelsi Árni Hrafn Ásbjörnsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir hræðsluáróðri beitt í umræðu um byggingu nýs fangelsis. Hann segir þá aðferð óréttláta gagnvart almenningi. 13.7.2011 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Tölvuþrjótar réðust á tölvukerfi Bændasamtakana "Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu,“ segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, en tölvuþrjótar hafa gert ítrekaðar árásir á tölvukerfi Bændasamtaka Íslands á undanförnum dögum. Það hefur valdið truflunum á netsambandi samtakana og þar með vefsíðu Bændablaðsins. 14.7.2011 15:37
Ísland, Noregur og Japan gengu út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins Fulltrúar Íslands, Noregs og Japans gengu út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í dag ásamt fulltrúum annarra ríkja sem hlynnt eru hvalveiðum. Að sögn Tómasar H. Heiðars, aðalfulltrúa Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, var þetta gert til að koma í veg fyrir að fundurinn væri ályktunarhæfur, en þegar fulltrúarnir gengu út stóð til að greiða atkvæði um tillögu Argentínu og Brasilíu að stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi. 14.7.2011 15:23
Auglýsir eftir sérsmíðuðu fjölskyldugrilli "Fjölskyldugrillinu okkar var stolið og við erum bara í rusli yfir því," segir Lilja Rós Sigurðardóttir sem hefur auglýst eftir grilli á Facebook síðu sinni síðustu daga. 14.7.2011 15:01
Bæjarstjóri Akureyrar sprettir úr spori í nafni friðar Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, fór fyrir bærjarbúum í Friðarhlaupinu á Akureyri í dag en Friðarhlaupið er aðili að alþjóðlegu ári ungmenna sem Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO standa að. 14.7.2011 16:32
Flugmenn settust á sáttafund Samningafundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hófst hjá Ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti fundur í deilunni eftir að samningur sem þessir aðilar gerðu á dögunum var felldur í atkvæðagreiðslu fyrr í vikunni. 14.7.2011 14:42
Tjón ferðaþjónustuaðila getur numið hundruðum milljóna Áætla má að heildarútgjöld þeirra ferðamanna sem ferðast um Hornafjörð hefðu orðið um það bil einn milljarður ef ekki hefði komið til rof hringvegarins við Múlakvísl. Þetta kemur fram í samantekt Þorvarðar Árnasonar, forstöðumanns Háskólaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, á útreikningum setursins. 14.7.2011 14:33
Nýja brúin opnuð fyrir miðja næstu viku Reynt verður að opna bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl fyrir miðja næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Brúarvinnuflokkar og aðrir starfsmenn Vegagerðarinnar vinna dag og nótt við að koma brúnni upp og tengja Hringveginn við hana. Stefnt er að því að bílar og fólk verði flutt yfir brúna þangað til. 14.7.2011 14:26
Dópaður maður stal bíl af sveitabæ Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á Selfossi í morgun en hann hafði stolið bifreið á sveitabæ í Biskupstungum nokkru áður og valdið tjóni á bílnum. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og var vistaður í fangageymslu, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Hann verður svo yfirheyrður síðar í dag þegar víman er runnin af honum. 14.7.2011 13:18
Dómurinn stendur Kristján Kristjánsson, útgefandi bókarinnar um Sögu Akraness, hefur haft samband við Fréttatímann með athugasemdir vegna beinskeytts bókardóms Páls Baldvins Baldvinssonar um bókina í síðasta tölublaði Fréttatímans. Greint var frá því í morgun að bæjarstjóri Akranesbæjar hefði falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Páls Baldvins um ritið varði við lög. 14.7.2011 13:11
21 árekstur við sauðfé frá mánaðamótum Ekið var á lamb á Suðureyrarvegi í gær og tvö á Súgandafjarðarvegi í fyrradag og drápust þau öll. Frá mánaðamótum hefur lögreglan á Vestfjörðum fegnið 21 tilkynningu um slík slys, en sauðfé hefur víðasthvar óhindraðan aðgang að þjóðvegunum fyrir vestan. 14.7.2011 12:43
Páll Baldvin tjáir sig ekki Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akranesbæjar að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans. 14.7.2011 12:07
Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14.7.2011 12:05
Stærsta vandamál í dýravernd á Íslandi óleyst Nefnd um dýravelferð skilaði af sér tillögum sínum að frumvarpi til nýrra laga um málaflokkinn síðastliðinn mánudag, þann 11. júlí. Árni Stefán Árnason, dýraréttarlögfræðingur segir að þó svo orðalag laganna auki greinilega vernd dýra, hafi hann orðið fyrir vonbrigðum með drögin en hann óttast að lögin muni ekki leysa stærsta vandamálið í dýravernd á Íslandi, verði tillagan samþykkt í óbreyttri mynd. 14.7.2011 11:46
