Fleiri fréttir 80% hjólreiðafólks telja leið sína örugga Tæplega 900 ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. 85% svarenda voru karlar og 15% konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára. 3.6.2011 17:17 Sérstakur saksóknari og efnahagsbrotadeild sameinast 1. september Frumvarp um sameiningu embættis Sérstaks saksóknara og efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra er til meðferðar á Alþingi. Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, segir að frumvarpið bíði annarar umræðu. Vonast er til að hún geti hafist í næstu viku, en það fer eftir því hvernig gengur að afgreiða sjávarútvegsfrumvörpin í þinginu. 3.6.2011 17:12 Löggan mætir í Laugardalinn á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þetta sé nefnt sérstaklega vegna landsleiks Íslendinga og Dana í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld. 3.6.2011 16:47 Yfirheyrslur standa enn yfir vegna VÍS Enn standa yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara yfir vegna VÍS málsins. Yfirheyrslur stóðu yfir í dag og má gera ráð fyrir að þær standi yfir næstu daga, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi. Hann var þó ekki viss hvort yfirheyrslur færu fram yfir helgina eða hvort tekið yrði helgarhlé. 3.6.2011 16:47 Hafa safnað 45 milljónum fyrir álkaplaverksmiðju Framtaksfélag Seyðisfjarðar hefur á innan við þremur sólarhringum safnað 45 milljónum til kaupa á álkaplaverksmiðju til bæjarins. Framtaksfélagið var stofnað af Seyðfirðingum fyrr í þessari viku á Facebook eftir að Framtakssjóður Íslands hafnaði því að taka þátt í fjárfestingunni. Yfir þúsund manns hafa skráð sig í félagið á Facebook og eru komin um 200 innlegg þar sem fólk gefur vilyrði fyrir því að leggja til alls 45 milljónir í verkefnið. Afar mismunandi er hversu mikið fólk ætlar að leggja til, allt frá nokkur þúsund krónum og upp í nokkur hundruð þúsund. Til stóð að Framtakssjóður Íslands myndi leggja verkefninu til 250 milljónir. Voru það mörgum Seyðfirðingum mikil vonbrigði þegar sjóðurinn dró sig út úr verkefninu og tóku til sinna ráða. 3.6.2011 15:42 Börn yngri en tíu ára þurfa fylgd í sund Nú þegar sumarið er komið og aðsókn að sundlaugum landsins eykst vill Umhverfisstofnun vekja athygli fólks og þá sér í lagi foreldra og forráðamanna barna á að ný reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum tók gildi um síðustu árarmót. Í reglugerðinni eru ýmis ný og breytt ákvæði sem stuðla að öryggi barna í sundlaugum. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með syndum einstaklingi sem er 15 ára eða eldri. Viðkomandi má ekki hafa með sér fleiri en tvö börn, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. Þegar hópar barna yngri en 10 ára fara í sund mega ekki fleiri en 15 börn vera í umsjá hvers leiðbeinanda, sem er ábyrgur fyrir hópnum, og gæslumanna lauga. Forráðamenn hópa skulu kynna sér reglur sund- og baðstaða og aðstoða starfsfólk við gæslu barnanna. Til að auðvelda leiðbeinanda eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skulu hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á sundhettum, armböndum, vestum eða á annan sambærilegan hátt, sem hóparnir útvega sjálfir. 3.6.2011 14:41 Hlaupararnir nálgast Vík Hjónin tvö sem eru á hlaupum hinginn í kringum landið eru nú að nálgast Vík í Mýrldal. Signý Gunnarsdóttir, ein úr hópnum, segir í samtali við Vísi að ferðin gangi mjög vel. Hjónin hlupu í gegnum Hellu í morgun og segja að móttökurnar hafi verið með ólíkindum. Hópur bæjarbúa hafi hlaupið með þeim inn í bæinn. 3.6.2011 14:28 Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt "Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. 3.6.2011 14:16 Guðbergur á leið til Spánar að vitja auðæfa Guðbergur Bergsson er orðinn ríkur maður eftir að hafa fengið fjölda jarða og eigna á Spáni í arf frá sambýlismanni sínum. 3.6.2011 13:02 Lögðu hald á yfir hundrað kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í tveimur íbúðum í Hafnarfirði á dögunum. Við húsleit á öðrum staðnum fundust tæplega 60 kannabisplöntur, flestar á lokastigi ræktunar, en á hinum voru um 50 kannabisplöntur, sem voru skemmra á veg komnar. 3.6.2011 12:40 Sérstakur kafli um utanríkismál í stjórnarskrána C-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að settur verði sérstakur kafli um utanríkismál í stjórnarskrá í þremur greinum, um meðferð utanríkismála, um samninga við önnur ríki og um framsal ríkisvalds. Þetta er meðal þess sem C-nefndin leggur til á fundi stjórnlagaráðs í dag. Í tillögum C-nefndar kemur fram að það sé ráðherra en ekki forseti Íslands sem fari með utanríkisstefnu og geri samninga við önnur ríki í umboði og undir eftirliti Alþingis eins og hefð er. Alþingi þurfi að samþykkja samninga sem fela í sér afsal eða kvaðir á landi, landhelgi eða breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum. Að mati C-nefndar er aðkoma utanríkismálanefndar jafnframt tryggð varðandi mikilvæg utanríkismál og ákvarðanir. Lagt er til að heimilt verði að gera samninga sem fela í sér framsal á ríkisvaldi til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Með því verði fylgt fordæmi nágrannaríkjanna og fest að hluta óskráð meginregla sem leidd hefur verið af 21. gr. stjórnarskrár. Slíkir samningar skulubornir undir þjóðaratkvæði. 11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Auk utanríkismála eru þar á dagskrá tillögur um embætti forseta Íslands og trúmál. 3.6.2011 11:43 Takmarka á setu forseta Íslands við þrjú kjörtímabil B-nefnd stjórnlagaráðs kynnir í dag tillögur sínar um forseta Íslands. Samkvæmt þeim er lagt til að setutími forseta takmarkist við þrjú kjörtímabil. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til málskotsréttar forseta, hvort hann haldi heimild sinni eður ei og þá með hvaða hætti. Í tillögunum kemur fram að mikilvægt sé að lýsa í stjórnarskránni með skýrum orðum ábyrgð og völdum hvers fyrir sig eins og þau eru í raun og veru þannig að stjórnarskrá sé gegnsæ og skiljanleg. Einhugur er í nefnd B um að forsetinn hafi menningarlegt hlutverk og sé verndari ýmissa gilda. Í samræmi við framangreint miða tillögur B-nefndar við að ,,lepporðalag" um hlutverk ráðherra og forseta sé afnumið en af því leiðir að ekki verði talað um að forseti framkvæmi tiltekna stjórnarathöfn þegar það sé í reynd ráðherra sem það geri og beri lagalega og pólitíska ábyrgð á athöfninni. Því er m.a. lagt til að 13., 18. og 19. greinar núverandi stjórnarskrár, séu felldar brott ásamt öðrum ákvæðum. Þá eru lagðar til breytingar á forsetakjöri og meðmælendafjölda, þannig að forseti verði kosinn með hreinum meirihluta. B-nefnd leggur einnig fram tillögur til afgreiðslu inn í áfangaskjal um störf Alþingis sem kynntar voru í síðustu viku þar sem meðal annars er kveðið er á um takmörkun á setutíma ráðherra, að Alþingi kjósi forsætisráðherra sem ákveði síðan skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og að leggja megi fram á Alþingi tillögu um vantraust á forsætisráðherra eða aðra ráðherra. 11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Auk embættis forseta lýðveldisins, verða þar til umræðu trúmál og utanrikismál. 3.6.2011 11:33 Ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt Þingfesting í máli Björns Braga Mikkaelssonar, sem skemmdi húsið sitt á Álftanesi fyrir tæpum tveimur árum síðan, fer fram í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. 3.6.2011 11:32 Leggja til þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðkirkjuna A-nefnd stjórnlagaráðs leggur til einfaldað þjóðkirkjuákvæði, sem lagt verði í dóm þjóðarinnar á sama tíma og atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs í heild sinni. Þannig muni þjóðin sjálf kveða úr um það hvort ákvæði um þjóðkirkjuna eigi að standa í stjórnarskránni eða ekki. 11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Meðal þess sem þar er á dagskrá eru tillögur A-nefndar í dag um breytingar á greinum um trúfrelsi og jafnræði trúfélaga. Tillögurnar skiptast í tvo hluta; annars vegar ítarlegt trúfrelsisákvæði, þar sem er meðal annars lagt til að hið opinbera verndi öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Hins vegar er það fyrrnefnd tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu. 3.6.2011 11:23 Bjarni: Ekki þýðir að bjóða upp á hvað sem er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur miklar efasemdir um hið svonefnda stærra kvótafrumvarp sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir á Alþingi í morgun. Bjarni krafði Jón að því loknu um svör við því hvort honum finnist réttlætanlegt að þeir sem á grundvelli gildandi laga hafi keypt til sín kvóta, þurfi nú að sæta skerðingu til að ráðherra fái heimilt til að úthluta kvótanum að nýjum. Jón benti á að engin sátt hefur ríkt um það kerfi sem er nú við lýði og að vandað hafi verið til verka við gerð nýs frumvarps um heildarlög um fiskveiðar. „Hér er gætt mjög vandaðs meðalhófs," sagði hann. Þá tók hann fram að skoðanakannanir hafi sýnt nýverið að meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu. Bjarni sagði að jafnvel þó ekki ríkti sátt um gildandi kerfi þýddi ekki að „bjóða upp á hvað sem er" í staðinn. Jón lagði áherslu á að markmið frumvarpsins sé meðal annars að styrkja stöðu sjávarbyggðanna í landinu. 3.6.2011 11:15 Ráðherra mælir fyrir stærra kvótafrumvarpinu Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hóf umræðu um stærra kvótafrumvarpið á Alþingi nú klukkan hálf ellefu. Þar er um að ræða heildarlög um stjórn fiskveiða. Jón segir markmið frumvarpsins að tryggja stöðu sjávarbyggða í landinu en frumvarpið er afar umdeilt. Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarp ráðherra lauk á Alþingi aðfararnótt fimmtudags. Stærra frumvarpið hefur verið kallað svo þar sem það gengur mun lengra en það minna, og er mun umdeildara. Þegar Jón hefur lokið því að mæla fyrir frumvarpinu tekur við umræða á Alþingi. Fyrstur á mælendaskrá er Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 3.6.2011 10:55 Makríltorfur við Vestmannaeyjar Makríltorfur hafa fundist við Vestmannaeyjar og hafa þrjú skip að minnsta kosti, veitt úr þeim og landað í Eyjum. Veiðarnar fara hinsvegar ekki í gang af fullum krafti fyrr en eftir sjómannadaginn, sem er á sunnudag. 3.6.2011 09:11 Uppselt í flestar bestu árnar Uppselt er í flestar bestu og dýrustu laxveiðiár hér á landi í sumar, en veiðin hefst í Norðurá og Blöndu á sunnudag. Upp úr því verður svo ein áin af annarri opnuð og eru veiðimenn almennt bjartsýnir á góða veiði í sumar. 3.6.2011 09:09 Kveikt í klifurkastala í Árbæ Kveikt var í klifurkastala á leikvelli í Árbæjarhverfi í nótt. Slökkvilið var kallað á vettvang, sem slökkti eldinn, en kastalinn er talsvert skemmdur. Brennuvargurinn er ófundinn. 3.6.2011 07:39 Tveir unglingar á mótorhjólum teknir af lögreglu Tveir réttindalausir unglingspiltar á mótorhjólum voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá fyrri var tekinn á Breiðholtsbraut og reiddi hann jafnöldru sína á hjólinu. Bæði voru auk þess hjálmlaus og ökumaðurinn aðeins 15 ára. 3.6.2011 07:38 Mannréttindi hafa fengið meira vægi Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. 3.6.2011 06:00 Íslendingar sækja aftur í sólina Aukin ásókn hefur verið í sólarlandaferðir hjá Íslendingum síðustu tvö ár. Hjá Úrval-Útsýn hefur verið tíu til fimmtán prósenta aukning í ferðir á milli ára. „Stóra breytingin er sú að fólk er að bóka sig með meiri fyrirvara en áður. Nú virðist það ákveðnara í að fara,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar. 3.6.2011 05:00 Segja tafir á málsmeðferð ámælisverðar Samtök atvinnulífsins gagnrýna úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir (ÚHM) fyrir að virða ekki tímamörk í lögum um afgreiðslu mála. Nefndin skilar úrskurðum sínum mánuðum og jafnvel árum eftir að lögbundnum tímamörkum er náð. Innan við helmingur erinda þeirra 24 nefnda sem hafa skilgreindan frest í lögum var afgreiddur á réttum tíma á nokkurra ára tímabili. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis. 3.6.2011 05:00 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2.6.2011 16:53 Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða "Það stefnir í óefni í þessu málum,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. 2.6.2011 14:06 Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi Ríkisstjórnin mælist með stuðning 37 prósenta kjósenda sem er ívið meiri stuðningur en fyrir mánuði samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups og Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá. 2.6.2011 13:16 Íslenskir unglingar reykja einna minnst í Evrópu Unglingar í tíunda bekk reykja einna minnst í Evrópu samanborið við jafnaldra sína í öðrum löndum. Prófessor í félagsfræði segir að aðgerðir gegn reykingum eigi að miðast við að viðhalda þeim árangri. 2.6.2011 13:15 Mælt fyrir stóra kvótafrumvarpinu á morgun Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra lauk á Alþingi skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Hann mælir fyrir stærra frumvarpinu á þingfundi á morgun. 2.6.2011 12:45 Eldri borgarar vilja ekki skattleggja lífeyrissjóðina Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á Alþingi að samþykkja ekki ákvæði í frumvarpi um að skattleggja lífeyrissjóðina. Með því væri verið að skerða kjör lífeyrisþega og öryrkja í framtíðinni. 2.6.2011 12:12 ESB ekki trúarbrögð innan Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn sé ekki aðeins valkostur fyrir þá sem eru andvígir aðild að Evrópusambandinu þótt hann sé sjálfur á móti aðild. Framsóknarflokkurinn sé opinn, ólíkt því sem gildi í Samfylkingunni þar sem litið sé á Evrópumálin sem trúarbrögð. 2.6.2011 12:05 Kirkjugarðar í fjárhagsvandræðum Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn á Húsavík síðustu helgi en fundinn sátu um 60 fulltrúar kirkjugarðastjórna víðsvegar af að landinu. 2.6.2011 11:41 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2.6.2011 11:01 Ætla að hlaupa hringinn fyrir krabbameinsveik börn Þau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hófu hringferð sína í morgun en þau stefna á að hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra. 2.6.2011 10:44 Búið að greiða níu milljarða í atvinnuleysisbætur frá áramótum Búið er að greiða rúmlega níu milljarða króna í atvinnuleysisbætur frá áramótum en að jafnaði gera þetta um einn komma átta milljarða króna á hverjum mánuði. 2.6.2011 10:15 Unglingar draga verulega úr reykingum Unglingum sem reykja hefur fækkað mikið á síðustu sextán árum. Árið 1995 var um þriðjungur 15 til 16 ára ungmenna sem reykti vikulega, samanborið við einn af hverjum tíu nú. 2.6.2011 10:13 Öryggi eyjamanna stefnt í hættu Öryggi bæjarbúa í Vestmannaeyjum og lögreglumanna sem þar starfa er stefnt í hættu með áformum um að fækka starfandi lögreglumönnum í Eyjum, að því er segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. 2.6.2011 10:04 Norður-Víkingur hefst á morgun Heræfingin Norður Víkingur hefst á morgun og stendur til tíunda júní, en hún er haldin í samræmi við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006. 2.6.2011 09:49 Ræddu kvóta til klukkan tvö í nótt Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarpið lauk um tíu mínútum fyrir tvö á alþingi í nótt. 2.6.2011 09:40 Sofnaði og keyrði út í sjó Karlmaður á þrítugsaldri sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann keyrði út í sjó við Leiruveg gegnt flugbrautinni á Akureyri um eittleytið í nótt. 2.6.2011 09:31 Vatnsleki og eldur í gröfudekki í nótt Minniháttar vatnsleki varð í kjallara íbúðar í Reykjavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2011 09:29 Hrunið sést vel á ruslahaugum Heildarmagn úrgangs snarminnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður. 2.6.2011 08:00 Orri Haukssson nýr formaður Orri Hauksson var kjörinn stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á ársfundi sjóðsins á þriðjudag og tekur við embætti af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður. 2.6.2011 07:00 Rýrir útivistargildi svæðisins við Skálafell Lagning rafmagnslínu milli Hellisheiðarvirkjunar og Sandskeiðs, sem kölluð er Þorlákshafnarlína 3, mun hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar. Landsnet stefnir að því að leggja tvær línur frá Hellisheiðarvirkjun til Þorlákshafnar. Línurnar eru kallaðar Þorlákshafnarlínur 2 og 3, og eiga að sjá orkufrekum iðnaði á svæði vestan Þorlákshafnar fyrir orku. 2.6.2011 06:00 Stefnt að því að ýta bensíni til hliðar Stefnt er að því hjá nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) að framleiða vistvænt eldsneyti úr metanóli fyrir fjölorkubíla og draga úr bensínnotkun hér á næstu tveimur árum. Ekki eru líkur á að verðið á metanóllítranum verði mikið lægra en á bensíni. 2.6.2011 05:00 Vísa deilunni til Ríkissáttasemjara Samninganefnd Framsýnar, stéttarfélags, samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að vísa kjaradeilu félagsins við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara, þar sem lítið hefur þokast í viðræðum og þolinmæði félagsins því á þrotum. Þess verður jafnframt krafist að Ríkissáttasemjari boði þegar til fundar í kjaradeilunni. 1.6.2011 20:44 Sjá næstu 50 fréttir
80% hjólreiðafólks telja leið sína örugga Tæplega 900 ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. 85% svarenda voru karlar og 15% konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára. 3.6.2011 17:17
Sérstakur saksóknari og efnahagsbrotadeild sameinast 1. september Frumvarp um sameiningu embættis Sérstaks saksóknara og efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra er til meðferðar á Alþingi. Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, segir að frumvarpið bíði annarar umræðu. Vonast er til að hún geti hafist í næstu viku, en það fer eftir því hvernig gengur að afgreiða sjávarútvegsfrumvörpin í þinginu. 3.6.2011 17:12
Löggan mætir í Laugardalinn á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þetta sé nefnt sérstaklega vegna landsleiks Íslendinga og Dana í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld. 3.6.2011 16:47
Yfirheyrslur standa enn yfir vegna VÍS Enn standa yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara yfir vegna VÍS málsins. Yfirheyrslur stóðu yfir í dag og má gera ráð fyrir að þær standi yfir næstu daga, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi. Hann var þó ekki viss hvort yfirheyrslur færu fram yfir helgina eða hvort tekið yrði helgarhlé. 3.6.2011 16:47
Hafa safnað 45 milljónum fyrir álkaplaverksmiðju Framtaksfélag Seyðisfjarðar hefur á innan við þremur sólarhringum safnað 45 milljónum til kaupa á álkaplaverksmiðju til bæjarins. Framtaksfélagið var stofnað af Seyðfirðingum fyrr í þessari viku á Facebook eftir að Framtakssjóður Íslands hafnaði því að taka þátt í fjárfestingunni. Yfir þúsund manns hafa skráð sig í félagið á Facebook og eru komin um 200 innlegg þar sem fólk gefur vilyrði fyrir því að leggja til alls 45 milljónir í verkefnið. Afar mismunandi er hversu mikið fólk ætlar að leggja til, allt frá nokkur þúsund krónum og upp í nokkur hundruð þúsund. Til stóð að Framtakssjóður Íslands myndi leggja verkefninu til 250 milljónir. Voru það mörgum Seyðfirðingum mikil vonbrigði þegar sjóðurinn dró sig út úr verkefninu og tóku til sinna ráða. 3.6.2011 15:42
Börn yngri en tíu ára þurfa fylgd í sund Nú þegar sumarið er komið og aðsókn að sundlaugum landsins eykst vill Umhverfisstofnun vekja athygli fólks og þá sér í lagi foreldra og forráðamanna barna á að ný reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum tók gildi um síðustu árarmót. Í reglugerðinni eru ýmis ný og breytt ákvæði sem stuðla að öryggi barna í sundlaugum. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með syndum einstaklingi sem er 15 ára eða eldri. Viðkomandi má ekki hafa með sér fleiri en tvö börn, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. Þegar hópar barna yngri en 10 ára fara í sund mega ekki fleiri en 15 börn vera í umsjá hvers leiðbeinanda, sem er ábyrgur fyrir hópnum, og gæslumanna lauga. Forráðamenn hópa skulu kynna sér reglur sund- og baðstaða og aðstoða starfsfólk við gæslu barnanna. Til að auðvelda leiðbeinanda eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skulu hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á sundhettum, armböndum, vestum eða á annan sambærilegan hátt, sem hóparnir útvega sjálfir. 3.6.2011 14:41
Hlaupararnir nálgast Vík Hjónin tvö sem eru á hlaupum hinginn í kringum landið eru nú að nálgast Vík í Mýrldal. Signý Gunnarsdóttir, ein úr hópnum, segir í samtali við Vísi að ferðin gangi mjög vel. Hjónin hlupu í gegnum Hellu í morgun og segja að móttökurnar hafi verið með ólíkindum. Hópur bæjarbúa hafi hlaupið með þeim inn í bæinn. 3.6.2011 14:28
Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt "Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. 3.6.2011 14:16
Guðbergur á leið til Spánar að vitja auðæfa Guðbergur Bergsson er orðinn ríkur maður eftir að hafa fengið fjölda jarða og eigna á Spáni í arf frá sambýlismanni sínum. 3.6.2011 13:02
Lögðu hald á yfir hundrað kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í tveimur íbúðum í Hafnarfirði á dögunum. Við húsleit á öðrum staðnum fundust tæplega 60 kannabisplöntur, flestar á lokastigi ræktunar, en á hinum voru um 50 kannabisplöntur, sem voru skemmra á veg komnar. 3.6.2011 12:40
Sérstakur kafli um utanríkismál í stjórnarskrána C-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að settur verði sérstakur kafli um utanríkismál í stjórnarskrá í þremur greinum, um meðferð utanríkismála, um samninga við önnur ríki og um framsal ríkisvalds. Þetta er meðal þess sem C-nefndin leggur til á fundi stjórnlagaráðs í dag. Í tillögum C-nefndar kemur fram að það sé ráðherra en ekki forseti Íslands sem fari með utanríkisstefnu og geri samninga við önnur ríki í umboði og undir eftirliti Alþingis eins og hefð er. Alþingi þurfi að samþykkja samninga sem fela í sér afsal eða kvaðir á landi, landhelgi eða breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum. Að mati C-nefndar er aðkoma utanríkismálanefndar jafnframt tryggð varðandi mikilvæg utanríkismál og ákvarðanir. Lagt er til að heimilt verði að gera samninga sem fela í sér framsal á ríkisvaldi til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Með því verði fylgt fordæmi nágrannaríkjanna og fest að hluta óskráð meginregla sem leidd hefur verið af 21. gr. stjórnarskrár. Slíkir samningar skulubornir undir þjóðaratkvæði. 11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Auk utanríkismála eru þar á dagskrá tillögur um embætti forseta Íslands og trúmál. 3.6.2011 11:43
Takmarka á setu forseta Íslands við þrjú kjörtímabil B-nefnd stjórnlagaráðs kynnir í dag tillögur sínar um forseta Íslands. Samkvæmt þeim er lagt til að setutími forseta takmarkist við þrjú kjörtímabil. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til málskotsréttar forseta, hvort hann haldi heimild sinni eður ei og þá með hvaða hætti. Í tillögunum kemur fram að mikilvægt sé að lýsa í stjórnarskránni með skýrum orðum ábyrgð og völdum hvers fyrir sig eins og þau eru í raun og veru þannig að stjórnarskrá sé gegnsæ og skiljanleg. Einhugur er í nefnd B um að forsetinn hafi menningarlegt hlutverk og sé verndari ýmissa gilda. Í samræmi við framangreint miða tillögur B-nefndar við að ,,lepporðalag" um hlutverk ráðherra og forseta sé afnumið en af því leiðir að ekki verði talað um að forseti framkvæmi tiltekna stjórnarathöfn þegar það sé í reynd ráðherra sem það geri og beri lagalega og pólitíska ábyrgð á athöfninni. Því er m.a. lagt til að 13., 18. og 19. greinar núverandi stjórnarskrár, séu felldar brott ásamt öðrum ákvæðum. Þá eru lagðar til breytingar á forsetakjöri og meðmælendafjölda, þannig að forseti verði kosinn með hreinum meirihluta. B-nefnd leggur einnig fram tillögur til afgreiðslu inn í áfangaskjal um störf Alþingis sem kynntar voru í síðustu viku þar sem meðal annars er kveðið er á um takmörkun á setutíma ráðherra, að Alþingi kjósi forsætisráðherra sem ákveði síðan skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og að leggja megi fram á Alþingi tillögu um vantraust á forsætisráðherra eða aðra ráðherra. 11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Auk embættis forseta lýðveldisins, verða þar til umræðu trúmál og utanrikismál. 3.6.2011 11:33
Ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt Þingfesting í máli Björns Braga Mikkaelssonar, sem skemmdi húsið sitt á Álftanesi fyrir tæpum tveimur árum síðan, fer fram í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. 3.6.2011 11:32
Leggja til þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðkirkjuna A-nefnd stjórnlagaráðs leggur til einfaldað þjóðkirkjuákvæði, sem lagt verði í dóm þjóðarinnar á sama tíma og atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs í heild sinni. Þannig muni þjóðin sjálf kveða úr um það hvort ákvæði um þjóðkirkjuna eigi að standa í stjórnarskránni eða ekki. 11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í morgun. Meðal þess sem þar er á dagskrá eru tillögur A-nefndar í dag um breytingar á greinum um trúfrelsi og jafnræði trúfélaga. Tillögurnar skiptast í tvo hluta; annars vegar ítarlegt trúfrelsisákvæði, þar sem er meðal annars lagt til að hið opinbera verndi öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Hins vegar er það fyrrnefnd tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu. 3.6.2011 11:23
Bjarni: Ekki þýðir að bjóða upp á hvað sem er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur miklar efasemdir um hið svonefnda stærra kvótafrumvarp sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir á Alþingi í morgun. Bjarni krafði Jón að því loknu um svör við því hvort honum finnist réttlætanlegt að þeir sem á grundvelli gildandi laga hafi keypt til sín kvóta, þurfi nú að sæta skerðingu til að ráðherra fái heimilt til að úthluta kvótanum að nýjum. Jón benti á að engin sátt hefur ríkt um það kerfi sem er nú við lýði og að vandað hafi verið til verka við gerð nýs frumvarps um heildarlög um fiskveiðar. „Hér er gætt mjög vandaðs meðalhófs," sagði hann. Þá tók hann fram að skoðanakannanir hafi sýnt nýverið að meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu. Bjarni sagði að jafnvel þó ekki ríkti sátt um gildandi kerfi þýddi ekki að „bjóða upp á hvað sem er" í staðinn. Jón lagði áherslu á að markmið frumvarpsins sé meðal annars að styrkja stöðu sjávarbyggðanna í landinu. 3.6.2011 11:15
Ráðherra mælir fyrir stærra kvótafrumvarpinu Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hóf umræðu um stærra kvótafrumvarpið á Alþingi nú klukkan hálf ellefu. Þar er um að ræða heildarlög um stjórn fiskveiða. Jón segir markmið frumvarpsins að tryggja stöðu sjávarbyggða í landinu en frumvarpið er afar umdeilt. Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarp ráðherra lauk á Alþingi aðfararnótt fimmtudags. Stærra frumvarpið hefur verið kallað svo þar sem það gengur mun lengra en það minna, og er mun umdeildara. Þegar Jón hefur lokið því að mæla fyrir frumvarpinu tekur við umræða á Alþingi. Fyrstur á mælendaskrá er Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 3.6.2011 10:55
Makríltorfur við Vestmannaeyjar Makríltorfur hafa fundist við Vestmannaeyjar og hafa þrjú skip að minnsta kosti, veitt úr þeim og landað í Eyjum. Veiðarnar fara hinsvegar ekki í gang af fullum krafti fyrr en eftir sjómannadaginn, sem er á sunnudag. 3.6.2011 09:11
Uppselt í flestar bestu árnar Uppselt er í flestar bestu og dýrustu laxveiðiár hér á landi í sumar, en veiðin hefst í Norðurá og Blöndu á sunnudag. Upp úr því verður svo ein áin af annarri opnuð og eru veiðimenn almennt bjartsýnir á góða veiði í sumar. 3.6.2011 09:09
Kveikt í klifurkastala í Árbæ Kveikt var í klifurkastala á leikvelli í Árbæjarhverfi í nótt. Slökkvilið var kallað á vettvang, sem slökkti eldinn, en kastalinn er talsvert skemmdur. Brennuvargurinn er ófundinn. 3.6.2011 07:39
Tveir unglingar á mótorhjólum teknir af lögreglu Tveir réttindalausir unglingspiltar á mótorhjólum voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá fyrri var tekinn á Breiðholtsbraut og reiddi hann jafnöldru sína á hjólinu. Bæði voru auk þess hjálmlaus og ökumaðurinn aðeins 15 ára. 3.6.2011 07:38
Mannréttindi hafa fengið meira vægi Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. 3.6.2011 06:00
Íslendingar sækja aftur í sólina Aukin ásókn hefur verið í sólarlandaferðir hjá Íslendingum síðustu tvö ár. Hjá Úrval-Útsýn hefur verið tíu til fimmtán prósenta aukning í ferðir á milli ára. „Stóra breytingin er sú að fólk er að bóka sig með meiri fyrirvara en áður. Nú virðist það ákveðnara í að fara,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar. 3.6.2011 05:00
Segja tafir á málsmeðferð ámælisverðar Samtök atvinnulífsins gagnrýna úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir (ÚHM) fyrir að virða ekki tímamörk í lögum um afgreiðslu mála. Nefndin skilar úrskurðum sínum mánuðum og jafnvel árum eftir að lögbundnum tímamörkum er náð. Innan við helmingur erinda þeirra 24 nefnda sem hafa skilgreindan frest í lögum var afgreiddur á réttum tíma á nokkurra ára tímabili. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis. 3.6.2011 05:00
25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2.6.2011 16:53
Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða "Það stefnir í óefni í þessu málum,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. 2.6.2011 14:06
Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi Ríkisstjórnin mælist með stuðning 37 prósenta kjósenda sem er ívið meiri stuðningur en fyrir mánuði samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups og Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá. 2.6.2011 13:16
Íslenskir unglingar reykja einna minnst í Evrópu Unglingar í tíunda bekk reykja einna minnst í Evrópu samanborið við jafnaldra sína í öðrum löndum. Prófessor í félagsfræði segir að aðgerðir gegn reykingum eigi að miðast við að viðhalda þeim árangri. 2.6.2011 13:15
Mælt fyrir stóra kvótafrumvarpinu á morgun Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra lauk á Alþingi skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Hann mælir fyrir stærra frumvarpinu á þingfundi á morgun. 2.6.2011 12:45
Eldri borgarar vilja ekki skattleggja lífeyrissjóðina Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á Alþingi að samþykkja ekki ákvæði í frumvarpi um að skattleggja lífeyrissjóðina. Með því væri verið að skerða kjör lífeyrisþega og öryrkja í framtíðinni. 2.6.2011 12:12
ESB ekki trúarbrögð innan Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn sé ekki aðeins valkostur fyrir þá sem eru andvígir aðild að Evrópusambandinu þótt hann sé sjálfur á móti aðild. Framsóknarflokkurinn sé opinn, ólíkt því sem gildi í Samfylkingunni þar sem litið sé á Evrópumálin sem trúarbrögð. 2.6.2011 12:05
Kirkjugarðar í fjárhagsvandræðum Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn á Húsavík síðustu helgi en fundinn sátu um 60 fulltrúar kirkjugarðastjórna víðsvegar af að landinu. 2.6.2011 11:41
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2.6.2011 11:01
Ætla að hlaupa hringinn fyrir krabbameinsveik börn Þau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hófu hringferð sína í morgun en þau stefna á að hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra. 2.6.2011 10:44
Búið að greiða níu milljarða í atvinnuleysisbætur frá áramótum Búið er að greiða rúmlega níu milljarða króna í atvinnuleysisbætur frá áramótum en að jafnaði gera þetta um einn komma átta milljarða króna á hverjum mánuði. 2.6.2011 10:15
Unglingar draga verulega úr reykingum Unglingum sem reykja hefur fækkað mikið á síðustu sextán árum. Árið 1995 var um þriðjungur 15 til 16 ára ungmenna sem reykti vikulega, samanborið við einn af hverjum tíu nú. 2.6.2011 10:13
Öryggi eyjamanna stefnt í hættu Öryggi bæjarbúa í Vestmannaeyjum og lögreglumanna sem þar starfa er stefnt í hættu með áformum um að fækka starfandi lögreglumönnum í Eyjum, að því er segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. 2.6.2011 10:04
Norður-Víkingur hefst á morgun Heræfingin Norður Víkingur hefst á morgun og stendur til tíunda júní, en hún er haldin í samræmi við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006. 2.6.2011 09:49
Ræddu kvóta til klukkan tvö í nótt Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarpið lauk um tíu mínútum fyrir tvö á alþingi í nótt. 2.6.2011 09:40
Sofnaði og keyrði út í sjó Karlmaður á þrítugsaldri sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann keyrði út í sjó við Leiruveg gegnt flugbrautinni á Akureyri um eittleytið í nótt. 2.6.2011 09:31
Vatnsleki og eldur í gröfudekki í nótt Minniháttar vatnsleki varð í kjallara íbúðar í Reykjavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2011 09:29
Hrunið sést vel á ruslahaugum Heildarmagn úrgangs snarminnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður. 2.6.2011 08:00
Orri Haukssson nýr formaður Orri Hauksson var kjörinn stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á ársfundi sjóðsins á þriðjudag og tekur við embætti af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður. 2.6.2011 07:00
Rýrir útivistargildi svæðisins við Skálafell Lagning rafmagnslínu milli Hellisheiðarvirkjunar og Sandskeiðs, sem kölluð er Þorlákshafnarlína 3, mun hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar. Landsnet stefnir að því að leggja tvær línur frá Hellisheiðarvirkjun til Þorlákshafnar. Línurnar eru kallaðar Þorlákshafnarlínur 2 og 3, og eiga að sjá orkufrekum iðnaði á svæði vestan Þorlákshafnar fyrir orku. 2.6.2011 06:00
Stefnt að því að ýta bensíni til hliðar Stefnt er að því hjá nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) að framleiða vistvænt eldsneyti úr metanóli fyrir fjölorkubíla og draga úr bensínnotkun hér á næstu tveimur árum. Ekki eru líkur á að verðið á metanóllítranum verði mikið lægra en á bensíni. 2.6.2011 05:00
Vísa deilunni til Ríkissáttasemjara Samninganefnd Framsýnar, stéttarfélags, samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að vísa kjaradeilu félagsins við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara, þar sem lítið hefur þokast í viðræðum og þolinmæði félagsins því á þrotum. Þess verður jafnframt krafist að Ríkissáttasemjari boði þegar til fundar í kjaradeilunni. 1.6.2011 20:44