Kynferðisofbeldi helsta ógn við velferð barna 27. maí 2011 05:00 Mynd/Stefán Karlsson Unicef á Íslandi hefur tekið saman ítarlega skýrslu um stöðu barna á Íslandi og ógnum sem að þeim steðja. Kallað er eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi og segja samtökin þörf á heildstæðari rannsóknum. Unicef á Íslandi kynnti í gær nýja skýrslu um stöðu barna á Íslandi. Þar eru teknar saman niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar síðustu ár, í þeim tilgangi að birta heildstæða mynd af aðstæðum barna hér á landi og ógnum sem að þeim steðja. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirmynd þessarar skýrslu sé árleg alþjóðleg úttekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Það er okkar trú að hægt sé að mæla gæði samfélags á því hversu vel þar er hugsað um börn. Þetta er því tilraun til að meta hvernig við stöndum okkur og hvað við getum gert betur.“ Stefán segir skýrsluna leiða margt jákvætt í ljós á hinum ýmsu sviðum. „Við sjáum til dæmis sterkt heilbrigðiskerfi og áhrifaríkar forvarnir gegn áfengis- og tóbaksneyslu.“ Þar vísar Stefán meðal annars í að ungbarnadauði er hvergi í heiminum lægri en einmitt hér á landi og að reykingar og áfengisdrykkja barna hefur dregist verulega saman síðustu ár. „Hins vegar er sláandi að sjá hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er víðtækt, og það er tvímælaust ein af helstu ógnunum við velferð barna hér á landi. Við sjáum til dæmis að 13 prósent stúlkna verður fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Það er ótrúlegur fjöldi.“ Stefán segir einnig að skýrslan leiði í ljós skort á opinberum forvarnaraðgerðum gegn kynferðisofbeldi. „Það er mikið unnið í grasrótinni og ýmsum félagasamtökum og það fólk á heiður skilinn. En þó opinberir aðilar hafi gert margt gott í viðbrögðum eftir að svona dæmi koma upp, hafa þau ekki markað sér skýra forvarnastefnu.“ Það væri eðlilegt, að sögn Stefáns þar sem opinberir aðilar hafi í gegnum árin beitt sér með góðum árangri í forvörnum gegn öðrum ógnum sem steðja að börnum, til dæmis slysum og notkun tóbaks og áfengis. „Þessi ógn er ekki síðri. Það er því mikilvægt að meiri fjármunir séu settir í forvarnir og mörkuð skýr stefna.“ Annað sem skýrslan leiðir í ljós er að hér á landi hafa ekki verið gerðar reglulegar heildstæðar kannanir á aðstæðum barna. Stefán segir að þó að lykiltölur sé að finna af ákveðnum sviðum, sé margt sem vanti upp á. „Tölur og greining á ákveðnum þáttum, svo sem ofbeldi, fátækt og misskiptingu í samfélaginu liggja ekki fyrir, en það er ekki síður mikilvægt að fylgjast með því en til dæmis vísitölu neysluverðs.“ Stefán segir að lokum að hér á landi sé mikið lagt upp úr því að gera hlutina vel sem snúa að börnum. „Það er mikill vilji hjá stjórnvöldum og fagaðilum til að gera vel. Þess vegna erum við að setja þessa skýrslu fram sem jákvætt innlegg í þessa umræðu og vonumst til að það hjálpi til að gera enn betur.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Unicef á Íslandi hefur tekið saman ítarlega skýrslu um stöðu barna á Íslandi og ógnum sem að þeim steðja. Kallað er eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi og segja samtökin þörf á heildstæðari rannsóknum. Unicef á Íslandi kynnti í gær nýja skýrslu um stöðu barna á Íslandi. Þar eru teknar saman niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar síðustu ár, í þeim tilgangi að birta heildstæða mynd af aðstæðum barna hér á landi og ógnum sem að þeim steðja. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirmynd þessarar skýrslu sé árleg alþjóðleg úttekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Það er okkar trú að hægt sé að mæla gæði samfélags á því hversu vel þar er hugsað um börn. Þetta er því tilraun til að meta hvernig við stöndum okkur og hvað við getum gert betur.“ Stefán segir skýrsluna leiða margt jákvætt í ljós á hinum ýmsu sviðum. „Við sjáum til dæmis sterkt heilbrigðiskerfi og áhrifaríkar forvarnir gegn áfengis- og tóbaksneyslu.“ Þar vísar Stefán meðal annars í að ungbarnadauði er hvergi í heiminum lægri en einmitt hér á landi og að reykingar og áfengisdrykkja barna hefur dregist verulega saman síðustu ár. „Hins vegar er sláandi að sjá hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er víðtækt, og það er tvímælaust ein af helstu ógnunum við velferð barna hér á landi. Við sjáum til dæmis að 13 prósent stúlkna verður fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Það er ótrúlegur fjöldi.“ Stefán segir einnig að skýrslan leiði í ljós skort á opinberum forvarnaraðgerðum gegn kynferðisofbeldi. „Það er mikið unnið í grasrótinni og ýmsum félagasamtökum og það fólk á heiður skilinn. En þó opinberir aðilar hafi gert margt gott í viðbrögðum eftir að svona dæmi koma upp, hafa þau ekki markað sér skýra forvarnastefnu.“ Það væri eðlilegt, að sögn Stefáns þar sem opinberir aðilar hafi í gegnum árin beitt sér með góðum árangri í forvörnum gegn öðrum ógnum sem steðja að börnum, til dæmis slysum og notkun tóbaks og áfengis. „Þessi ógn er ekki síðri. Það er því mikilvægt að meiri fjármunir séu settir í forvarnir og mörkuð skýr stefna.“ Annað sem skýrslan leiðir í ljós er að hér á landi hafa ekki verið gerðar reglulegar heildstæðar kannanir á aðstæðum barna. Stefán segir að þó að lykiltölur sé að finna af ákveðnum sviðum, sé margt sem vanti upp á. „Tölur og greining á ákveðnum þáttum, svo sem ofbeldi, fátækt og misskiptingu í samfélaginu liggja ekki fyrir, en það er ekki síður mikilvægt að fylgjast með því en til dæmis vísitölu neysluverðs.“ Stefán segir að lokum að hér á landi sé mikið lagt upp úr því að gera hlutina vel sem snúa að börnum. „Það er mikill vilji hjá stjórnvöldum og fagaðilum til að gera vel. Þess vegna erum við að setja þessa skýrslu fram sem jákvætt innlegg í þessa umræðu og vonumst til að það hjálpi til að gera enn betur.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent