Innlent

Tökum tillit til fiðraðra vegfarenda

Umferðarstofa hvetur til þess að fólk taki tillit til fuglanna
Umferðarstofa hvetur til þess að fólk taki tillit til fuglanna Mynd Valli
Nú eru ungar víða að skríða úr eggjum og oft má sjá fullorðna fugla silast hægt um vegi með ungahópinn í eftirdragi. Umferðarstofa vill hvetja ökumenn til að taka tillit til allra vegfarenda ekki hvað síst þeirra fiðruðu sem kunna ekki skil á umferðarreglum og munu seint nýta sér gangbrautir eða undirgöng. Þetta á sérstaklega við þar sem vegir liggja nálægt sjó, tjörnum eða vötnum en við þær aðstæður má búast við fullorðnum fuglum á gangi yfir veginn með unga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×