Fleiri fréttir

Mannlíf að komast í fyrra horf

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Mjög hefur dregið úr virkni í eldstöðinni þótt ekki sé hægt að útiloka að gosið taki sig upp aftur. Hreinsunarstörf hafa gengið vel í dag.

Vatnsberinn í miðbæinn

Borgarráð hefur samþykkt að höggmyndin Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson verði flutt ofan af holtinu við Veðurstofu Íslands og hún staðsett á horni Lækjargötu og Bankastrætis, samkvæmt tillögu Listasafns Reykjavíkur.

Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál

Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag.

Stöðvuðu kannabisræktun í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Kópavogi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 30 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var fjarstaddur þegar lögreglan kom á vettvang en við yfirheyrslur játaði hann aðild sína að málinu. Íbúðina hafði hann leigt í þeim eina tilgangi að rækta þar kannabis, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Black Pistons félagar áfram í haldi lögreglu

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Þá hefur karlmaður á fertugsaldri hafið afplánun á eftirstöðvum af 2 ára dómi sem hann fékk fyrir að bera eld að húsi.

Stórtækur vínþjófur dæmdur í fangelsi

Karlmaður var í dag dæmdur í fangelsi fyrir að hafa, í félagi við annan mann, brotist inn í veitingahúsið Humarhúsið og stolið þaðan 24 flöskum af kampavíni, 24 flöskum bjór, 35 flöskum af rauðvíni, 2 kílógrömmum af humri og 10 kílógrömmum af humarhölum. Verðmæti varningsins nam tæpum 152 þúsund krónum. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og var dæmdur í 30 daga fangelsi.

Viðbúnaðarstig vegna gossins lækkað

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu vegna gossins sem birt var klukkan þrjú.

Verulega hefur dregið úr gosóróa - einstaka kviður í nótt

Áfram hefur dregið verulega úr gosóróanum í Grímsvötnum síðan í gær að sögn Veðurstofunnar. Það hefur orðið vart við einstaka kviður eða gufusprengingar í gígnum í nótt, en það líður lengri tími á milli þeirra en áður. Engir jarðskjálftar hafa mælst, og gosið er hægt og bítandi að fjara út.

Fékk gosið í afmælisgjöf

Gestir í fimmtugsafmæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, þurftu margir að yfirgefa veisluna snemma þegar gos hófst í Grímsvötnum á laugardag. Þetta hafi hins vegar ekki verið afmælisgjöfin sem hann óskaði sér. Rætt er við Magnús í föstudagsviðtali Fréttablaðsins.

Framsýn samþykkir kjarasamning

Félagsmenn Framsýnar stéttarfélags hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningurinn tekur nú gildi enda hafa SA einnig samþykkt hann. Hann gildir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Kjörsókn var tæp átján prósent á meðal félagsmanna og sögðu 87 prósent já við samningnum. Tólf prósent vildu hinsvegar fella hann.

Karlailmur úr Vatnajökli

„Herrailmurinn gefur íslensku körlunum okkar sem og þeim erlendu kost á því að njóta þessarar karlmannlegu orku sem Vatnajökull gefur frá sér," segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Gyðju Collection.

Efling og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning

Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gær. Hann er í meginatriðum eins og sá samningur sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands undirrituðu á dögunum. Laun munu því hækka um 4,25% þann 1. júní næstkomandi. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send í póst eftir helgi, en niðurstaða mun liggja fyrir 15. júní næstkomandi.

Laugavegurinn heitir nú Mannréttindavegur

Nafni Laugavegar hefur verið breytt og næstu þrjá daga mun gatan heita Mannréttindavegur. Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði nýtt götuskilti í dag við hátíðlega athöfn en nafnabreytingin er gerð til þess að minnast 50 ára afmælis Amnesty International og baráttu samtakanna í þágu mannréttinda um allan heim.

Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla

Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra.

Lúxusskip á leið til Akureyrar

Skemmtiferðarskipið MSC Poesia kemur til Akureyrar á morgun og mun vera við Íslandsstrendur næstu daga. Frá Akureyri siglir skipið til Ísafjarðar og heimsækir Reykjavík á mánudag.

Dæmdur fyrir að neyða mann til þess að millifæra af heimabanka sínum

Karlmaður var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum karlmönnum, svipt mann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir í heimabanka eins af mönnunum.

Þeim sem þáðu fjárhagsaðstoð fjölgaði um 37%

Heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgaði um 15,3% í fyrra frá árinu á undan. Þau voru 6910 í fyrra. - Árið 2008 þáðu 5029 heimili fjárhagsaðstoð og hafði þeim því fjölgað um 37,4% frá þeim tíma. Frá árinu 2008 - 2010 jukust útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar um tæpar 1302 milljónir eða rúmlega 77%, en á föstu verðlagi jukust þau um rúm 50%.

Forsætisráðherra sitji ekki lengur en í tíu ár

Stjórnlagaráð hefur lagt til róttækar breytingar á stjórnarskrárákvæðum um ríkisstjórnina og ekki síst starf og skipan forsætisráðherra. Ef breytingarnar verða að veruleika getur forsætisráðherra ekki setið lengur en í tíu ár, eða tvö og hálft kjörtímabil. Það er B-nefnd ráðsins sem lagði tillögurnar fram til kynningar á tíunda fundi ráðsins í gær.

Sjúklingar teknir frá mér

"Þetta svokallaða átaksverkefni er auglýst sem ókeypis tannlækningar í bréfi sem borið er til allra foreldra hér á Húsavík. Í fyrsta lagi eru ókeypis tannlækningar ekki til og í öðru lagi er þetta í beinni samkeppni við mig,“ segir Sigurjón Benediktsson, sem kært hefur til Samkeppniseftirlitsins átaksverkið um gjaldfrjálsar tannviðgerðir fyrir börn tekjulágra foreldra.

Fara á svig við kjarasamninga

Vísbendingar eru til staðar um að útgerðin hafi selt afla til tengdra aðila á undirverði, þegar fiskverð hefur verið hátt, til að komast hjá því að greiða sjómönnum fullan hlut. Þetta segir Jón Steinsson, hagfræðingur.

Stúlkan sem lést í Árbæ neytti eiturefnis

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar hafa leitt í ljós að kona um tvítugt sem fannst látin í íbúð í Árbæjarhverfi í Reykjavík hafði neytt fíkniefna sem innihéldu eiturefnið PMMA. Lögregla undirstrikar að endanleg niðurstaða varðandi dánarorsök konunnar liggur ekki fyrir. Vitneskja er að fíkniefna var neytt innandyra þar sem konan lést.

Túnin verr farin en menn bjuggust við

"Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum,“ segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. "En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap.“

Kynferðisofbeldi helsta ógn við velferð barna

Unicef á Íslandi hefur tekið saman ítarlega skýrslu um stöðu barna á Íslandi og ógnum sem að þeim steðja. Kallað er eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi og segja samtökin þörf á heildstæðari rannsóknum.

Flestir vilja kvótann í ríkiseigu

Litlar breytingar hafa orðið á afstöðu almennings til mögulegra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu samkvæmt könnun MMR. Ríflega tveir þriðju landsmanna, 67,5 prósent, vilja að kvótinn verði í eigu ríkisins.

Óttast drykkjulæti á göngugötu

„Íbúar hafa áhyggjur af því að aukið rými fyrir fótgangendur að næturlagi um helgar muni auka á fjölda drukkins skara fólks,“ segir stjórn Íbúasamtaka miðborgar í umsögn um þá tillögu að breyta Laugaveginum í göngugötu.

Kannabisræktandi ákærður

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kannabisræktun.

Harmar rangar tölur um svifryk

„Umhverfisnefnd harmar að mannleg mistök hafi leitt til þess að rangar upplýsingar hafi birst á svifryksmælum á heimasíðu Akureyrarbæjar,“ segir í bókun frá fundi umhverfisnefndar bæjarins.

Herjólfur siglir ekki í kvöld

Herjólfur fer ekki síðustu ferðina í kvöld vegna vinds og öldugangs. Um er ræða ferðir sem átti að fara kl. 20:30 frá Vestmannaeyjum og 22:00 frá Landeyjahöfn. Búist er við að veðrið gangi niður í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ofbeldismálum fjölgar

Barnaverndartilkynningum hefur fjölgað úr 900 í 9000 á 14 árum. Þrátt fyrir þetta verja stjórnvöld engu fjármagni í forvarnir.

Framhaldsskólakennarar semja til þriggja ára

Félags framhaldsskólakennara og samninganefnd hafa skrifað undir kjarasamning til þriggja ára. Samningurinn byggir á sömu forsendum og kjarasamningar á almennum markaði og undirritaðir voru nýverið.

Fjárhagsáætlun verði endurskoðuð

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að núgildandi fjárhagsáætlun verði endurskoðuð með hliðsjón af rekstrarafgangi borgarsjóðs 2010 sem var tæpur 1,5 milljaður. Lagt var til að það yrði gert með því að draga til baka hækkanir á útsvari borgarbúa og hverfa frá áformum um umdeildar skólasameiningar, að því er fram kemur frá Sjálfstæðisflokknum. Tillagan var felld.

