Innlent

Tjón ferðaþjónustuaðila getur numið hundruðum milljóna

Rof hringvegarins gerir það harla erfitt fyrir ferðamenn að komast austur.
Rof hringvegarins gerir það harla erfitt fyrir ferðamenn að komast austur. Mynd/Pjetur
Áætla má að heildarútgjöld þeirra ferðamanna sem ferðast um Hornafjörð hefðu orðið um það bil einn milljarður ef ekki hefði komið til rof hringvegarins við Múlakvísl. Þetta kemur fram í samantekt Þorvarðar Árnasonar, forstöðumanns Háskólaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, á útreikningum setursins.

í samantektinni segir að þó svo erfitt sé að áætla samdráttinn í komum ferðamanna, sé stærðargráða áhrifanna samt sem áður skýr. Þannig mun fækkun um 10% í komum ferðamanna í júlí leiða til 100 milljóna króna tekjuskerðingar fyrir ferðaþjónustuaðila og önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu, fækkun um 30% þýddi 300 milljóna tekjumissi og fækkun um 50% myndi leiða af sér 500 milljóna króna tekjumissi.

Gisting í júlí nemur að jafnaði hátt í 40% af heildargistingu hvers árs hjá þeim aðilum sem selja gistingu í sveitafélaginu. Helmings tekjumissir í júlí gæti þannig leitt til þess að ársinnkoma slíks aðila rýrnaði um fimmtung.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×