Fleiri fréttir

Tökum tillit til fiðraðra vegfarenda

Nú eru ungar víða að skríða úr eggjum og oft má sjá fullorðna fugla silast hægt um vegi með ungahópinn í eftirdragi. Umferðarstofa vill hvetja ökumenn til að taka tillit til allra vegfarenda ekki hvað síst þeirra fiðruðu sem kunna ekki skil á umferðarreglum og munu seint nýta sér gangbrautir eða undirgöng. Þetta á sérstaklega við þar sem vegir liggja nálægt sjó, tjörnum eða vötnum en við þær aðstæður má búast við fullorðnum fuglum á gangi yfir veginn með unga sína.

Vill algert bann við stórlaxadrápi

Veiðimálastofnun leggur til algjört bann við stórlaxadrápi í ám í sumar og vill að öllum stórlaxi, sem veiðist, verði sleppt aftur.

Snjóél á Akureyri í nótt

Snjóél gerði á Akureyri um tvö leitið í nótt þannig að þar gránaði um tíma, en snjórinn var horfinn í morgunsárið.

Stefnir í mesta samdrátt í áratugi

Umferðin um hringveginn hefur dregist saman um tæplega níu prósent það sem af er ári, og stefnir í mesta samdrátt í akstri landsmanna í áratugi. Ástæðan er einkum talin vera gríðarlegar hækkanir á bensínverði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þrjú ungmenni slösuðust í bílslysi

Þrjú ungmenni slösuðust, en ekki lífshættulega, þegar bíll þeirra hafnaði utan vegar við Akureyri í gærkvöldi og stakkst inn í moldarbarð.

Auka á eftirlit stjórnvalda með meðferðarstofnunum

Eftirlit með áfangaheimilum og meðferðarstofnunum sem eru með samninga við ríkið verður aukið. Við gerð nýrra samninga er unnið að því að gera eftirlitið óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Fram til þessa hefur matið nær eingöngu verið á höndum sömu aðila og semja um starfsemina. Ætlað er að breytingarnar taki gildi á næsta ári.

Lýsti nýjum reglum FME

Þing Evrópusamtaka ríkisendurskoðana (EUROSAI) hvetur stjórnvöld, fjölmiðla og almenning í Evrópu til að standa vörð um sjálfstæði þessara stofnana. Þingið stóð 30. maí til 2. júní.

Dregið verði verulega úr hlutverki forsetans

Hlutverk og valdsvið forseta Íslands verður mun veigaminna en áður ef tillögur stjórnlagaráðs, sem lagðar voru fram til kynningar á fundi þess fyrir helgi, ná fram að ganga.

Næturfrost dró ekki úr leikgleði drekaskáta

Það frysti í nótt hjá þeim tæplega þrjúhundruð drekaskátum sem hafa dvalið alla helgina í Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Drekaskátar eru skátar á aldrinum sjö til níu ára.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða eru sjómannamessur í kirkjum meðal annars í Grafarvogskirkju, sem er önnur af tveimur kirkjum sem standa næst sjó hér á landi.

Segja stjórnvöld senda kaldar kveðjur á sjómannadeginum

„Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr Stjórnarráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi“, en svo segir í yfirlýsingu frá Útvegsmannafélagi Vestfjarða.

Sækja handleggs- og fótbrotinn sjómann frá Spáni

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann á spænskan togara í morgun. Maðurinn er talinn handleggs- og fótbrotinn og því líklegt að hann hafi lent í vinnuslysi um borð í togaranum.

Vilja að framlög ríkisins hækki um 30%

Stjórn Kirkjugarðasamband Íslands leggur til rúmlega 30 prósenta hækkun í fjárframlögum ríkisins á næstu tveim árum. Einingaverð verði uppfært samkvæmt samkomulagi frá árinu 2005 í tveimur áföngum með þeim hætti að framlag ríkisins næsta ár verði reiknað upp að fullu og síðan skert um þrjú prósent, líkt og boðað sé í fjárlögum þessa árs. Síðan tæki upprunalegi samningurinn gildi án skerðingar árið 2013.

Drekaskátar bjóða á kvöldvöku

Drekaskátar bjóða fólki á kvöldvöku á Úlfljótsvatni í klukkan átta í kvöld. Að sögn mótstjórans, Liljars Más Þorbjörnssonar þá eru 220 drekaskátar á Úlfljótsvatni en það eru skátar á aldrinum sjö til tíu ára.

Fimmtán þúsund konur tók þátt í kvennahlaupinu

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn, í dag. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 84 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis.

Þyrla gæslunnar gat ekki skemmt Eskfirðingum vegna öskuskýs

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa þegar hún átti að fara til Eskifjarðar í tilefni af Sjómannadeginum. Ástæðan var öskuský sem flugmenn þyrlunnar ráku augun í en þeir treystu sér ekki til þess að fljúga nærri því.

Risnukostnaður ríkisstarfsmanna hækkaður

Opinberir starfsmenn fá nú tæplega sjö þúsund krónum hærri dagpeninga til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring innanlands samkvæmt tilkynningu frá ferðakostnaðarnefnd og var greint frá á vef fjármálaráðuneytisins. Fyrir ári síðan þurftu opinberir starfsmenn að sætta sig 19.100 krónur til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring.

Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum?

"Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær.

Hylmingamanni sleppt - fimm mánaða gæsluvarðhald of langt

Hæstiréttur felldi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir karlmanni á þrítugsaldri úr gildi í gær. Maðurinn var dæmdur í vikunni í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir þrjátíu hylmingarbrot vegna 25 innbrota.

Sjómannadeginum fagnað víða

Hátíð hafsins hefst í dag en þar er strandmenningu gert hátt undir höfði í tengslum við sjómannadaginn sem er á morgun.

Hjúkrunarfræðingar undirrituðu í nótt

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði í nótt eftir þrettán klukkustunda samningalotu kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.

Grunaðir um bílaþjófnað og ölvunarakstur

Tveir karlmenn voru handteknir um sex leytið í morgun grunaðir um að hafa stolið bifreið í Þorlákshöfn og ekið henni drukknir. Þar í bæ eru Hafnardagar í tilefni af sjómannadeginum og því mikið um að vera.

Fórnarlamb líkamsárásar sló til sjúkraflutningamanns

Sjúkrabíll var kallaður á Flúðir í nótt vegna tilkynningar um mann sem hafði lent í líkamsárás á skemmtistað á svæðinu. Það var maðurinn sjálfur sem tilkynnti lögreglu að hann hefði lent í árásinni en það mátti skilja hann þannig að hann væri nefbrotinn og með brotna tönn.

Frelsið kostar eina milljón í Taílandi

„Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær.

Kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands

Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi.

Kostar íslenska ríkið 29 milljónir

Á fimmta hundrað erlendra hermanna eru komnir til landsins til að taka þátt í heræfingunni Norðurvíkingi, sem hófst í gær. Kostnaður við æfinguna er áætlaður um 29 milljónir króna.

Ráðherra vill rökstuðning vegna boranaleyfis

"Það er augljóst að það er eitthvað að í lagaumhverfinu ef þeir telja sig knúna til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um veitingu rannsóknarleyfis í Grændal í Ölfusi. Orkustofnun veitti leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu.

Mikilvægt að sýna sjálfsaga

Mikilvægt er að sýna sjálfsaga til að halda utan um ríkisfjármálin þegar áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) rennur sitt skeið í ágúst og sýna að hægt sé að taka á strúktúrveikleikum í íslensku efnahagslífi, að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Spá mesta samdrætti í 35 ár

Umferðin í maí 2011 á sextán völdum talningarstöðum á Hringveginum var tíu prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Frá áramótum nemur samdrátturinn tæpum níu prósentum. Þetta er gífurlega mikill samdráttur í sögulegu samhengi, að sögn Vegagerðarinnar.

Bjarni gagnrýnir landsdómsmeðferð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir ganga út fyrir allan þjófabálk hvernig farið hafi verið með Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í málsmeðferð saksóknara Alþingis. Ummælin féllu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.

Uppsetning á tölvukerfi í uppnámi vegna ágreinings um ESB-styrki

Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir.

Stuðningur Íslendinga getur skipt miklu máli

Fulltrúi líbíska þjóðarráðsins, bandalags uppreisnarmanna, segir að stuðningur Íslendinga geti skipt miklu máli við að koma Gaddaffi einræðisherra frá völdum og stuðla að lýðræði í landinu.

Baugsmálið slær í gegn á Íslandi

Bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið er söluhæsta bókin á Íslandi. Björn segist ekki vera hlutlaus greinandi í ljósi stöðu sinnar en segist ekki halda neinum skoðunum að lesandanum.

Sjá næstu 50 fréttir