Enn hætta á öflugum öskustrókum úr gígnum

Ekkert hefur sést til gosmakkar úr Grímsvötnum frá því í fyrrinótt. Eftir hádegi í dag sást þó til gufubólstra úr gígnum sem náðu í um 2000 metra hæð og segir í nýrri stöðuskýrslu frá Almannavörnum að ekki sé hægt að útiloka að öflugir öskustrókar geti komið fyrirvaralaust úr gígnum og er því enn varað við því að fólk ferðist að gígnum.

Skaftafell opnað klukkan fimm

Skaftafelli, suðurhluti Vatnajökulsþjóðgarðs, verður svæðið formlega opnað á ný klukkan fimm í dag. Vaskir vinnumenn hafa unnið sleitulaust að því síðustu daga að hreinsa svæðið eftir öskufall.

Segir að útrunninn kjúklingur hafi farið á spítala og elliheimili

Andri Freyr Viðarsson, sem er annar tveggja þáttastjórnenda útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2, sagði í morgun frá því þegar hann vann hjá ónefndu kjúklingafyrirtæki hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi meðal annars unnið við það að meta það hvort að útrunninn kjúklingur gæti farið í marineringu og þaðan á spítala og elliheimili.

Leikskólaplássum fjölgar um 300 í Reykjavík

Unnið er að því að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík um þrjú hundruð til að mæta mikilli barnafjölgun. Á þessu ári verður leikskólaplássum fjölgað um 250 fyrir börn sem fædd eru á árinu 2009 og í byrjun næsta árs bætast 55 ný leikskólapláss við þegar nýr leikskóli verður tekinn í notkun í Norðlingaholti. Samkvæmt áætlun starfshóps sem settur var á laggirnar til að gera úttekt á leikskólahúsnæði borgarinnar er unnt að fjölga leikskólaplássum um 60 án þess að byggja við leikskólana. Víða um borgina fer fram leikskólastarf í færanlegum húsum sem staðsett eru við eldri leikskóla og stendur til að beita þeim úrræðum víðar. Þannig skapast viðbótarpláss fyrir 226 börn. Í Vesturbæ er unnið að því að fjölga leikskólaplássum um 92. Í Laugardal og Háaleiti er stefnt að því að fjölga leikskólaplássum um 70 og í Miðborg Hlíðum verður leikskólaplássum fjölgað um 30. Þá bætast 15 leikskólapláss við í Norðlingaholti, 16 í Grafarholti og 18 í Úlfarsárdal.

Dagforeldrum fjölgað um 30 í Reykjavík - eru nú yfir 200

Dagforeldrum í Reykjavík hefur fjölgað um þrjátíu frá áramótum og eru þeir nú rösklega 200 að störfum. Markvisst átak til að fjölga dagforeldrum hófst í lok síðasta árs og lauk stór hópur réttindanámi í byrjun ársins, eða 35 manns. Tæplega 900 börn dvelja um þessar mundir hjá dagforeldrum í Reykjavík. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 180 milljónum króna til að mæta aukinni þörf fyrir dagforeldra vegna stórra fæðingarárganga 2009 og 2010, en fyrirséð er að um 1.000 börn verði að jafnaði hjá dagforeldrum á þessu ári. Verið er að auðvelda dagforeldrum að starfa saman í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og verður það auglýst til leigu í sumar. Áfram verður unnið að því að fjölga dagforeldrum í Reykjavík með kynningu og námskeiðum til að mæta megi þörfum foreldra með börn sem fædd eru 2010 og 2011.

Styðja fatlaða vinkonu til ferðalaga

Vinir Guðrúnar Jónu Jónsdóttur eru um þessar mundir að safna fé fyrir hana þannig að henni gefist kostur á því að ferðast til útlanda. Guðrún Jóna, eða Gugga eins og hún er oft kölluð, varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur árið 1993. Þá var hún fimmtán ára gömul. Alla tíð síðan hefur hún verið mikið fötluð og bundin við hjólastól.

Fangelsismálastjóri vaktaður í næsta mánuði

Fangelsismálastjóri gerir ráð fyrir að hægt sé að hefja notkun á rafrænni vöktun með föngum síðar á þessu ári. Hann ætlar sjálfur, ásamt öðrum starfsmanni Fangelsismálastofnunar, að ganga með slíkan búnað í viku til þess að prófa búnaðinn.

Fimm staðfest tilvik PMMA hér á landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að því að koma í veg fyrir frekari dreifingu á blandaða metamfetamíninu, sem inniheldur svokallað PMMA og er mjög eitrað. Eins og fram hefur komið fannst efnið hér landi í síðasta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir