Engin ástæða til þess að breyta sögu Ingólfs Arnarsonar Valur Grettisson skrifar 4. júní 2011 14:55 Skálinn á Reykjanesi. „Þetta er mjög spennandi og gaman að fylgjast með þessu," segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Forleifarverndar ríkisins um uppgötvun Dr. Bjarna F. Einarssonar. Fréttablaðið ræddi við Bjarna í dag og kom þar fram að fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Niðurstöður kolefnisaldursgreiningar gefa til kynna að skálinn hafi verið yfirgefinn á árabilinu 770 til 880, sem gefi tilefni til að áætla að hann hafi verið byggður fyrir hið „sagnfræðilega landnám" sem er jafnan miðað við árið 874. Kristín segist ekki hafa skoðað rannsóknir Bjarna sérstaklega og tali því almennt um málið. Hún bendir hinsvegar á að vísindamenn geri ráð fyrir því að fólk hafi verið hér á landi fyrir hið sagnfræðilega landnám. „Það hafa fundist minjar sem benda til þess, en þær eru reyndar ekki svona gamlar," segir Kristín og á þá við fornleifafund Bjarna. Það eru ekki aðeins Íslendingar sem eru að uppgötva að landnám hafi orðið fyrr en talið var, þannig hafa Færeyingar fundið nýlega minjar sem gætu verið frá fimmtu öld. Það gæti bent til þess að umferð í kringum Ísland og nærri hafi verið meiri en talið er. Spurð hvort uppgötvun Bjarna verði til þess að það þurfi að endurskrifa sögu- og kennslubækur svarar Kristín: „Það er engin ástæða til þess að breyta sögu Ingólfs Arnarsonar á þessum tímapunkti." Kristín segir að ef fleiri mannvirki finnist frá sama tíma þá þurfi að sjálfsögðu að breyta sögubókunum. Sjálfur sagði Bjarni í viðtali Fréttablaðsins að fornleifafundurinn kollvarpaði hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands. „Þannig hefur búseta á Íslandi þróast úr því að vera útstöð hluta úr árinu yfir að endanlegu landnámi. Það kemur í stað þess að ímynda sér síðhærðan, reiðan kóng í Noregi sem rak höfðingja í burtu til Íslands. Það er hreinasti tilbúningur og rómantísering á upphafi okkar, til að réttlæta Íslendinga sem hluta af efri stétt Skandinava," sagði Bjarni um rómað landnám Ingólfs. Tengdar fréttir Kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi. 4. júní 2011 09:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og gaman að fylgjast með þessu," segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Forleifarverndar ríkisins um uppgötvun Dr. Bjarna F. Einarssonar. Fréttablaðið ræddi við Bjarna í dag og kom þar fram að fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Niðurstöður kolefnisaldursgreiningar gefa til kynna að skálinn hafi verið yfirgefinn á árabilinu 770 til 880, sem gefi tilefni til að áætla að hann hafi verið byggður fyrir hið „sagnfræðilega landnám" sem er jafnan miðað við árið 874. Kristín segist ekki hafa skoðað rannsóknir Bjarna sérstaklega og tali því almennt um málið. Hún bendir hinsvegar á að vísindamenn geri ráð fyrir því að fólk hafi verið hér á landi fyrir hið sagnfræðilega landnám. „Það hafa fundist minjar sem benda til þess, en þær eru reyndar ekki svona gamlar," segir Kristín og á þá við fornleifafund Bjarna. Það eru ekki aðeins Íslendingar sem eru að uppgötva að landnám hafi orðið fyrr en talið var, þannig hafa Færeyingar fundið nýlega minjar sem gætu verið frá fimmtu öld. Það gæti bent til þess að umferð í kringum Ísland og nærri hafi verið meiri en talið er. Spurð hvort uppgötvun Bjarna verði til þess að það þurfi að endurskrifa sögu- og kennslubækur svarar Kristín: „Það er engin ástæða til þess að breyta sögu Ingólfs Arnarsonar á þessum tímapunkti." Kristín segir að ef fleiri mannvirki finnist frá sama tíma þá þurfi að sjálfsögðu að breyta sögubókunum. Sjálfur sagði Bjarni í viðtali Fréttablaðsins að fornleifafundurinn kollvarpaði hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands. „Þannig hefur búseta á Íslandi þróast úr því að vera útstöð hluta úr árinu yfir að endanlegu landnámi. Það kemur í stað þess að ímynda sér síðhærðan, reiðan kóng í Noregi sem rak höfðingja í burtu til Íslands. Það er hreinasti tilbúningur og rómantísering á upphafi okkar, til að réttlæta Íslendinga sem hluta af efri stétt Skandinava," sagði Bjarni um rómað landnám Ingólfs.
Tengdar fréttir Kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi. 4. júní 2011 09:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Kollvarpa hefðbundnum skýringum á landnámi Íslands Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir hið hefðbundna landnám undir lok níundu aldar. Fornleifafræðingur telur að í skálanum felist nánari skýring á ástæðum þess að landnámsmenn settust að á Íslandi. 4. júní 2011 09:00