Innlent

Hjúkrunarfræðingar undirrituðu í nótt

Spítali. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Spítali. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði  í nótt eftir þrettán klukkustunda samningalotu kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.

Fram kemur í tilkynningu frá Félagi hjúkrunarfræðinga að samningurinn sé á sambærilegum grunni og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og í framhaldinu fer fram rafræn atkvæðagreiðsla. Gert er ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 20. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×