Brúarsmíði gengur vel - "Þetta er ekkert mál“ "Þetta gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Þórðarson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni, en hann vinur nú ásamt tuttugu og þremur öðrum að smíða bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl. 14.7.2011 11:21
Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. 14.7.2011 10:52
Óhöppum Strætó fækkar um 44% Óhöppum Strætó í umferðinni fækkaði um 44% á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Síðasta ár var þó metár hvað öryggi í akstri Strætó varðar. Alls voru 49 óhöpp skráð á fyrstu sex mánuðum ársins, en 88 í fyrra. 14.7.2011 10:30
Vannærð börn í Sómalíu Alþjóða Rauði krossinn segir að hvergi í heiminum sé vannæring barna jafn mikil og í Sómalíu, en þar hefur ástandið hríðversnað á undanförnum vikum. Fjöldi barna sem þjást af alvarlegri vannæringu hefur tvöfaldast síðan í mars í sumum hlutum Sómalíu. 14.7.2011 10:27
Gefur lítið fyrir skýringar Kristjáns „Mér finnst hann gera þetta á afar veikum forsendum,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun Kristjáns Möller, formanns iðnaðarnefndar Alþingis, að verða ekki við ósk þriggja þingmanna um að nefndin komi saman til að ræða um málefni Drekasvæðisins. 14.7.2011 09:56
Karlmaður á sextugsaldri enn þungt haldinn eftir bifhjólaslys Karlmaður á sextugsaldri sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af bifhjóli sínu þann 12. júlí síðastliðinn, liggur enn svæfður í öndunarvél. Ástand hans er óbreytt að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. 14.7.2011 09:35
Hraðamyndavélum komið fyrir í umferðargöngum Hraðamyndavélar verða teknar í notkun í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum á morgun. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Um árabil hafa hraðamyndavélar verið í Hvalfjarðargöngum. 14.7.2011 09:04
Svikahrappur kynntist fórnarlambi í árekstri Karlmaður á sextugsaldri, sem sætt hefur rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er grunaður um að hafa haft yfir hundrað milljónir af fólki með svikum og prettum. Fórnarlömbunum kynntist hann með ýmsum hætti. Til dæmis kynntust einn brotaþolinn og svindlarinn þegar bílar þeirra rákust saman. 14.7.2011 08:45
Allt var með kyrrum kjörum í Kötlu Allt var með kyrrum kjörum í Kötlu í nótt eftir skjálfta þar upp á 2,6 síðdegis í gær. Þó var aðeins órói í Goðabungu, í austanverðum Mýrdalsjökli, en hann er ekki talinn vísbending um neinar frekari hræringar. 14.7.2011 08:29
Bensín hækkar í verði Verð á bensínlítra losar 240 krónur á ný eftir að Shell og Olís hækkuðu bensínverðið um þrjár krónur í gær og dísilolíuna heldur minna. Búast má við að hin félögin hækki verðið í dag. 14.7.2011 08:12
Funda vegna deilu flugmanna Samningafundur verður eftir hádegi í deilu flugmanna hjá Icelandair og félaginu, en flugmennirnir felldu kjarasamnin, sem nýlega var gerður. Sú niðurstaða helgast einkum af því að flugmenn una ekki því hversu lengi þeir þurfa að búa við það að vera ráðnir á vorin og sagt upp á haustin. Þeir segja að árunum fari fjölgandi, sem nýir flugmenn þurfi að búa við þetta óöryggi. Áður hafi þeir þurft að búa við þetta í þrjú til fjögur ár, en nú séu þau orðin fimm til sex. 14.7.2011 08:10
Sævar Ciesielski er látinn Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. 14.7.2011 07:00
Brúarvinnu lýkur líklega í kvöld Búist er við því að bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl verði tilbúin í kvöld eða nótt. Þá er þó eftir talsverð vinna áður en hægt verður að hleypa umferð á á nýjan leik. 14.7.2011 07:00
Eimskip vill Hringrás ekki lengur á brott Forsvarsmenn Eimskips telja ekki að starfsemi Hringrásar þurfi að flytjast frá Sundahöfn og fjær fyrirtækjunum í grenndinni. Starfsemi Eimskips raskaðist eftir brunann mikla aðfaranótt þriðjudags vegna eitraðs reyks sem lagðist yfir svæðið. 14.7.2011 06:30
Fjöldi vanskilamála fyrir héraðsdómi „Þeim leigjendum Félagsbústaða sem eiga í fjárhagsvanda hefur fjölgað,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. Á síðustu mánuðum hefur verið þingfestur í héraðsdómi allnokkur fjöldi mála Félagsbústaða á hendur leigjendum sínum. Sigurður segir að vanskilin hafi verið komin niður í 1,5 prósent af veltu Félagsbústaða árið 2007. Á síðasta ári hafi þau verið komin upp í 3,5 prósent. Þetta segi sína sögu. 14.7.2011 04:00
Langt getur liðið milli sláttar og frágangs Margir dagar geta liðið frá því að opin svæði, umferðareyjar og aðrar grasspildur í Reykjavík eru slegnar og að gengið sé frá viðkomandi svæði með orfi. Víða um borgina eru loðnar graseyjar við girðingar, ljósastaura og þar fram eftir götunum. 14.7.2011 03:30
Gamall bíll brann á Selfossi Eldur kviknaði í bíl í Heiðarhverfi á Selfossi um tíuleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um að ræða gamlan bíl sem er notaður í varahluti. Ekki er vitað um eldsupptök. Lögreglan segir að ekki hafi stafað hætta af eldinum. 13.7.2011 23:50
Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13.7.2011 19:02
Sprengisandur opnast, mánuði seinna en í fyrra Ein vinsælasta hálendisleið landsins, Sprengisandsleið, var loksins opnuð í dag, rúmum mánuði seinna en í fyrra en þá var leiðin orðin fær þann 10. júní. Búið er að opna allar þrjár leiðirnar til Norðurlands, um Bárðardal, Eyjafjarðarleið og Skagafjarðarleið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þar með eru allir helstu hálendisvegir orðnir jeppafærir, Gæsavatnaleið er þó enn lokuð. 13.7.2011 18:44
Enn leitað víða að Belga Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar eru enn í víðtækri leit á Fimmvörðuhálsi að belgískum ferðamanni, sem þar er talinn slasaður. 13.7.2011 18:44
Jarðskjálfti í Kötlu - engin vísbending um gos Jarðskjálfti varð í Kötlu nú rétt eftir klukkan fjögur og mældist hann 3,1 á richter. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um stakan atburð sé að ræða og ekkert bendi til þess að gos sé að hefjast. 13.7.2011 16:38
Frisbígolfvöllur opnaður á Klambratúni Á Klambratúni hefur verið komið upp aðstöðu til að leika frisbígolf samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það var gert að ósk íbúa sem hafa um nokkurt skeið stundað þessa íþrótt á túninu. Búið er að setja upp leikvöll með níu teigum og körfum og er hann öllum opinn. 13.7.2011 16:30
Ætla að bæta fjórða vörubílnum við selflutningana Til stendur að bæta fjórða sérútbúna vörubílnum við selflutningana og hefur tekist að útvega enn öflugri langferðabifreið í flutninga með fólk yfir Múlakvísl samkvæmt stöðumati Almannavarna um ástandið í Múlakvísl. 13.7.2011 16:07
60 björgunarsveitarmenn leita Norðmanns Um 60 björgunarsveitarmenn leita Norðmanns sem leitað hefur verið að síðan klukkan tvö í nótt. Maðurinn slasaðist á hné og hafði samband við björgunarsveitina. Símasambandið rofnaði hinsvegar við hann og ekki hefur náðst í hann aftur. 13.7.2011 15:45
Síbrotamanni gert að fara í meðferð Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjölmörg afbrot. Dómurinn er skilorðsbundinn þar sem maðurinn féllst á að leita sér aðstoðar vegna vímuefnaneyslu sinnar. 13.7.2011 15:27
Mestur kynjamunur á stjórnendum Íslandsbanka Könnun á kynjahlutfalli í stjórnum og framkvæmdastjórnum stóru viðskiptabankanna þriggja og dótturfélaga þeirra í bankaskýrslu ríkisins árið 2010 sýnir að alls staðar voru konur í minnihluta. 13.7.2011 15:13
Lögreglunni óheimilt að miðla upplýsingum úr málaskrá til geðlæknis Persónuvernd hefur úrskurðaði að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði verið óheimilt að miðla upplýsingum úr málaskrá sinni til geðlæknis, sem átti að meta andlega heilsu mannsins sem kvartaði til persónuverndar, í tengslum við umsókn hans um endurnýjun skotvopnaleyfis. 13.7.2011 14:54
Hannes tapaði í héraðsdómi Fjármálaráðuneytið var sýknað af skaðabótakröfu Hannesar Smárasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13.7.2011 14:05
Enn leitað að ferðamanni á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir leita enn að norskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu í nótt og óskaði eftir aðstoð þar sem hann hafði slasast á hné og treysti sér ekki til að koma sér til byggða án aðstoðar. 13.7.2011 14:02
Auðvelt að leysa út lyf annarra Það virðist vera tiltölulega auðvelt fyrir óprúttna aðila að komast yfir lyfseðilsskyld lyf, ef marka má sögu Þóreyjar Hilmarsdóttur, sem fékk ekki útleystan lyfseðil sinn fyrr í dag þar sem hann hafði þegar verið útleystur nokkrum dögum áður. 13.7.2011 14:00
Fundu kókaín sex árum eftir innflutning Starfsmenn skipafélags fundu óvænt eitt kíló af kókaíni á síðasta ári þegar þeir voru að færa ósóttar sendingar til eyðingar. Efnið virðist hafa verið flutt til landsins sjóðleiðina fyrir sex árum síðan en þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 13.7.2011 13:44
Hræðsluáróður um nýtt fangelsi Árni Hrafn Ásbjörnsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir hræðsluáróðri beitt í umræðu um byggingu nýs fangelsis. Hann segir þá aðferð óréttláta gagnvart almenningi. 13.7.2011 13:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent