Innlent

Verulega hefur dregið úr gosóróa - einstaka kviður í nótt

MYND/Karl Ólafsson.
Áfram hefur dregið verulega úr gosóróanum í Grímsvötnum síðan í gær að sögn Veðurstofunnar. Það hefur orðið vart við einstaka kviður eða gufusprengingar í gígnum í nótt, en það líður lengri tími á milli þeirra en áður. Engir jarðskjálftar hafa mælst, og gosið er hægt og bítandi að fjara út.

Samkvæmt evrópsku flugmálastofnuninni Eurocontrol er ekki búist við röskun á millilandaflugi vegna gossins næstu 48 tímana, en loftrými yfir Grænlandi er þó víða lokað. Hreinsunarstarf við gosstöðvarnar gengur ágætlega, en nokkrir hópar eru þar að störfum. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri segir að rignt hafi í dag, og ástandið sé skaplegra nú en síðustu daga.

Ferðamenn sem forvitnir eru um að skoða gíginn í návígi eru enn sem fyrr varaðir við að fara of nærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×