Innlent

Grunaðir um bílaþjófnað og ölvunarakstur

Tveir karlmenn voru handteknir um sex leytið í morgun grunaðir um að hafa stolið bifreið í Þorlákshöfn og ekið henni drukknir. Þar í bæ eru Hafnardagar í tilefni af sjómannadeginum og því mikið um að vera.

Lögreglan handtók mennina eftir að hafa fengið tilkynningu um að þeir hefðu ekið bifreiðinni í aðra bíla. Þegar lögreglu bar að neituðu mennirnir sök. Þeir voru þá færðir í fangageymslur lögreglunnar. Þeir verða svo yfirheyrðir síðar í dag.

Þá var einnig kona á fimmtugsaldrinum stöðvuð vegna ölvunaraksturs í nótt. Hún var færð á lögreglustöðina á Selfossi. Hún reyndist verulega ölvuð og var því svipt ökuréttindum til bráðabirgðar.

Lögreglan á Akureyri stöðvaði síðan einn sextán ára ökumann sem hafði verið að aka drukkinn í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×