Innlent

Viðbúnaðarstig vegna gossins lækkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreinsunarstörf hafa gengið vel fyrir sig í dag eins og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður komst að þegar hann var á Kirkjubæjarklaustri í dag.
Hreinsunarstörf hafa gengið vel fyrir sig í dag eins og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður komst að þegar hann var á Kirkjubæjarklaustri í dag.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu vegna gossins sem birt var klukkan þrjú.

Hreinsunarstörf hafa gengið vel í dag. Slökkviliðsmenn úr Skaftárhreppi eru nú að störfum við hreinsun ásamt 29 öðrum slökkviliðsmönnum, annarsstaðar af á landinu. Þeir eru með 10 dælubíla til umráða. Á morgun verða tveir bílar til notkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×