Fangelsismálastjóri vaktaður í næsta mánuði Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2011 15:02 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að umrætt fyrirkomulag sé eðlileg framþróun. Fangelsismálastjóri gerir ráð fyrir að hægt sé að hefja notkun á rafrænni vöktun með föngum síðar á þessu ári. Hann ætlar sjálfur, ásamt öðrum starfsmanni Fangelsismálastofnunar, að ganga með slíkan búnað í viku til þess að prófa búnaðinn. Fangelsismálastofnun kom að gerð frumvarpsins með embættismönnum úr innanríkisráðuneytinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að sér lítist mjög vel á þetta. „Þetta er eðlileg framþróun í fullnustukerfinu. Þetta er það sem löndin sem við berum okkur saman við hafa tekið upp fyrir allnokkru síðan," segir Páll í samtali við Vísi. „Það þarf auðvitað að gæta fyllsta öryggis með því að velja vel hvaða hópur manna getur afplánað hluta refsingarinnar með rafrænu eftirliti. Þetta er hugsað þannig að þetta sé undir lok lengri afplánunar sem menn eigi kost á því að ljúka sinni afplánun undir rafrænu eftirliti," segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að um verði að ræða tvennskonar eftirlit. „Annars vegar með GPS staðsetningartækni," segir Páll. Slík tæki séu ekki fullkomlega örugg því að hægt sé að klippa þau af. „Hið mannlega eftirlit skiptir ekki síður máli. Óreglulegar heimsóknir til heimila manna eða í vinnuna þeirra og jafnframt þá myndsímtöl," segir Páll. Hann segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir hvern fanga vegna þess að ef hann svari ekki eða sé ekki til staðar á þeim tíma sem hann eig að vera þá fari hann beint aftur inn í lokað fangelsi. Páll segir að mikilvægt sé að slíkar reglur séu skýrar og farið sé eftir þeim. „Það hefur verið gert með samfélagsþjónustuna," segir Páll. Páll segir að rafræna vöktunin verði vonandi tekin í gagnið á þessu ári. „Ef þetta fer í gegnum þingið - þá sé ég það gerast á þessu ári," segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir þó að töluverð undirbúningsvinna þurfi að eiga sér stað. „Við erum meðal annars að skoða mismunandi tæknilegar útfærslur á þessu og munum meðal annars prófa, ég sjálfur og einn samstarfsfélagi, að láta fylgjast með okkur," segir Páll. Það muni vonandi gerast í sumar. Páll segir að Fangelsismálastofnun hlakki til að fást við verkefnið. Hann leggur áherslu á að þetta kerfi ýti undir það að fangar vinni í sínum málum. „Þeir sem eru að gera eitthvað í sínum málum fá þá eitthvað fyrir það. Þannig að þeir sem fara fyrst í lokað fangelsi fara þaðan á betri deild - úr lokuðu fangelsi í opið fangelsi - úr opnu fangelsi á áfangaheimili og af áfangaheimili undir rafrænt heimili," segir Páll. Tengdar fréttir Taka upp rafræna vöktun með föngum Til stendur að taka upp rafræna vöktun með föngum á Íslandi. Frumvarp þessa efnis hefur verið flutt á Alþingi og er núna í meðferð allsherjarnefndar Alþingis. Rafræn vöktun með föngum er þekkt víða erlendis. Skemmst er að minnast þess að Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn því skilyrði að hann gengi með rafrænt ökklaband. 26. maí 2011 14:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fangelsismálastjóri gerir ráð fyrir að hægt sé að hefja notkun á rafrænni vöktun með föngum síðar á þessu ári. Hann ætlar sjálfur, ásamt öðrum starfsmanni Fangelsismálastofnunar, að ganga með slíkan búnað í viku til þess að prófa búnaðinn. Fangelsismálastofnun kom að gerð frumvarpsins með embættismönnum úr innanríkisráðuneytinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að sér lítist mjög vel á þetta. „Þetta er eðlileg framþróun í fullnustukerfinu. Þetta er það sem löndin sem við berum okkur saman við hafa tekið upp fyrir allnokkru síðan," segir Páll í samtali við Vísi. „Það þarf auðvitað að gæta fyllsta öryggis með því að velja vel hvaða hópur manna getur afplánað hluta refsingarinnar með rafrænu eftirliti. Þetta er hugsað þannig að þetta sé undir lok lengri afplánunar sem menn eigi kost á því að ljúka sinni afplánun undir rafrænu eftirliti," segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir að um verði að ræða tvennskonar eftirlit. „Annars vegar með GPS staðsetningartækni," segir Páll. Slík tæki séu ekki fullkomlega örugg því að hægt sé að klippa þau af. „Hið mannlega eftirlit skiptir ekki síður máli. Óreglulegar heimsóknir til heimila manna eða í vinnuna þeirra og jafnframt þá myndsímtöl," segir Páll. Hann segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir hvern fanga vegna þess að ef hann svari ekki eða sé ekki til staðar á þeim tíma sem hann eig að vera þá fari hann beint aftur inn í lokað fangelsi. Páll segir að mikilvægt sé að slíkar reglur séu skýrar og farið sé eftir þeim. „Það hefur verið gert með samfélagsþjónustuna," segir Páll. Páll segir að rafræna vöktunin verði vonandi tekin í gagnið á þessu ári. „Ef þetta fer í gegnum þingið - þá sé ég það gerast á þessu ári," segir Páll í samtali við Vísi. Páll segir þó að töluverð undirbúningsvinna þurfi að eiga sér stað. „Við erum meðal annars að skoða mismunandi tæknilegar útfærslur á þessu og munum meðal annars prófa, ég sjálfur og einn samstarfsfélagi, að láta fylgjast með okkur," segir Páll. Það muni vonandi gerast í sumar. Páll segir að Fangelsismálastofnun hlakki til að fást við verkefnið. Hann leggur áherslu á að þetta kerfi ýti undir það að fangar vinni í sínum málum. „Þeir sem eru að gera eitthvað í sínum málum fá þá eitthvað fyrir það. Þannig að þeir sem fara fyrst í lokað fangelsi fara þaðan á betri deild - úr lokuðu fangelsi í opið fangelsi - úr opnu fangelsi á áfangaheimili og af áfangaheimili undir rafrænt heimili," segir Páll.
Tengdar fréttir Taka upp rafræna vöktun með föngum Til stendur að taka upp rafræna vöktun með föngum á Íslandi. Frumvarp þessa efnis hefur verið flutt á Alþingi og er núna í meðferð allsherjarnefndar Alþingis. Rafræn vöktun með föngum er þekkt víða erlendis. Skemmst er að minnast þess að Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn því skilyrði að hann gengi með rafrænt ökklaband. 26. maí 2011 14:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Taka upp rafræna vöktun með föngum Til stendur að taka upp rafræna vöktun með föngum á Íslandi. Frumvarp þessa efnis hefur verið flutt á Alþingi og er núna í meðferð allsherjarnefndar Alþingis. Rafræn vöktun með föngum er þekkt víða erlendis. Skemmst er að minnast þess að Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn því skilyrði að hann gengi með rafrænt ökklaband. 26. maí 2011 14:04
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent