Fleiri fréttir

Jökulhlaup undan Vatnajökli

Jökulhlaup virðist vera hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Leita að manni á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir leita nú að norskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu í nótt og óskaði eftir aðstoð þar sem hann hafði slasast á hné og treysti sér ekki til að koma sér til byggða án aðstoðar.

Hannes hugsanlega þremur milljónum ríkari í dag

Dómur verður kveðinn upp í dag í skaðabótamáli Hannesar Smárasonar gegn fjármálaráðuneytinu en hann krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur fyrir ólögmæta kyrrsetningu á eignum hans.

Geimverur loka náttúruperlu

Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu.

Liggur enn þungt haldinn eftir bifhjólaslys

Karlmaður á sextugsaldri liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann féll á bifhjóli á Skaga, norðan við Skagaströnd í gærkvöldi og hlaut meðal annars alvarlega höfuðáverka.

Enginn í haldi lögreglu vegna Hringrásarbrunans

Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn, grunaður um íkveikju á athafnasvæði Hringrásar í fyrrinótt, en upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu sýna grunsamlegar mannaferðir við svæðið skömmu áður en eldurinn gaus upp.

Selflutningar yfir Múlakvísl hefjast á ný

Flutningar með ferðafólk og bíla hefjast á ný yfir Múlakvísl klukkan níu fyrir hádegi, en þeir voru stöðvaðir eftir að rúta með marga farþega fór á hliðina í gær.

Verkfall hafnsögumanna gæti haft veruleg áhrif

Svo kann að fara að skemmtiferðaskip verði frá að hverfa án þess að farþegar þeirra komist í land, þar sem hafnsögumenn í félagi skipstjórnarmanna hafa boðað verkfallsaðgerðir, en viðsemjandi félagsins er Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað er verkfall frá 26.-30. júlí, síðan 2.-6. ágúst og svo ótímabundið frá 8. ágúst, ef samningar takast ekki.

Bíl stolið af bílaverkstæði

Brotist var inn í bílaverkstæði í austurbæ Kópavogs um klukkan fjögur í nótt og þaðan stolið bíl. Vitni að innbrotinu lét lögreglu vita sem stöðvaði bílinn hálftíma síðar og voru þrír menn í honum. Þeir vour allir handteknir og gista fangageymslur.

Deila flugmanna á byrjunarreit

Engar ákarðanir voru teknar um aðgerðir, á fundi stjórnar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og samninganefndar flugmanna hjá Icelandair í gær, sem haldinn var í ljósi þess að flugmenn felldu nýgerðan kjarasamning. Það mun vera í fysta sinn sem slíkt gerist.

Hverasvæðin fái sérstakan forgang

Gera þarf átak í öryggismálum ferðamannastaða hér á landi og setja hverasvæði í sérstakan forgang. Þetta er niðurstaða starfshóps sem nýverið skilaði skýrslu til Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um málefnið.

Minni skellur en búist var við

"Flumbrugangurinn fyrstu dagana eftir flóðið hefur kostað okkur gríðarlega mikið,“ segir Jón Grétar Ingvason. Hann rekur gistiheimilið Klausturhof og Kaffi Munka á Kirkjubæjarklaustri. Þar hafa á bilinu sextíu til hundrað manns afpantað gistipláss eftir að hlaup í Múlakvísl tók þjóðveginn í sundur á laugardag.

Lögregla leitar að brennuvörgum

Upptaka úr öryggismyndavél við fyrirtækið Hringrás við Klettagarða virðist sýna að hópur manna hafi í sameiningu kveikt í stórum dekkjahaug á lóð fyrirtækisins á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Gagnrýna að ríki styðji Sea Shepherd

Bretar hafa legið undir ámæli frá fulltrúum ýmissa þróunarríkja á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins þar sem bresk stjórnvöld létu undir höfuð leggjast að gefa út vegabréfsáritun til fulltrúa nokkurra aðildarríkja í Vestur-Afríku. Gagnrýnt er að fulltrúarnir hafi þannig verið hindraðir í að taka þátt í fundinum, koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í atkvæðagreiðslu.

Aðeins eitt alvarlegt slys við brú

Vegagerðin hefur á stefnuskrá sinni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum, líkt og Fréttablaðið hefur greint frá. Slysatölur sýna hins vegar að ekki er mikið um slys við einbreiðar brýr og á síðustu fjórum árum hefur aðeins orðið eitt alvarlegt slys við þær aðstæður.

Pólverjar lýsa yfir stuðningi við að viðræðum við Ísland verði hraðað

Utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað. Ráðherrann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við ESB, en ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins.

Flutningar yfir Múlakvísl hefjast í fyrramálið

Flutningar á fólki og bílum yfir Múlakvísl hefjast eftir klukkan níu í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ákvörðun um þetta var tekin nú um klukkan sex. Slíkir flutningar hófust eftir að brúin eyðilagðist í hlaupinu á laugardaginn. Þeim var síðan hætt tímabundið þegar rúta með sautján manns komst í hann krappan klukkan um tvöleytið í dag.

Múlakvísl í myndum

Það hefur gengið á ýmsu við Múlakvísl í dag. Bílar og fólk voru flutt yfir ána í morgun, allt þar til klukkan tvö. Þá sökk rúta með sautján manns þannig að fólkið þurfti að hafast við uppi á þaki rútunnar þangað til því var bjargað. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á staðnum og myndaði það sem fram fór.

Leita árásarmannsins enn

Lögreglan leitar enn manns sem réðst á starfsmann Samkaupa í Búðardal að kvöldi 5. júlí síðastliðins. Greint er frá þessu á Skessuhorni, fréttavef Vesturlands.

Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjar farþega rútunnar yfir ána

Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg að Múlakvísl um kl. 15:20 og verður þar til aðstoðar lögreglu, en fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlunnar þegar rúta fór á hliðina í Múlakvísl rétt fyrir tvö.

Hlúa að farþegum rútunnar

Læknir, lögregla og björgunarsveitarmenn hlúa nú að farþegum rútunnar sem sökk í Múlakvísl um tvöleytið í dag. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögreglumaður á Hvolsvelli segir marga samliggjandi þætti líkast til hafa valdið óhappinu.

Selflutningum hætt - ferðamenn komnir á land

Öllum selflutningum hefur verið hætt yfir Múlakvísl um óákveðinn tíma, en ástæða þess er sú að rúta sökk fyrir stundu þegar verið var að flytja ferðamenn yfir ána.

Líta brunann í Hringrás mjög alvarlegum augum

Borgaryfirvöld líta brunann sem varð í endurvinnslustöð Hringrásar í nótt alvarlegum augum vegna þeirra almannahættu sem eldsvoði á þessum stað getur valdið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Búið að bjarga öllum úr rútunni í Múlakvísl

Allir farþegarnir sem voru í rútunni sem valt í miðri Múlakvísl eru komnir í land. Þeim tókst að fara upp á rútuna og biðu þar þangað til vörubíll á svæðinu gat komið þeim til bjargar. Rútan er hinsvegar á bólakafi og líklega stórskemmd.

Sýknaður vegna óbeinna reykinga

Karlmaður var sýknaður af því að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Maðurinn var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi á Eyrabakka í febrúar síðastliðnum. Þá þegar voru tekin þvagsýni og fundust leifar af kannabisefni í þvaginu.

Slökkviliðsstjóri: Spurning að skoða staðsetningu Hringrásar

"Þetta er eitt af fáum fyrirtækjum sem við höfum reynslu af,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, en hann spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni fyrir forsvarsmenn Hringrásar að finna fyrirtækinu nýjan stað.

Kryfja óánægju meðal flugmanna

Við blasir að flugmenn hjá Icelandair, og félagið verði að hefja samninagviðræður á ný, eftir að flugmenn felldu nýgerðan kjarasamning við félagið. Engar aðgerðir hafa verið boðaðar.

Ný skilti fyrir erlenda ferðamenn

Skiltum sem setja á upp fyrir ferðamenn vegna Múlakvíslar hefur verið breytt í ljósi þess að nú er bæði fólk og bílar flutt yfir fljótið. Áður stóð á skiltinu að vegurinn væri lokaður, en nú bendir það ferðamönnum á að bílar verði ferjaðir yfir vegna flóða.

Brúarsmíði gengur vel

Vel hefur gengið við brúarsmíðina við Múlakvísl í nótt eftir því sem Vegagerðin greinir frá í fréttatilkynningu sinni, en áætlað er að hægt verði að hleypa umferð á brúna uppúr miðri næstu viku. Þó er tekið fram að hafa verði fyrirvara á því tímamarki, meðal annars með tilliti til vatnsmagns í ánni.

Lýst eftir vitnum vegna eldsvoðans

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú bruna sem varð á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í Reykjavík í nótt.

SAF lýsa yfir ánægju með selflutninga

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) lýsa ánægju sinni með þá selflutninga sem hafnir eru yfir Múlakvísl þar sem bílaleigur innan SAF og Vegagerðin starfa hlið við hlið við að ferja bifreiðar og fólk yfir ána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þarf að taka Hringrás til rækilegrar endurskoðunar - íbúi vill þá burt

"Sem borgara, og að sjálfsögðu nefndarmanni hjá Reykjavíkurborg, þá bregður manni við að þetta sé að gerast á sama stað hjá sama fyrirtæki í annað skiptið. Það þarf að taka þetta til rækilegrar endurskoðunar,“ segir Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar um eldsvoðann í Hringrás í nótt.

Slökkviliðsmenn orðnir þreyttir

"Við erum á lokametrunum. Það er verið að vinna í haugunum og grafa aðeins niður til að ná að slökkva í því sem undir er. Hætta á að þurfa að rýma er yfirstaðinn,“ segir Jón Viðar Matthíasson, um brunann á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn. Hann segir þá slökkviliðsmenn sem staðið hafa vaktina frá því nótt vera orðna þreytta.

Innkalla fæðubótarefni - joð langt yfir efri öryggismörkum

Ákveðið hefur verið að innkalla af markaði fæðubótarefnið Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þar sem í ráðlögðum daglegum neysluskammti, samkvæmt upplýsingum á umbúðum vörunnar, er of mikið af joði. Ákvörðunin var tekin af Heilsu ehf. í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Salka kvartaði ekki undan Sokkabandinu

"Starfsmenn Sölku höfðu ekki samband við okkur.“ segir Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri Ríkkisútvarpsins, en Vísir greindi í gær frá því að þáttarstjórnendum útvarpsþáttarins Sokkabandið hafi borist beiðni frá yfirmanni sínum um að stiklu þáttarins yrði breytt, í kjölfar þess að Salka hefði haft samband við auglýsingadeild RÚV.

Myndasyrpa frá Hringrásarbrunanum

Mikill eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn á þriðja tímanum i nótt og var allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út auk manna á frívakt. Gríðar mikinn og svartan reyk lagði frá eldinum, en svo vel vildi til að vindur var suðaustlægur í nótt og lagði reykinn á haf út, en ekki yfir byggðina eins og gerðist í samskonar bruna á sama stað árið 2004. Þá þurftu á sjötta hundrað manns að yfirgefa heimili sín. Starfsmenn fréttastofu stóðu vaktina og í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, og Heimir Már Pétursson, fréttamaður, tóku í nótt og í morgun.

Stórir fjórhjóladrifsbílar fari Fjallabaksleið nyrðri

Nú er byrjað er að ferja fólk og bíla yfir Múlakvísl. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er hægt að taka alla venjulega bíla yfir ána, en fært er stærri fjórhjóladrifsbílum um F 208 Fjallabaksleið nyrðri.

Slökkvistarf gengið greiðlegar en 2004

Mun greiðlegar hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins í Hringrás núna en árið 2004, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að aðalástæðan sé sú að eldsmatur sé mun minni núna en var þá.

Íbúar í Kleppsholti loki gluggum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á eldi sem logað hefur á Hringrásarsvæðinu frá því á þriðja tímanum í nótt. Tölverðan reyk leggur frá svæðinu. Vindáttin er enn af landi og reyk leggur út á haf. Íbúar í Kleppsholti eru beðnir um að hafa glugga lokaða þó svo að reyk leggi ekki yfir hverfið þar sem lyktarmengun er talsverð, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum.

Sjá næstu 50 fréttir