Innlent

Rafrænt eftirlit til góðs fyrir samfélagið

Til stendur að taka upp rafræna vöktun með föngum hér á landi líkt. Allsherjarnefnd Alþingis fjallaði um frumvarp þessa efnis í dag.

Rafræn vöktun með föngum er þekkt víða erlendis. Oft hafa verið notuð rafræn öklabönd en hér yrðu notaðir gsm-símar með staðsetningartæki og myndavél. Enn er verið að fara yfir hvernig eftirlitinu yrði háttað. Allsherjarnefnd fékk meðal annars til sín sérfræðinga í morgun til að fara yfir öryggi eftirlitsins og persónuverndarmál.

Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, telur rafrænt eftirlit geta verið til góða fyrir samfélagið. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta geti verið mjög ákjósanlegur valkostur fyrir okkur að hafa líka. Ekki síst í ljósi þess að þetta hefur verið að sýna þann árangur á Norðurlöndunu og löndunum í kringum okkur að menn eru síður líklegir til þess að fremja brot aftur. Þeir aðlagst samfélaginu hægt og rólega," segir Róbert. Fangarnir séu undir ströngu eftirliti og mega til að mynda ekki drekka áfengi og þurfa að skila sér á sérstökum tíma. „Ef þeir svara ekki í símann þá eiga þeir í hættu á að vera settir aftur inn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×