Innlent

Fundu kókaín sex árum eftir innflutning

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Starfsmenn skipafélags fundu óvænt eitt kíló af kókaíni á síðasta ári þegar þeir voru að færa ósóttar sendingar til eyðingar. Efnið virðist hafa verið flutt til landsins sjóðleiðina fyrir sex árum síðan en þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt farmskírteini áttu að vera bækur í pakkanum og var það rétt að hluta til. Í ljós kom þó að fíkniefni voru falin í pakkanum.

Sendingin hafði komið frá Svíþjóð. Ekki er ljóst hversvegna sendingin var aldrei sótt. Líklega verður að telja að þeir sem stóðu fyrir innflutningnum hafi óttast að lögreglan væri búin að komast á snoðir um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×